Sendiboðaskyttirí Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. september 2012 06:00 Það er vinsæl íþrótt að skjóta boðbera vondra tíðinda, fremur en að horfast í augu við fréttirnar sem þeir flytja. Ríkisendurskoðun tekur fullan þátt í þessum leik með viðbrögðum sínum við umfjöllun Kastljóss Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Þar var upplýst að stofnunin hefði árið 2004 fengið það verkefni hjá Alþingi að kanna mikinn umframkostnað skattgreiðenda við innleiðingu fjárhagsupplýsingakerfis ríkisins. Átta árum síðar hefur engri skýrslu verið skilað, en Kastljósið komst í skýrsludrög frá 2009, þar sem farið er hörðum orðum um klúður, sem leiddi af sér þennan mikla kostnaðarauka. Fyrstu viðbrögð Ríkisendurskoðunar voru að vekja annars vegar athygli á að skýrslan væri ekki fullbúin og enn ætti eftir að afla andmæla við henni. Æsingurinn í stofnuninni yfir þessum hluta málsins væri skiljanlegri ef um væri að ræða mál, sem væri í eðlilegu ferli og ekki hefði gefizt tími til að afla andmæla hjá málsaðilum. Þrjú ár verða hins vegar að teljast nægur tími til þess, að ekki sé talað um átta. Hins vegar gerði Ríkisendurskoðun mikið úr því að gögnin hefðu komizt til Kastljóssins með ólögmætum hætti. Í gærmorgun var málið tilkynnt til lögreglu og Ríkisendurskoðandi sagðist hafa rætt við forstjóra fjársýslu ríkisins hvort ástæða væri til að krefjast lögbanns á framhaldsumfjöllun Kastljóssins. Hér tekur Ríkisendurskoðun skakkan pól í hæðina. Í umfjöllun Kastljóssins voru tvær merkilegar fréttir, sem báðar eiga fullt erindi við almenning. Annars vegar efni skýrsludraganna og hins vegar að eftirlitsstofnun Alþingis skuli vera með mál sem varðar mikla hagsmuni skattgreiðenda í vinnslu í átta ár og nái ekki að klára það, þrátt fyrir fyrirspurnir frá þingmönnum. Ríkisendurskoðun á að einbeita sér að því að útskýra sinn hlut í málinu, í stað þess að eltast við heimildarmann RÚV. Það virðist hafa gleymzt hjá stofnuninni að Alþingi, sem hún starfar fyrir, samþykkti 2010 þingsályktun um að Ísland ætti að skapa sér lagalega sérstöðu um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Meðal þess sem stýrihópur sem vinnur að framgangi ályktunarinnar á að skoða er hvort rétt sé að styrkja vernd afhjúpenda og breyta ákvæðum um þagnarskyldu ríkisstarfsmanna í því skyni. Stóra skýrslumálið virðist skólabókardæmi um mál, þar sem heimildarmaður fjölmiðils á einmitt að njóta slíkrar verndar. Hópurinn skoðar líka hvort rétt sé að afnema eða takmarka heimildir til lögbanns vegna væntanlegrar birtingar efnis í fjölmiðlum. Viðbrögð Ríkisendurskoðunar eru þeim mun frekar á skjön sem stofnunin er oft fengin til að fara ofan í mál, sem komu til af því að upplýsingar sem stjórnsýslan vildi alls ekki að færu á flakk urðu opinberar. Nýlegt dæmi er Árbótarmálið svokallaða. Það hófst með því að Fréttablaðið sagði frá því og birti meðal annars tölvupóstsamskipti tveggja ráðherra, sem annar þeirra sakaði opinbera stofnun um að hafa lekið. Tölvupóstarnir voru reyndar afhentir með tilvísan til ákvæða upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum stjórnsýslunnar. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu í framhaldinu og skammaði stjórnmálamennina. Nú dugar víst ekki að hóa í Ríkisendurskoðun til að fara ofan í saumana á þessu átta ára gaufi í stóru máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun
Það er vinsæl íþrótt að skjóta boðbera vondra tíðinda, fremur en að horfast í augu við fréttirnar sem þeir flytja. Ríkisendurskoðun tekur fullan þátt í þessum leik með viðbrögðum sínum við umfjöllun Kastljóss Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Þar var upplýst að stofnunin hefði árið 2004 fengið það verkefni hjá Alþingi að kanna mikinn umframkostnað skattgreiðenda við innleiðingu fjárhagsupplýsingakerfis ríkisins. Átta árum síðar hefur engri skýrslu verið skilað, en Kastljósið komst í skýrsludrög frá 2009, þar sem farið er hörðum orðum um klúður, sem leiddi af sér þennan mikla kostnaðarauka. Fyrstu viðbrögð Ríkisendurskoðunar voru að vekja annars vegar athygli á að skýrslan væri ekki fullbúin og enn ætti eftir að afla andmæla við henni. Æsingurinn í stofnuninni yfir þessum hluta málsins væri skiljanlegri ef um væri að ræða mál, sem væri í eðlilegu ferli og ekki hefði gefizt tími til að afla andmæla hjá málsaðilum. Þrjú ár verða hins vegar að teljast nægur tími til þess, að ekki sé talað um átta. Hins vegar gerði Ríkisendurskoðun mikið úr því að gögnin hefðu komizt til Kastljóssins með ólögmætum hætti. Í gærmorgun var málið tilkynnt til lögreglu og Ríkisendurskoðandi sagðist hafa rætt við forstjóra fjársýslu ríkisins hvort ástæða væri til að krefjast lögbanns á framhaldsumfjöllun Kastljóssins. Hér tekur Ríkisendurskoðun skakkan pól í hæðina. Í umfjöllun Kastljóssins voru tvær merkilegar fréttir, sem báðar eiga fullt erindi við almenning. Annars vegar efni skýrsludraganna og hins vegar að eftirlitsstofnun Alþingis skuli vera með mál sem varðar mikla hagsmuni skattgreiðenda í vinnslu í átta ár og nái ekki að klára það, þrátt fyrir fyrirspurnir frá þingmönnum. Ríkisendurskoðun á að einbeita sér að því að útskýra sinn hlut í málinu, í stað þess að eltast við heimildarmann RÚV. Það virðist hafa gleymzt hjá stofnuninni að Alþingi, sem hún starfar fyrir, samþykkti 2010 þingsályktun um að Ísland ætti að skapa sér lagalega sérstöðu um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Meðal þess sem stýrihópur sem vinnur að framgangi ályktunarinnar á að skoða er hvort rétt sé að styrkja vernd afhjúpenda og breyta ákvæðum um þagnarskyldu ríkisstarfsmanna í því skyni. Stóra skýrslumálið virðist skólabókardæmi um mál, þar sem heimildarmaður fjölmiðils á einmitt að njóta slíkrar verndar. Hópurinn skoðar líka hvort rétt sé að afnema eða takmarka heimildir til lögbanns vegna væntanlegrar birtingar efnis í fjölmiðlum. Viðbrögð Ríkisendurskoðunar eru þeim mun frekar á skjön sem stofnunin er oft fengin til að fara ofan í mál, sem komu til af því að upplýsingar sem stjórnsýslan vildi alls ekki að færu á flakk urðu opinberar. Nýlegt dæmi er Árbótarmálið svokallaða. Það hófst með því að Fréttablaðið sagði frá því og birti meðal annars tölvupóstsamskipti tveggja ráðherra, sem annar þeirra sakaði opinbera stofnun um að hafa lekið. Tölvupóstarnir voru reyndar afhentir með tilvísan til ákvæða upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum stjórnsýslunnar. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu í framhaldinu og skammaði stjórnmálamennina. Nú dugar víst ekki að hóa í Ríkisendurskoðun til að fara ofan í saumana á þessu átta ára gaufi í stóru máli.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun