Gjöf þings til þjóðar 18. desember 2012 06:00 Þegar ríkisstjórn vinstri flokkanna eftirlét þjóðinni stjórnarskrána komst loks skriður á málið. Stjórnlaganefnd var skipuð og blásið til þjóðfundar. Afraksturinn varð svo veganesti stjórnlagaráðs sem fullgerði frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Frumvarpið var afhent Alþingi síðsumars 2011 og sent stjórnlagaráði aftur til lokayfirferðar í mars 2012. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið lá svo fyrir þann 21. október sl. Hún var ótvíræð: Þjóðin þáði hina nýju stjórnarskrá með þökkum. Valdastéttir Og ekki að furða. Hún inniber þau lýðréttindi sem valdastéttir samfélagsins hafa kerfisbundið haldið frá þjóðinni. Stjórnmálaflokkar forðast valddreifingu eins og heitan eld og vilja að þjóðin dansi í kringum þá en ekki öfugt. Þess vegna er persónukjör þeim andstætt, upplýsing almennings og þjóðaratkvæðagreiðslur. Sömuleiðis vilja viðhlæjendur stjórnmálaflokkanna halda auðlindanýtingu fyrir sig eina og hafna þjóðareign og frjálsri samkeppni. Enda hafa slíkir lagt sig í líma við að gagnrýna hið lýðræðislega ferli nýrrar stjórnarskrár, fundið því allt til foráttu og lagt steina í götu þess. Talað er um sátt sem ekki er til og allt gert til að drepa málinu á dreif. Málþóf stjórnarandstöðunnar fellur undir sama hatt. En þrátt fyrir þetta fyrirferðarmikla andóf er meðbyr úr einni átt. Frá þjóðinni sjálfri. Hún hefur ekki mikið álit á varnaðarorðum þingmanna og sérfræðinga enda ekki langt síðan hún sviðnaði undan sömu aðilum. Stjórnarskrármálið er eina málið sem ríkisstjórnin getur úr þessu klárað með sóma. Ruglumbull er að láta sérfræðinga tefja för þess frekar. Minnumst þess að þingmeirihluti færði þjóðinni stjórnarskrárgjöfina, þjóðin tók við henni, kláraði og samþykkti afraksturinn. Þinginu ber því skylda til að standa við sinn hlut og samþykkja nýja stjórnarskrá óbreytta fyrir þinglok. Annað væri óhæfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Þegar ríkisstjórn vinstri flokkanna eftirlét þjóðinni stjórnarskrána komst loks skriður á málið. Stjórnlaganefnd var skipuð og blásið til þjóðfundar. Afraksturinn varð svo veganesti stjórnlagaráðs sem fullgerði frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Frumvarpið var afhent Alþingi síðsumars 2011 og sent stjórnlagaráði aftur til lokayfirferðar í mars 2012. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið lá svo fyrir þann 21. október sl. Hún var ótvíræð: Þjóðin þáði hina nýju stjórnarskrá með þökkum. Valdastéttir Og ekki að furða. Hún inniber þau lýðréttindi sem valdastéttir samfélagsins hafa kerfisbundið haldið frá þjóðinni. Stjórnmálaflokkar forðast valddreifingu eins og heitan eld og vilja að þjóðin dansi í kringum þá en ekki öfugt. Þess vegna er persónukjör þeim andstætt, upplýsing almennings og þjóðaratkvæðagreiðslur. Sömuleiðis vilja viðhlæjendur stjórnmálaflokkanna halda auðlindanýtingu fyrir sig eina og hafna þjóðareign og frjálsri samkeppni. Enda hafa slíkir lagt sig í líma við að gagnrýna hið lýðræðislega ferli nýrrar stjórnarskrár, fundið því allt til foráttu og lagt steina í götu þess. Talað er um sátt sem ekki er til og allt gert til að drepa málinu á dreif. Málþóf stjórnarandstöðunnar fellur undir sama hatt. En þrátt fyrir þetta fyrirferðarmikla andóf er meðbyr úr einni átt. Frá þjóðinni sjálfri. Hún hefur ekki mikið álit á varnaðarorðum þingmanna og sérfræðinga enda ekki langt síðan hún sviðnaði undan sömu aðilum. Stjórnarskrármálið er eina málið sem ríkisstjórnin getur úr þessu klárað með sóma. Ruglumbull er að láta sérfræðinga tefja för þess frekar. Minnumst þess að þingmeirihluti færði þjóðinni stjórnarskrárgjöfina, þjóðin tók við henni, kláraði og samþykkti afraksturinn. Þinginu ber því skylda til að standa við sinn hlut og samþykkja nýja stjórnarskrá óbreytta fyrir þinglok. Annað væri óhæfa.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun