Listin að gera sig að fífli Erla Hlynsdóttir skrifar 18. desember 2012 06:00 Ég mætti auðvitað í skólann, sex ára gömul, því ég vissi að það var það sem allir gerðu. En ég var hrædd, alveg dauðhrædd. Fyrstu tuttugu ár lífs míns einkenndust af tvennu: Feimni og óöryggi. Ég roðnaði og stamaði þegar ég átti að lesa upphátt fyrir bekkinn. Ekki því ég gæti illa lesið heldur því þá beindist athyglin að mér. Og það var vont. Ég vildi vera ósýnileg. Mér gekk illa að eignast vini og ég hélt mig inni í minni skel. Eins furðulega og það kann að hljóma þá hugsaði ég stundum um það eftir á af hverju í ósköpunum ég var ekki lögð í einelti. Krakkarnir létu mig bara í friði. Svo varð ég eldri, byrjaði að reykja, byrjaði að drekka og sat löngum stundum niðri á Lækjartorgi með vinkonum mínum, í hermannaklossum og útkrotuðum jakka úr Vinnufatabúðinni. Ókunnugt fólk sem gekk framhjá kastaði stundum í okkur klinki og sagði okkur að kaupa okkur líf. Í tíunda bekk var ég send burt í heimavistarskóla. Ég var enn í miklum mótþróa og henti bókstaflega í ruslið þeim bókum sem ég fékk þá sem verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur (fyrirgefið mér, bókagjafar). Líklega hef ég verið átján ára þegar ég fékk nóg. Ég gafst upp á að fela mig og sagði óöryggi mínu stríð á hendur. Seinna lærði ég að það sem ég þarna tileinkaði mér kallaðist að fara út fyrir þægindarammann. Ég fór á námskeið hjá Dale Carnegie, ég hélt hryllilegar ræður í brúðkaupum og ég gerði mig að fífli. Ég hef haldið skemmtiræður þar sem brosin eru vandræðaleg. Ég hef farið heim og grátið mig í svefn yfir því hvernig ég hef opinberað hvað ég er mikill vitleysingur. Þetta rifjaðist allt upp fyrir mér nýverið þegar ég þurfti að halda stutta tölu. Að henni lokinni var ég stolt og fannst ég hafa komið máli mínu vel til skila. Ég hugsaði að þetta hefði hana litlu mig aldrei grunað. Hvert einasta ranga skref, hver vitleysan á fætur annarri, hver mistökin – allt er þetta hluti af því sem ég er í dag. Þetta var vinna, margra ára vinna sem enn stendur yfir. Mitt ráð til þín: Farðu út fyrir þægindarammann. Ögraðu sjálfum þér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Erla Hlynsdóttir Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Ég mætti auðvitað í skólann, sex ára gömul, því ég vissi að það var það sem allir gerðu. En ég var hrædd, alveg dauðhrædd. Fyrstu tuttugu ár lífs míns einkenndust af tvennu: Feimni og óöryggi. Ég roðnaði og stamaði þegar ég átti að lesa upphátt fyrir bekkinn. Ekki því ég gæti illa lesið heldur því þá beindist athyglin að mér. Og það var vont. Ég vildi vera ósýnileg. Mér gekk illa að eignast vini og ég hélt mig inni í minni skel. Eins furðulega og það kann að hljóma þá hugsaði ég stundum um það eftir á af hverju í ósköpunum ég var ekki lögð í einelti. Krakkarnir létu mig bara í friði. Svo varð ég eldri, byrjaði að reykja, byrjaði að drekka og sat löngum stundum niðri á Lækjartorgi með vinkonum mínum, í hermannaklossum og útkrotuðum jakka úr Vinnufatabúðinni. Ókunnugt fólk sem gekk framhjá kastaði stundum í okkur klinki og sagði okkur að kaupa okkur líf. Í tíunda bekk var ég send burt í heimavistarskóla. Ég var enn í miklum mótþróa og henti bókstaflega í ruslið þeim bókum sem ég fékk þá sem verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur (fyrirgefið mér, bókagjafar). Líklega hef ég verið átján ára þegar ég fékk nóg. Ég gafst upp á að fela mig og sagði óöryggi mínu stríð á hendur. Seinna lærði ég að það sem ég þarna tileinkaði mér kallaðist að fara út fyrir þægindarammann. Ég fór á námskeið hjá Dale Carnegie, ég hélt hryllilegar ræður í brúðkaupum og ég gerði mig að fífli. Ég hef haldið skemmtiræður þar sem brosin eru vandræðaleg. Ég hef farið heim og grátið mig í svefn yfir því hvernig ég hef opinberað hvað ég er mikill vitleysingur. Þetta rifjaðist allt upp fyrir mér nýverið þegar ég þurfti að halda stutta tölu. Að henni lokinni var ég stolt og fannst ég hafa komið máli mínu vel til skila. Ég hugsaði að þetta hefði hana litlu mig aldrei grunað. Hvert einasta ranga skref, hver vitleysan á fætur annarri, hver mistökin – allt er þetta hluti af því sem ég er í dag. Þetta var vinna, margra ára vinna sem enn stendur yfir. Mitt ráð til þín: Farðu út fyrir þægindarammann. Ögraðu sjálfum þér.