Um þjónustu við börn Sóley Tómasdóttir skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. Í dag er opinber þjónusta tryggð fyrir öll börn, frá fæðingu til 18 ára aldurs, fyrir utan 15 mánaða tímabil á fyrstu tveimur æviárunum. Dagforeldrar gegna mikilvægu hlutverki fyrir börn og foreldra á þessum aldri, vinna afar gott starf og brúa bilið með ágætum. Þjónustan er þó ekki á forræði hins opinbera. Sveitarfélögin greiða niður þjónustuna, þau setja henni ákveðinn ramma og hafa með henni eftirlit, en þau veita ekki þjónustuna. Það er rétt hjá Sigrúnu Eddu, að tillaga mín laut í raun ekki að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, það er réttilega brúað með þjónustu dagforeldra og einkarekinna ungbarnaleikskóla. Tillagan laut að því að brúa bilið í opinberri þjónustu, því það er sannarlega til staðar. Það er staðföst skoðun mín að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, eigi að bjóða upp á þjónustu fyrir öll börn, frá fæðingu þar til sjálfræði er náð. Ástæðan er þessi: Opinber þjónusta er hluti af samfélagslega ábyrgu velferðarsamfélagi. Hún er sá hluti þjónustunnar sem við viljum reka sameiginlega, við kjósum okkur fulltrúa til að móta stefnu og sinna eftirliti og við greiðum fyrir hana að stærstum hluta með framlagi í sameiginlegan sveitarsjóð. Til viðbótar við þessa opinberu þjónustu eru svo ýmsir valkostir sem margir kjósa að nýta sér af ýmsum ástæðum og því vil ég árétta að ég er ekki að leggja til að þjónusta dagforeldra leggist af. Hún er sjálfsagður og eðlilegur valkostur sem má endilega vera áfram til staðar fyrir þá foreldra sem það kjósa. Ég bind vonir við að viðræðurnar skili þeim árangri sem fyrst að sameiginlega axli ríki og sveitarfélög þá ábyrgð að tryggja opinbera þjónustu fyrir öll börn, svo foreldrar hafi raunverulegt val. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. Í dag er opinber þjónusta tryggð fyrir öll börn, frá fæðingu til 18 ára aldurs, fyrir utan 15 mánaða tímabil á fyrstu tveimur æviárunum. Dagforeldrar gegna mikilvægu hlutverki fyrir börn og foreldra á þessum aldri, vinna afar gott starf og brúa bilið með ágætum. Þjónustan er þó ekki á forræði hins opinbera. Sveitarfélögin greiða niður þjónustuna, þau setja henni ákveðinn ramma og hafa með henni eftirlit, en þau veita ekki þjónustuna. Það er rétt hjá Sigrúnu Eddu, að tillaga mín laut í raun ekki að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, það er réttilega brúað með þjónustu dagforeldra og einkarekinna ungbarnaleikskóla. Tillagan laut að því að brúa bilið í opinberri þjónustu, því það er sannarlega til staðar. Það er staðföst skoðun mín að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, eigi að bjóða upp á þjónustu fyrir öll börn, frá fæðingu þar til sjálfræði er náð. Ástæðan er þessi: Opinber þjónusta er hluti af samfélagslega ábyrgu velferðarsamfélagi. Hún er sá hluti þjónustunnar sem við viljum reka sameiginlega, við kjósum okkur fulltrúa til að móta stefnu og sinna eftirliti og við greiðum fyrir hana að stærstum hluta með framlagi í sameiginlegan sveitarsjóð. Til viðbótar við þessa opinberu þjónustu eru svo ýmsir valkostir sem margir kjósa að nýta sér af ýmsum ástæðum og því vil ég árétta að ég er ekki að leggja til að þjónusta dagforeldra leggist af. Hún er sjálfsagður og eðlilegur valkostur sem má endilega vera áfram til staðar fyrir þá foreldra sem það kjósa. Ég bind vonir við að viðræðurnar skili þeim árangri sem fyrst að sameiginlega axli ríki og sveitarfélög þá ábyrgð að tryggja opinbera þjónustu fyrir öll börn, svo foreldrar hafi raunverulegt val.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun