Sony afhjúpar Playstation 4 Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. febrúar 2013 10:14 Raftækjarisinn Sony kynnti í gærkvöldi nýja kynslóð Playstation-leikjatölvunnar, en fjórða útgáfa tölvunnar er væntanleg í árslok. Tölvan inniheldur hefðbundinn PC-örgjörva og er 8GB. Snertiskjár er framan á fjarstýringunni og svokallaður deilihnappur, en hann mun gera spilurum kleift að vista upptöku nokkrar mínútur aftur í tímann og deila því fljótt og auðveldlega á netinu. Þá munu spilarar geta byrjað að spila leiki áður en niðurhali á þeim lýkur, og einnig leyft vinum sínum að taka við stjórn leiksins í gegnum netið. Ekki verður hægt að spila leiki fyrir eldri Playstation-gerðir, en Sony vonast til þess að eldri leiki verði hægt að spila með tölvunni í gegnum Gaikai-streymiþjóninn. Þó ekki sé komin nákvæm dagsetning á apparatið, lofa Sony því fyrir jól. Spenntir spilarar geta þó yljað sér við kynningarmyndbandið hér að ofan sem Sony sendi frá sér í gærkvöldi.Snertiskjár er framan á stýripinna PS4.Mark Cerny, einn af hönnuðum vélarinnar.Mynd/AFPEric Hirschberg hjá Activision kynnti leikinn Destiny.Mynd/AFP Leikjavísir Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Raftækjarisinn Sony kynnti í gærkvöldi nýja kynslóð Playstation-leikjatölvunnar, en fjórða útgáfa tölvunnar er væntanleg í árslok. Tölvan inniheldur hefðbundinn PC-örgjörva og er 8GB. Snertiskjár er framan á fjarstýringunni og svokallaður deilihnappur, en hann mun gera spilurum kleift að vista upptöku nokkrar mínútur aftur í tímann og deila því fljótt og auðveldlega á netinu. Þá munu spilarar geta byrjað að spila leiki áður en niðurhali á þeim lýkur, og einnig leyft vinum sínum að taka við stjórn leiksins í gegnum netið. Ekki verður hægt að spila leiki fyrir eldri Playstation-gerðir, en Sony vonast til þess að eldri leiki verði hægt að spila með tölvunni í gegnum Gaikai-streymiþjóninn. Þó ekki sé komin nákvæm dagsetning á apparatið, lofa Sony því fyrir jól. Spenntir spilarar geta þó yljað sér við kynningarmyndbandið hér að ofan sem Sony sendi frá sér í gærkvöldi.Snertiskjár er framan á stýripinna PS4.Mark Cerny, einn af hönnuðum vélarinnar.Mynd/AFPEric Hirschberg hjá Activision kynnti leikinn Destiny.Mynd/AFP
Leikjavísir Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira