Dansar með glóðvolgar pitsurnar 29. ágúst 2012 10:00 Dansandi pitsusendill Þeir sem panta pitsu hjá Dominos í dag geta átt von á því að fá dansverk frá Ásrúnu Magnúsdóttur í kaupbæti. Fréttablaðið/stefán „Það má segja að ég sé að neyða fólk til að horfa á dansinn með að því að gera þetta svona," segir dansarinn Ásrún Magnúsdóttir, sem í dag gerist dansandi pitsusendill hjá Dominos. Verkefnið er hluti af Reykjavik Dance Festival sem er í fullum gangi þessa dagana en hugmyndin spratt er Ásrúnu langaði að ná til fólksins sem ekki endilega mætir til að horfa á dans undir venjulegum kringumstæðum. Hún er búin undir að þurfa að dansa við hinar ýmsu aðstæður, svo sem utandyra og á þröngum stigapöllum. „Það hefur alltaf verið leyndur draumur hjá mér að vera sendill. Það er eitthvað við búningana, derhúfuna og ekki síst litla sæta bílinn," segir Ásrún sem mætir til vinnu klukkan ellefu í dag og verður eitthvað fram eftir degi. „Það er víst ekki æskilegt að ég sé í kringum kvöldmatartímann, mér skilst að kúnnarnir eigi það til að vera pirraðir í kringum háannatímann." Ásrún útskrifaðist af leiklistar- og dansbraut LHÍ vorið 2011. Hún segir verkefnið ágætis tilraun sem fleiri listamenn geti tileinkað sér. Það að færa óviðbúnum áhorfanda, sem þó er að bíða eftir einhverju, listina getur orðið mjög forvitnilegt. „Ég er mjög spennt og smá stressuð yfir viðtökunum en atriðið stendur bara yfir í eina mínútu svo pitsan kólnar ekkert á meðan. En ef fólk er mjög óþreyjufullt getur það gjarna fengið sér eina sneið á meðan það horfir á dansinn. Það er bara stemning í því." - áp Lífið Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
„Það má segja að ég sé að neyða fólk til að horfa á dansinn með að því að gera þetta svona," segir dansarinn Ásrún Magnúsdóttir, sem í dag gerist dansandi pitsusendill hjá Dominos. Verkefnið er hluti af Reykjavik Dance Festival sem er í fullum gangi þessa dagana en hugmyndin spratt er Ásrúnu langaði að ná til fólksins sem ekki endilega mætir til að horfa á dans undir venjulegum kringumstæðum. Hún er búin undir að þurfa að dansa við hinar ýmsu aðstæður, svo sem utandyra og á þröngum stigapöllum. „Það hefur alltaf verið leyndur draumur hjá mér að vera sendill. Það er eitthvað við búningana, derhúfuna og ekki síst litla sæta bílinn," segir Ásrún sem mætir til vinnu klukkan ellefu í dag og verður eitthvað fram eftir degi. „Það er víst ekki æskilegt að ég sé í kringum kvöldmatartímann, mér skilst að kúnnarnir eigi það til að vera pirraðir í kringum háannatímann." Ásrún útskrifaðist af leiklistar- og dansbraut LHÍ vorið 2011. Hún segir verkefnið ágætis tilraun sem fleiri listamenn geti tileinkað sér. Það að færa óviðbúnum áhorfanda, sem þó er að bíða eftir einhverju, listina getur orðið mjög forvitnilegt. „Ég er mjög spennt og smá stressuð yfir viðtökunum en atriðið stendur bara yfir í eina mínútu svo pitsan kólnar ekkert á meðan. En ef fólk er mjög óþreyjufullt getur það gjarna fengið sér eina sneið á meðan það horfir á dansinn. Það er bara stemning í því." - áp
Lífið Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira