Ótrúlega góðhjörtuð sál 31. ágúst 2012 10:00 Fjölskyldan samankomin Ari, Linda og Humar stilla sér upp fyrir jólakort fjölskyldunnar í fyrra.Mynd/fríður Eggertsdóttir „Humar kom inn í líf okkar fyrir þremur árum og á einmitt afmæli á morgun. Við fundum hann inni í skáp en þangað hafði hann flækst í flutningum og mátti dúsa þar einn og yfirgefinn í nokkurn tíma. Þegar við svo fundum hann var það ást við fyrstu sýn og hann hefur búið hjá okkur síðan þá og er mikill gleðigjafi," segja Linda Guðrún Karlsdóttir og Ari Eldjárn um Humar Linduson Eldjárn, sem varð landsþekktur á skömmum tíma fyrir skemmtilegar færslur á Facebook. Vinasíða Humars var stofnuð í febrúar árið 2010 og lengi vel átti hann aðeins 200 vini en í vor tók síðan óvæntan kipp og fyrir stuttu var vinatala Humars komin upp í fimm þúsund. „Hann var algerlega í skýjunum og það kom ekkert annað til greina hjá honum en að láta alla vini sína vita hvað þeir væru honum mikilvægir svo hann þakkaði þeim persónulega í þriggja klukkutíma langri þakkarræðu," segja þau. Það tók um tíu klukkustundir að taka upp umrædda þakkarræðu og að sögn Ara tók það verulega á raddböndin að lesa upp öll 5000 nöfnin. „Rödd Humars er verulega óþægileg fyrir hálsinn og oft þarf hann ekki að tala nema í nokkrar mínútur til að framkalla hæsi og raddleysi. En hann vill allt gera fyrir vini sína og með vatnsflösku og viljastyrk tókst þetta einhvern veginn." Innt eftir því hvort það fari ekki mikil vinna í að halda Facebook-síðu Humars virkri svara þau játandi. „Þetta er eins og tuttugu prósenta hlutastarf. Hann leggur mikið upp úr því að svara öllum. Við spyrjum Humar stundum hvernig hann nenni að standa í þessu en þá lítur hann hneykslaður upp frá tölvunni og segir: „tessir vera vinir med Humar!" – svo heldur hann bara áfram." Ari og Linda segja vinsældir Humars hafa komið þeim töluvert á óvart en að það hafi glatt þau að annað fólk skuli einnig hafa gaman af Humri. „Hann er ótrúlega góðhjörtuð og einlæg sál en getur líka reiðst mjög auðveldlega ef að honum er vegið og hikar ekki við að klípa frá sér. Stafsetningin og málfarið hans Humars eiga ábyggilega líka sinn þátt í vinsældum hans og svo röddin. En það sem gerir síðuna hans skemmtilega er fyrst og fremst allt humartengda efnið sem vinir hans hafa póstað á vegginn hans í gegnum tíðina." Þegar þau eru að lokum spurð út í framtíðaráform Humars segja þau framtíðina óráðna. „Draumurinn er að gera litla hljómplötu og jafnvel stuttar teiknimyndir." [email protected] Lífið Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Fleiri fréttir Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Birtir fyrstu myndina af sér með Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Sjá meira
„Humar kom inn í líf okkar fyrir þremur árum og á einmitt afmæli á morgun. Við fundum hann inni í skáp en þangað hafði hann flækst í flutningum og mátti dúsa þar einn og yfirgefinn í nokkurn tíma. Þegar við svo fundum hann var það ást við fyrstu sýn og hann hefur búið hjá okkur síðan þá og er mikill gleðigjafi," segja Linda Guðrún Karlsdóttir og Ari Eldjárn um Humar Linduson Eldjárn, sem varð landsþekktur á skömmum tíma fyrir skemmtilegar færslur á Facebook. Vinasíða Humars var stofnuð í febrúar árið 2010 og lengi vel átti hann aðeins 200 vini en í vor tók síðan óvæntan kipp og fyrir stuttu var vinatala Humars komin upp í fimm þúsund. „Hann var algerlega í skýjunum og það kom ekkert annað til greina hjá honum en að láta alla vini sína vita hvað þeir væru honum mikilvægir svo hann þakkaði þeim persónulega í þriggja klukkutíma langri þakkarræðu," segja þau. Það tók um tíu klukkustundir að taka upp umrædda þakkarræðu og að sögn Ara tók það verulega á raddböndin að lesa upp öll 5000 nöfnin. „Rödd Humars er verulega óþægileg fyrir hálsinn og oft þarf hann ekki að tala nema í nokkrar mínútur til að framkalla hæsi og raddleysi. En hann vill allt gera fyrir vini sína og með vatnsflösku og viljastyrk tókst þetta einhvern veginn." Innt eftir því hvort það fari ekki mikil vinna í að halda Facebook-síðu Humars virkri svara þau játandi. „Þetta er eins og tuttugu prósenta hlutastarf. Hann leggur mikið upp úr því að svara öllum. Við spyrjum Humar stundum hvernig hann nenni að standa í þessu en þá lítur hann hneykslaður upp frá tölvunni og segir: „tessir vera vinir med Humar!" – svo heldur hann bara áfram." Ari og Linda segja vinsældir Humars hafa komið þeim töluvert á óvart en að það hafi glatt þau að annað fólk skuli einnig hafa gaman af Humri. „Hann er ótrúlega góðhjörtuð og einlæg sál en getur líka reiðst mjög auðveldlega ef að honum er vegið og hikar ekki við að klípa frá sér. Stafsetningin og málfarið hans Humars eiga ábyggilega líka sinn þátt í vinsældum hans og svo röddin. En það sem gerir síðuna hans skemmtilega er fyrst og fremst allt humartengda efnið sem vinir hans hafa póstað á vegginn hans í gegnum tíðina." Þegar þau eru að lokum spurð út í framtíðaráform Humars segja þau framtíðina óráðna. „Draumurinn er að gera litla hljómplötu og jafnvel stuttar teiknimyndir." [email protected]
Lífið Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Fleiri fréttir Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Birtir fyrstu myndina af sér með Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Sjá meira