Samgöngur eru líka forvarnir Steinunn Stefánsdóttir skrifar 26. nóvember 2012 06:00 Nú þegar tekist hefur að koma böndum á farsóttir, sem áður voru helsta heilbrigðisógnin, stafar heilsu Vesturlandabúa helst ógn af lifnaðarháttum sínum; lifnaðarháttum sem flestir eru kenndir við velmegun. Nýr heimsfaraldur er þannig í uppsiglingu að mati læknanna Vilmundar Guðnasonar, forstöðulæknis Hjartaverndar, og Karls Andersen, prófessors í hjartalækningum, sem nýverið birtu grein í Læknablaðinu þar sem fjallað var um langvinna sjúkdóma sem heimsfaraldur 21. aldarinnar. Að þeirra mati er vandinn sem hlýst af svokölluðum lífsstílssjúkdómum að sliga heilbrigðiskerfið og stendur hagvexti í heiminum fyrir þrifum. Langvinnir sjúkdómar valda nú 65 prósentum dauðsfalla í heiminum en 85 prósentum ef eingöngu er litið til Evrópu. Þetta eru hjarta- og æðasjúkdómar, langvinnir lungnasjúkdómar, krabbamein og sykursýki. Vissulega hefur veruleg framþróun orðið í lækningum við þessum sjúkdómum. Hitt liggur fyrir að mun árangursríkara er að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir sjúkdómana. Ávinningurinn af því er hvort tveggja minni kostnaður í heilbrigðiskerfinu og hitt sem ekki er minna um vert; meiri lífsgæði. Forvarnirnar eru tvenns konar. Annars vegar er um að ræða fræðslu og aðrar aðgerðir sem hafa það markmið að breyta því neyslumynstri sem faraldrinum veldur. Hins vegar er um að ræða svokallaða skimun sem beint er að tilteknum hópum sem vegna aldurs, erfða eða lífsstíls eru líklegri en aðrir til að fá tiltekna sjúkdóma. Þá er leitað að byrjunareinkennum sjúkdóma í því skyni að snúa við þróun eða lækna þá á byrjunarstigi. Skimunin skilar sannarlega árangri. Til þess að hún gagnist þarf þó bæði að bera sig eftir henni og greiða fyrir hana úr eigin vasa. Flest stéttarfélög taka raunar þátt í þessum kostnaði eða greiða hann til fulls en einnig þarf að bera sig eftir því, auk þess sem styrkurinn ber skatt. Ljóst er að auka mætti skilvirkni skimunar með því að greiða aðgengi að henni. Forvarnir sem stuðla að því að breyta lífsháttum fólks til að draga úr hættunni á langvinnum sjúkdómum skipta þó ekki síður máli. Fyrir tilstilli slíkra forvarna hefur stórlega dregið úr reykingum undanfarna áratugi og árangurinn birtist í stórfækkun dauðsfalla af völdum kransæðasjúkdóma. Fyrirbyggjandi forvarnir felast þó ekki bara í því að auka þekkingu fólks á skaðsemi óhollra lifnaðarhátta. Stjórnvöld geta með margvíslegum hætti stuðlað að auknu heilbrigði með óbeinum hætti, aðgerðum sem alls ekki flokkast undir heilbrigðismál. Nefna má skipulags- og samgöngumál. Uppbygging hjólastíga og skilvirkara almenningssamgangnakerfi er til dæmis meðal annars lýðheilsumál. Skólamatur er annað dæmi. Stjórnvöld eiga þess ekki kost, sem betur fer, að fara inn á heimili fólks og fylgjast með því hvað þar er í matinn. Það er hins vegar lágmarkskrafa að það mataruppeldi sem fram fer í ranni skólakerfisins sé til þess fallið að ala upp fólk sem líklegra er til að velja mat sem nærir og byggir upp fremur en mat sem ekki bara er rýr að næringu heldur stuðlar beinlínis að verri heilsu. Baráttan gegn heimsfaraldri 21. aldarinnar felst þannig ekki síst í því að byggja upp samfélag þar sem hvatt er til heilbrigðs lífernis með margvíslegum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun
Nú þegar tekist hefur að koma böndum á farsóttir, sem áður voru helsta heilbrigðisógnin, stafar heilsu Vesturlandabúa helst ógn af lifnaðarháttum sínum; lifnaðarháttum sem flestir eru kenndir við velmegun. Nýr heimsfaraldur er þannig í uppsiglingu að mati læknanna Vilmundar Guðnasonar, forstöðulæknis Hjartaverndar, og Karls Andersen, prófessors í hjartalækningum, sem nýverið birtu grein í Læknablaðinu þar sem fjallað var um langvinna sjúkdóma sem heimsfaraldur 21. aldarinnar. Að þeirra mati er vandinn sem hlýst af svokölluðum lífsstílssjúkdómum að sliga heilbrigðiskerfið og stendur hagvexti í heiminum fyrir þrifum. Langvinnir sjúkdómar valda nú 65 prósentum dauðsfalla í heiminum en 85 prósentum ef eingöngu er litið til Evrópu. Þetta eru hjarta- og æðasjúkdómar, langvinnir lungnasjúkdómar, krabbamein og sykursýki. Vissulega hefur veruleg framþróun orðið í lækningum við þessum sjúkdómum. Hitt liggur fyrir að mun árangursríkara er að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir sjúkdómana. Ávinningurinn af því er hvort tveggja minni kostnaður í heilbrigðiskerfinu og hitt sem ekki er minna um vert; meiri lífsgæði. Forvarnirnar eru tvenns konar. Annars vegar er um að ræða fræðslu og aðrar aðgerðir sem hafa það markmið að breyta því neyslumynstri sem faraldrinum veldur. Hins vegar er um að ræða svokallaða skimun sem beint er að tilteknum hópum sem vegna aldurs, erfða eða lífsstíls eru líklegri en aðrir til að fá tiltekna sjúkdóma. Þá er leitað að byrjunareinkennum sjúkdóma í því skyni að snúa við þróun eða lækna þá á byrjunarstigi. Skimunin skilar sannarlega árangri. Til þess að hún gagnist þarf þó bæði að bera sig eftir henni og greiða fyrir hana úr eigin vasa. Flest stéttarfélög taka raunar þátt í þessum kostnaði eða greiða hann til fulls en einnig þarf að bera sig eftir því, auk þess sem styrkurinn ber skatt. Ljóst er að auka mætti skilvirkni skimunar með því að greiða aðgengi að henni. Forvarnir sem stuðla að því að breyta lífsháttum fólks til að draga úr hættunni á langvinnum sjúkdómum skipta þó ekki síður máli. Fyrir tilstilli slíkra forvarna hefur stórlega dregið úr reykingum undanfarna áratugi og árangurinn birtist í stórfækkun dauðsfalla af völdum kransæðasjúkdóma. Fyrirbyggjandi forvarnir felast þó ekki bara í því að auka þekkingu fólks á skaðsemi óhollra lifnaðarhátta. Stjórnvöld geta með margvíslegum hætti stuðlað að auknu heilbrigði með óbeinum hætti, aðgerðum sem alls ekki flokkast undir heilbrigðismál. Nefna má skipulags- og samgöngumál. Uppbygging hjólastíga og skilvirkara almenningssamgangnakerfi er til dæmis meðal annars lýðheilsumál. Skólamatur er annað dæmi. Stjórnvöld eiga þess ekki kost, sem betur fer, að fara inn á heimili fólks og fylgjast með því hvað þar er í matinn. Það er hins vegar lágmarkskrafa að það mataruppeldi sem fram fer í ranni skólakerfisins sé til þess fallið að ala upp fólk sem líklegra er til að velja mat sem nærir og byggir upp fremur en mat sem ekki bara er rýr að næringu heldur stuðlar beinlínis að verri heilsu. Baráttan gegn heimsfaraldri 21. aldarinnar felst þannig ekki síst í því að byggja upp samfélag þar sem hvatt er til heilbrigðs lífernis með margvíslegum hætti.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun