Karl Bretaprins verður tískuspekingur 2. júlí 2012 10:00 Karl Bretaprins er tískuskríbent í júlíútgáfu breska GQ-tímaritsins. Nordicphotos/getty Það er enginn annar en Karl Bretaprins sem gefur karlmönnum tískuráðleggingar í júlíútgáfu breska GQ-tímaritsins. Karl hefur löngum verið ötull talsmaður breskrar fatahönnunar en prinsinn var í vor kosinn einn af bestu klæddu mönnum Bretlands af lesendum GQ. Ég verð að viðurkenna að það koma mér mikið á óvart að vera kosinn einn af best klæddu karlmönnunum af blaðinu. Það er ekki langt síðan ég var kosinn sá verst klæddi af einhverjum öðrum,? segir Karl en hann vill meina að mikilvægast sé að klæðast fötum sem manni líður vel í. Karl slær á létta strengi í pistlinum og gerir grín að sjálfum sér en hann sést gjarna klæðast tvíhnepptum jakkafötum á opinberum vettvangi. Þannig er það með tvíhnepptu jakkafötin, sem margir vilja meina að séu ekki í tísku, og geri ég ráð fyrir að þau séu talin gamaldags núna. Einhver spekingur sagði einhvern tímann að fatastíll minn væri hinsegin, eitthvað sem ruglaði mig í ríminu, og ég er ennþá óviss hvort þetta hafi verið meint sem hrós.? Karl Bretaprins er hrifinn af klæðskerasniðnum fötum og fallegu handbragði. Jakkaföt úr sterkum og endingargóðum efnum eru í uppáhaldi enda vill prinsinn að jakkaföt sín líti vel út allan daginn. Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Það er enginn annar en Karl Bretaprins sem gefur karlmönnum tískuráðleggingar í júlíútgáfu breska GQ-tímaritsins. Karl hefur löngum verið ötull talsmaður breskrar fatahönnunar en prinsinn var í vor kosinn einn af bestu klæddu mönnum Bretlands af lesendum GQ. Ég verð að viðurkenna að það koma mér mikið á óvart að vera kosinn einn af best klæddu karlmönnunum af blaðinu. Það er ekki langt síðan ég var kosinn sá verst klæddi af einhverjum öðrum,? segir Karl en hann vill meina að mikilvægast sé að klæðast fötum sem manni líður vel í. Karl slær á létta strengi í pistlinum og gerir grín að sjálfum sér en hann sést gjarna klæðast tvíhnepptum jakkafötum á opinberum vettvangi. Þannig er það með tvíhnepptu jakkafötin, sem margir vilja meina að séu ekki í tísku, og geri ég ráð fyrir að þau séu talin gamaldags núna. Einhver spekingur sagði einhvern tímann að fatastíll minn væri hinsegin, eitthvað sem ruglaði mig í ríminu, og ég er ennþá óviss hvort þetta hafi verið meint sem hrós.? Karl Bretaprins er hrifinn af klæðskerasniðnum fötum og fallegu handbragði. Jakkaföt úr sterkum og endingargóðum efnum eru í uppáhaldi enda vill prinsinn að jakkaföt sín líti vel út allan daginn.
Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira