Kaldur dagur í helvíti 10. september 2012 09:16 Gagnrýnandinn Þorgils gefur íslensku spennumyndinni Frost bara eina stjörnu. Mynd/bjarni gríms Fátt er verra fyrir spennutrylli en spennufall, en það er eiginlega besta orðið til að lýsa kvikmyndinni Frosti. Kynningarherferð myndarinnar lofaði nokkuð góðu þó hún hafi óneitanlega vakið upp minningar um Blair Witch-fyrirbærið sem tröllreið kvikmyndaiðnaðinum fyrir aldamót. Augljóslega átti að búa til eftirvæntingu og það tókst að vissu leyti. Íslenskir spennutryllar eru ekki í bíó í hverri viku og hugmyndin er ekki slæm. Ungt par, mastersneminn Agla og kvikmyndagerðarmaðurinn Gunnar sem eru leikin af Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Birni Thors, vaknar í rannsóknarbúðum uppi á jökli og uppgötva eftir því sem líður á daginn að allir félagar þeirra úr rannsóknarleiðangrinum eru á bak og burt. Dularfullir og ógnvænlegir atburðir fara að gerast og sífellt syrtir í álinn hjá söguhetjunum okkar sem eru ein og yfirgefin í einskismannslandi þar sem náttúruöflin sýna þeim enga miskunn. Það er erfitt að fara yfir myndina án þess að gefa of mikið upp um söguþráðinn, en hitt má segja að framvindan er óhemju hæg fyrir hlé þar sem þau Agla og Gunnar velta fyrir sér hvert félagar þeirra gætu hafa farið. Spennan og hryllingurinn sem liggja undir, láta bíða eftir sér og birtast svo ekki nema rétt í skötulíki. Loks er niðurlagið endaslappt svo ekki sé dýpra í árina tekið. Það er oftar en ekki til marks um góða kvikmynd og ánægjulega kvöldstund þegar áhorfendur yfirgefa salinn með höfuðið fullt af spurningum, en í þessu tilfelli spurðu sig flestir hvort myndin væri í alvörunni búin. Það sem má þó segja myndinni til hróss er að leikstjórinn, Reynir Lyngdal, nær að skapa nokkuð góða umgjörð um þau Öglu og Gunnar. Leikmyndin og útlitið er sannfærandi, allt hljóð er vel unnið og Reynir kemur ágætlega til skila ákveðnum votti af innilokunarkennd og ónotum, án þess þó að það grípi áhorfandann fyllilega. Þau Anna Gunndís og Björn skila sínum hlutverkum vel og er ekki við þau að sakast þótt heildarútkoman sé nokkuð döpur og skilji ekkert eftir sig. Þó að Frost hafi vissulega eitt og annað til síns ágætis er það einfaldlega ekki nóg þegar sagan heldur ekki og þá ekki myndin sjálf. Niðurstaðan er því vonbrigði. Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Fátt er verra fyrir spennutrylli en spennufall, en það er eiginlega besta orðið til að lýsa kvikmyndinni Frosti. Kynningarherferð myndarinnar lofaði nokkuð góðu þó hún hafi óneitanlega vakið upp minningar um Blair Witch-fyrirbærið sem tröllreið kvikmyndaiðnaðinum fyrir aldamót. Augljóslega átti að búa til eftirvæntingu og það tókst að vissu leyti. Íslenskir spennutryllar eru ekki í bíó í hverri viku og hugmyndin er ekki slæm. Ungt par, mastersneminn Agla og kvikmyndagerðarmaðurinn Gunnar sem eru leikin af Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Birni Thors, vaknar í rannsóknarbúðum uppi á jökli og uppgötva eftir því sem líður á daginn að allir félagar þeirra úr rannsóknarleiðangrinum eru á bak og burt. Dularfullir og ógnvænlegir atburðir fara að gerast og sífellt syrtir í álinn hjá söguhetjunum okkar sem eru ein og yfirgefin í einskismannslandi þar sem náttúruöflin sýna þeim enga miskunn. Það er erfitt að fara yfir myndina án þess að gefa of mikið upp um söguþráðinn, en hitt má segja að framvindan er óhemju hæg fyrir hlé þar sem þau Agla og Gunnar velta fyrir sér hvert félagar þeirra gætu hafa farið. Spennan og hryllingurinn sem liggja undir, láta bíða eftir sér og birtast svo ekki nema rétt í skötulíki. Loks er niðurlagið endaslappt svo ekki sé dýpra í árina tekið. Það er oftar en ekki til marks um góða kvikmynd og ánægjulega kvöldstund þegar áhorfendur yfirgefa salinn með höfuðið fullt af spurningum, en í þessu tilfelli spurðu sig flestir hvort myndin væri í alvörunni búin. Það sem má þó segja myndinni til hróss er að leikstjórinn, Reynir Lyngdal, nær að skapa nokkuð góða umgjörð um þau Öglu og Gunnar. Leikmyndin og útlitið er sannfærandi, allt hljóð er vel unnið og Reynir kemur ágætlega til skila ákveðnum votti af innilokunarkennd og ónotum, án þess þó að það grípi áhorfandann fyllilega. Þau Anna Gunndís og Björn skila sínum hlutverkum vel og er ekki við þau að sakast þótt heildarútkoman sé nokkuð döpur og skilji ekkert eftir sig. Þó að Frost hafi vissulega eitt og annað til síns ágætis er það einfaldlega ekki nóg þegar sagan heldur ekki og þá ekki myndin sjálf. Niðurstaðan er því vonbrigði.
Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira