Betri tíð Árni Páll Árnason skrifar 9. ágúst 2012 06:00 Við höfum öll heyrt jákvæðar fréttir af stöðu efnahagsmála upp á síðkastið. Þessi mynd er mjög ólík þeirri sem blasti við fljótlega eftir hrun, þegar halli á ríkissjóði var á þriðja hundrað milljarða, hagkerfið dróst stöðugt saman, fjöldagjaldþrot fyrirtækja vofðu yfir og atvinnuleysi jókst frá mánuði til mánaðar. Hagvaxtarspá fyrir næsta og þarnæsta ár hljóðar upp á 2-3% hjá hinum ýmsu greiningaraðilum og aukið gjaldeyrisinnflæði styrkir gengi krónunnar þessa mánuði. Afgangur hefur verið á viðskiptum við útlönd frá hruni. Sérstakt ánægjuefni er að atvinnuleysi er að lækka hraðar en spár gerðu ráð fyrir og nýjustu tölur Hagstofunnar benda til að dregið hafi umtalsvert úr langtímaatvinnuleysi. Vanskil fyrirtækja hafa minnkað hratt og gjaldþrotum fyrirtækja fækkar milli ára. Ríkissjóðshallinn, sem var í upphafi kjörtímabils yfir 200 milljarðar króna, stefnir nú í að verða minni en tveir tugir milljarða og að jöfnuður náist á árinu 2014. Sumir tortryggja tölur um hagvöxt og telja hann að of miklu leyti byggðan á einkaneyslu og að fjárfesting sé of lítil. Staðreyndin er þó sú að öll lönd telja það mikilvægasta verkefni efnahagsstjórnar að almenningur finni til slíkrar öryggistilfinningar að fólk treysti sér til að eyða peningunum sínum. Við þekkjum sjálf hvernig einkaneysla féll algerlega saman í kjölfar hrunsins þegar afkomuóttinn varð öllu öðru yfirsterkari. Það er því beinlínis fagnaðarefni að einkaneysla sé hér nú svo mikil að hún hafi jákvæð hagvaxtaráhrif, ekki síst í ljósi þess að þótt yfirdráttarskuldir séu að hækka bendir enn fátt til að þessi aukna einkaneysla sé drifin áfram af aukinni skuldsetningu heimila. Þvert á móti er skuldsetning heimila í heild að minnka. Tölur um fjárfestingu eru vissulega lágar, en hafa verður í huga að fjárfesting var með mesta móti hér í aðdraganda hrunsins og því er umtalsverð fjárfesting líklega vannýtt í hagkerfinu. Sú offjárfesting er væntanlega að nýtast nú og dregur úr fjárfestingarþörf í hagkerfinu. Það heyrast líka áhyggjur af því að minnkað atvinnuleysi endurspegli ekki aukin umsvif í hagkerfinu og fjölgun starfa, heldur stafi frekar af því að fækkað hafi á vinnumarkaði samfara því að fleiri hafi leitað í nám eða flutt af landi brott. Þetta eru réttmætar efasemdir, en minnkun atvinnuleysis samkvæmt nýjustu mælingum er samt mun meiri en svo að skýrst geti af brottflutningi eða brotthvarfi fólks af vinnumarkaði. Við óttuðumst í upphafi niðursveiflunnar að langtímaatvinnuleysi myndi valda þeim sem fyrir því yrðu miklum erfiðleikum og skerða starfshæfni þeirra til langframa. Reynslan af kreppu Finna í upphafi níunda áratugarins gaf til kynna að 90% langtímaatvinnulausra ættu ekki afturkvæmt á vinnumarkað. Þeirra biði líf án starfsgetu á örorkubótum. Ungt fólk án menntunar væri í sérstakri hættu. Allar okkar aðgerðir hafa því miðað að því að fjárfesta í fólki og draga úr líkunum á því að við myndum lenda í sömu stöðu. Sérstakt ánægjuefni er því fækkun í hópi langtímaatvinnulausra samkvæmt nýjustu tölum, sem er ekki hægt að skýra með því að þeir hafi horfið af vinnumarkaði í nám eða glatað starfshæfni. Allar þær aðgerðir sem við höfum staðið fyrir til að auka menntunarstig atvinnulauss fólks eru að skila tvíþættum árangri: Þær draga úr framboði á vinnumarkaði á tímum þegar offramboð er af vinnuafli án starfsmenntunar og skila betra samfélagi, virðismeiri störfum og ánægðari einstaklingum þegar upp er staðið. Allar þjóðir með skýra sýn um samkeppnishæfni sína freista þess að nýta erfiðleikatíma á vinnumarkaði til að bæta starfsmenntun þeirra sem missa vinnuna og leggja þannig grunn fyrir betri framtíð. Við höfum fjárfest í fólki og munum uppskera árangur af því. Með sama hætti má sjá árangurinn af áherslu stjórnvalda á lækkun skulda heimila og fyrirtækja í lækkandi skuldum heimilanna og því að kúfur í gjaldþrotahrinu fyrirtækja virðist að baki. Mikill fjöldi fyrirtækja fór í þrot, en það voru að stærstum hluta eignarhaldsfyrirtæki án eiginlegs rekstrar eða bólufyrirtæki með fallnar forsendur. Það var engin sérstök ástæða til að gráta að verslunarfyrirtæki með lúxusvörur, svo dæmi sé tekið, færu í þrot. Við því var einfaldlega ekkert að gera. Eftirspurnin var horfin. Hitt skipti meira máli að koma í veg fyrir að fyrirtæki með heilbrigðar rekstrarforsendur þyrftu að fara í þrot. Þess vegna réðumst við í stórátak til að lækka skuldir heimila og fyrirtækja, án þess að tugþúsundir einstaklinga og fyrirtækja þyrftu að fara hina hefðbundnu gjaldþrotaleið. Nú þegar eru þúsundir einstaklinga búnar að fá skuldir lækkaðar að greiðslugetu og enn bíður fjöldi úrlausnar hjá umboðsmanni skuldara. Þegar er búið að lækka skuldastöðu þúsunda rekstrarhæfra fyrirtækja og gera þeim þannig kleift að halda áfram rekstri. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði afleiðingin orðið enn meira atvinnuleysi, enn dýpri kreppa, enn fleiri gjaldþrot og langvinnt samfélagstjón. Þessi árangur hefur ekki komið af sjálfu sér. Efnahagsstefna sú sem núverandi ríkisstjórn hefur fylgt og mótuð var í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn strax eftir hrun, hefur verið forsenda þessa árangurs. Um þá stefnu og sérkenni hennar, fjalla ég betur í næstu grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Við höfum öll heyrt jákvæðar fréttir af stöðu efnahagsmála upp á síðkastið. Þessi mynd er mjög ólík þeirri sem blasti við fljótlega eftir hrun, þegar halli á ríkissjóði var á þriðja hundrað milljarða, hagkerfið dróst stöðugt saman, fjöldagjaldþrot fyrirtækja vofðu yfir og atvinnuleysi jókst frá mánuði til mánaðar. Hagvaxtarspá fyrir næsta og þarnæsta ár hljóðar upp á 2-3% hjá hinum ýmsu greiningaraðilum og aukið gjaldeyrisinnflæði styrkir gengi krónunnar þessa mánuði. Afgangur hefur verið á viðskiptum við útlönd frá hruni. Sérstakt ánægjuefni er að atvinnuleysi er að lækka hraðar en spár gerðu ráð fyrir og nýjustu tölur Hagstofunnar benda til að dregið hafi umtalsvert úr langtímaatvinnuleysi. Vanskil fyrirtækja hafa minnkað hratt og gjaldþrotum fyrirtækja fækkar milli ára. Ríkissjóðshallinn, sem var í upphafi kjörtímabils yfir 200 milljarðar króna, stefnir nú í að verða minni en tveir tugir milljarða og að jöfnuður náist á árinu 2014. Sumir tortryggja tölur um hagvöxt og telja hann að of miklu leyti byggðan á einkaneyslu og að fjárfesting sé of lítil. Staðreyndin er þó sú að öll lönd telja það mikilvægasta verkefni efnahagsstjórnar að almenningur finni til slíkrar öryggistilfinningar að fólk treysti sér til að eyða peningunum sínum. Við þekkjum sjálf hvernig einkaneysla féll algerlega saman í kjölfar hrunsins þegar afkomuóttinn varð öllu öðru yfirsterkari. Það er því beinlínis fagnaðarefni að einkaneysla sé hér nú svo mikil að hún hafi jákvæð hagvaxtaráhrif, ekki síst í ljósi þess að þótt yfirdráttarskuldir séu að hækka bendir enn fátt til að þessi aukna einkaneysla sé drifin áfram af aukinni skuldsetningu heimila. Þvert á móti er skuldsetning heimila í heild að minnka. Tölur um fjárfestingu eru vissulega lágar, en hafa verður í huga að fjárfesting var með mesta móti hér í aðdraganda hrunsins og því er umtalsverð fjárfesting líklega vannýtt í hagkerfinu. Sú offjárfesting er væntanlega að nýtast nú og dregur úr fjárfestingarþörf í hagkerfinu. Það heyrast líka áhyggjur af því að minnkað atvinnuleysi endurspegli ekki aukin umsvif í hagkerfinu og fjölgun starfa, heldur stafi frekar af því að fækkað hafi á vinnumarkaði samfara því að fleiri hafi leitað í nám eða flutt af landi brott. Þetta eru réttmætar efasemdir, en minnkun atvinnuleysis samkvæmt nýjustu mælingum er samt mun meiri en svo að skýrst geti af brottflutningi eða brotthvarfi fólks af vinnumarkaði. Við óttuðumst í upphafi niðursveiflunnar að langtímaatvinnuleysi myndi valda þeim sem fyrir því yrðu miklum erfiðleikum og skerða starfshæfni þeirra til langframa. Reynslan af kreppu Finna í upphafi níunda áratugarins gaf til kynna að 90% langtímaatvinnulausra ættu ekki afturkvæmt á vinnumarkað. Þeirra biði líf án starfsgetu á örorkubótum. Ungt fólk án menntunar væri í sérstakri hættu. Allar okkar aðgerðir hafa því miðað að því að fjárfesta í fólki og draga úr líkunum á því að við myndum lenda í sömu stöðu. Sérstakt ánægjuefni er því fækkun í hópi langtímaatvinnulausra samkvæmt nýjustu tölum, sem er ekki hægt að skýra með því að þeir hafi horfið af vinnumarkaði í nám eða glatað starfshæfni. Allar þær aðgerðir sem við höfum staðið fyrir til að auka menntunarstig atvinnulauss fólks eru að skila tvíþættum árangri: Þær draga úr framboði á vinnumarkaði á tímum þegar offramboð er af vinnuafli án starfsmenntunar og skila betra samfélagi, virðismeiri störfum og ánægðari einstaklingum þegar upp er staðið. Allar þjóðir með skýra sýn um samkeppnishæfni sína freista þess að nýta erfiðleikatíma á vinnumarkaði til að bæta starfsmenntun þeirra sem missa vinnuna og leggja þannig grunn fyrir betri framtíð. Við höfum fjárfest í fólki og munum uppskera árangur af því. Með sama hætti má sjá árangurinn af áherslu stjórnvalda á lækkun skulda heimila og fyrirtækja í lækkandi skuldum heimilanna og því að kúfur í gjaldþrotahrinu fyrirtækja virðist að baki. Mikill fjöldi fyrirtækja fór í þrot, en það voru að stærstum hluta eignarhaldsfyrirtæki án eiginlegs rekstrar eða bólufyrirtæki með fallnar forsendur. Það var engin sérstök ástæða til að gráta að verslunarfyrirtæki með lúxusvörur, svo dæmi sé tekið, færu í þrot. Við því var einfaldlega ekkert að gera. Eftirspurnin var horfin. Hitt skipti meira máli að koma í veg fyrir að fyrirtæki með heilbrigðar rekstrarforsendur þyrftu að fara í þrot. Þess vegna réðumst við í stórátak til að lækka skuldir heimila og fyrirtækja, án þess að tugþúsundir einstaklinga og fyrirtækja þyrftu að fara hina hefðbundnu gjaldþrotaleið. Nú þegar eru þúsundir einstaklinga búnar að fá skuldir lækkaðar að greiðslugetu og enn bíður fjöldi úrlausnar hjá umboðsmanni skuldara. Þegar er búið að lækka skuldastöðu þúsunda rekstrarhæfra fyrirtækja og gera þeim þannig kleift að halda áfram rekstri. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði afleiðingin orðið enn meira atvinnuleysi, enn dýpri kreppa, enn fleiri gjaldþrot og langvinnt samfélagstjón. Þessi árangur hefur ekki komið af sjálfu sér. Efnahagsstefna sú sem núverandi ríkisstjórn hefur fylgt og mótuð var í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn strax eftir hrun, hefur verið forsenda þessa árangurs. Um þá stefnu og sérkenni hennar, fjalla ég betur í næstu grein.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun