Fetar í fótspor Alexanders McQueen 30. júlí 2012 10:00 Aníta Hirlekar lagði mikið upp úr litum og þæfingu í útskriftarlínu sinni eins og sjá má á kjól fyrirsætunnar sem gengur hér eftir palli útskriftarsýningar Central Saint Martins. Aníta Hirlekar útskrifaðist með BA í fatahönnun frá virta listaháskólanum Central Saint Martins í London í síðustu viku og hefur fengið inngöngu í eftirsóknarvert meistaranám hans. Sama nám hefur verið stökkpallur fyrir þekkta hönnuði á borð við Alexander McQueen. „Við vorum fjórar úr bekknum sem komust inn af sautján sem sóttu um,“ segir Aníta og telur að 10 til 15 grunnnámsnemar skólans hafi komist inn í meistaranámið. Fyrir utan McQueen námu John Galliano, Paul Smith, Sarah Burton og Stella McCartney við skólann. Aníta útskrifaðist af fatahönnunarbraut með áherslu á mynstur. Útskriftarlínan er þó ekki byggð á þrykkingu mynsturs heldur þæfði hún blúndu, ull og ýmis efni saman. Grunnnámið náði yfir fjögur ár og fór eitt þeirra í starfsnám fyrir tískuhús Christian Dior og Diane Von Furstenberg. Útskriftarsýningin fór fram í júní og fékk hún að taka þátt í stærri sýningu. „Allir sýndu í skólanum en daginn eftir voru ég og 42 aðrir valdir úr þessum rúmlega 140 manna hópi til að sýna á flottari tískusýningu fyrir fjölmiðla. Það komu eiginlega allir þangað, eins og Vogue, Style.com og Catwalking.com,“ segir hún. Flíkur Anítu hafa vakið nokkra athygli. Veftímaritið Afflante birti umfjöllun og Rough Online notaði kjól í myndaþætti sínum The Graduate. „Það eru fleiri verkefni á dagskrá. Þessi stílisti hefur látið mynda aðra kjóla og þeir birtast í myndatökum. Tímaritið ID hefur einnig verið í sambandi og fékk kjól í myndatöku en ég veit ekki hvað þeir gera,“ segir hún. Aníta sýnir næstu útskriftarlínu í febrúar 2014. „Útskriftarnemar meistaranámsins sýna oft á London Fashion Week og ég stefni allavega á það,Ï segir hún.- hþt Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Aníta Hirlekar útskrifaðist með BA í fatahönnun frá virta listaháskólanum Central Saint Martins í London í síðustu viku og hefur fengið inngöngu í eftirsóknarvert meistaranám hans. Sama nám hefur verið stökkpallur fyrir þekkta hönnuði á borð við Alexander McQueen. „Við vorum fjórar úr bekknum sem komust inn af sautján sem sóttu um,“ segir Aníta og telur að 10 til 15 grunnnámsnemar skólans hafi komist inn í meistaranámið. Fyrir utan McQueen námu John Galliano, Paul Smith, Sarah Burton og Stella McCartney við skólann. Aníta útskrifaðist af fatahönnunarbraut með áherslu á mynstur. Útskriftarlínan er þó ekki byggð á þrykkingu mynsturs heldur þæfði hún blúndu, ull og ýmis efni saman. Grunnnámið náði yfir fjögur ár og fór eitt þeirra í starfsnám fyrir tískuhús Christian Dior og Diane Von Furstenberg. Útskriftarsýningin fór fram í júní og fékk hún að taka þátt í stærri sýningu. „Allir sýndu í skólanum en daginn eftir voru ég og 42 aðrir valdir úr þessum rúmlega 140 manna hópi til að sýna á flottari tískusýningu fyrir fjölmiðla. Það komu eiginlega allir þangað, eins og Vogue, Style.com og Catwalking.com,“ segir hún. Flíkur Anítu hafa vakið nokkra athygli. Veftímaritið Afflante birti umfjöllun og Rough Online notaði kjól í myndaþætti sínum The Graduate. „Það eru fleiri verkefni á dagskrá. Þessi stílisti hefur látið mynda aðra kjóla og þeir birtast í myndatökum. Tímaritið ID hefur einnig verið í sambandi og fékk kjól í myndatöku en ég veit ekki hvað þeir gera,“ segir hún. Aníta sýnir næstu útskriftarlínu í febrúar 2014. „Útskriftarnemar meistaranámsins sýna oft á London Fashion Week og ég stefni allavega á það,Ï segir hún.- hþt
Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira