Sérfræðingur að sunnan Brynjar Níelsson skrifar 22. maí 2012 06:00 Helga Vala Helgadóttir hefur í nýlegu viðtali við Fréttatímann og í grein í Fréttablaðinu sagt mig hafa brotið siðareglur lögmanna og vegið að starfsheiðri hennar sem lögmanns í síðasta pistli mínum á Pressunni. Forsaga málsins er sú að Helga Vala hafði í viðtali á RÚV sagt héraðsdómara hafa brotið gegn ungum mönnum sem komu til landsins á fölsuðum skilríkjum með því að dæma þá til fangelsisrefsingar. Vísaði hún í því sambandi til 31. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu Þjóðanna sem ekki hefur verið lögfestur hér á landi. Ég taldi í mínum pistli þessa túlkun undarlega og í engu samræmi við skýran texta ákvæðisins. Þar að auki hefur Hæstiréttur margdæmt þá til refsingar sem reynt hafa að koma til landsins með því að framvísa fölsuðum skilríkjum án þess að gefa sig fram við yfirvöld. Um þetta eru því skýr og fjölmörg dómafordæmi. Með hliðsjón af því og að Helga Vala hefur látið málefni hælisleitenda sig varða í pólitísku starfi sem flokksmaður og varaþingmaður Samfylkingarinnar velti ég því fyrir mér hvort lögfræðingurinn Helga eða stjórnmálamaðurinn Vala væri að tjá sig um dóminn. Þegar Helga Vala gefur álit í fjölmiðlum á málum sem til umræðu eru verður hún að vera undir það búin að einhver andmæli henni. Skiptir þá engu máli hvort það eru félagar hennar í Lögmannafélaginu eða aðrir. Helga Vala var ekki að sinna lögmannsstörfum þegar hún gaf álit sitt á brotlega héraðsdómaranum og túlkun á gildandi lögum og reglum. Með gagnrýni minni er ég því ekkert að vega að starfsheiðri hennar sem lögmanns. Ég taldi bara túlkun hennar á gildandi rétti vera ranga. Ég hef hins vegar enga ástæðu til að ætla annað en að Helga Vala sinni lögmannsstörfum sínum af samviskusemi og gæti hagsmuna umbjóðanda síns í hvívetna eins og lögmönnum ber. Helga Vala segir að ég hafi kallað hana „svokallaðan sérfræðing" og hafi leyft mér á opinberum vettvangi að efast um þekkingu hennar í flóttamannarétti, sakamálaréttarfari og refsilögum. Ég hvorki kallaði hana „svokallaðan sérfræðing" né efaðist ég um þekkingu hennar í flóttamannarétti eða öðrum greinum lögfræðinnar. Umfjöllun mín um „svokallaða sérfræðinga" var í tengslum við dæmalausa orðræðu Marðar Árnasonar sem tók að sér í þingsal að vega að starfsheiðri verjanda mannanna og taldi nær að tilefndir yrðu sérfræðingar að sunnan til að halda uppi vörnum fyrir hælisleitendur. Ég vissi ekki að Mörður ætti við samflokksmann sinn, Helgu Völu, þegar hann talaði um sérfræðinga að sunnan. Ég hef hins vegar oft velt því fyrir mér, ótengt þessu máli, hvernig menn verða sérfræðingar, sérstaklega þegar þeir eru nýútskrifaðir úr skóla. En einhvern veginn verða sumir sérfræðingar í öllu öðru fremur um leið og þeir opna munninn í fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Tengdar fréttir Hvenær vegur maður að… Þann 30. apríl sl. voru 15 og 16 ára gamlir hælisumsækjendur dæmdir í 1 mánaðar langt óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum í Leifsstöð. 19. maí 2012 06:00 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir hefur í nýlegu viðtali við Fréttatímann og í grein í Fréttablaðinu sagt mig hafa brotið siðareglur lögmanna og vegið að starfsheiðri hennar sem lögmanns í síðasta pistli mínum á Pressunni. Forsaga málsins er sú að Helga Vala hafði í viðtali á RÚV sagt héraðsdómara hafa brotið gegn ungum mönnum sem komu til landsins á fölsuðum skilríkjum með því að dæma þá til fangelsisrefsingar. Vísaði hún í því sambandi til 31. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu Þjóðanna sem ekki hefur verið lögfestur hér á landi. Ég taldi í mínum pistli þessa túlkun undarlega og í engu samræmi við skýran texta ákvæðisins. Þar að auki hefur Hæstiréttur margdæmt þá til refsingar sem reynt hafa að koma til landsins með því að framvísa fölsuðum skilríkjum án þess að gefa sig fram við yfirvöld. Um þetta eru því skýr og fjölmörg dómafordæmi. Með hliðsjón af því og að Helga Vala hefur látið málefni hælisleitenda sig varða í pólitísku starfi sem flokksmaður og varaþingmaður Samfylkingarinnar velti ég því fyrir mér hvort lögfræðingurinn Helga eða stjórnmálamaðurinn Vala væri að tjá sig um dóminn. Þegar Helga Vala gefur álit í fjölmiðlum á málum sem til umræðu eru verður hún að vera undir það búin að einhver andmæli henni. Skiptir þá engu máli hvort það eru félagar hennar í Lögmannafélaginu eða aðrir. Helga Vala var ekki að sinna lögmannsstörfum þegar hún gaf álit sitt á brotlega héraðsdómaranum og túlkun á gildandi lögum og reglum. Með gagnrýni minni er ég því ekkert að vega að starfsheiðri hennar sem lögmanns. Ég taldi bara túlkun hennar á gildandi rétti vera ranga. Ég hef hins vegar enga ástæðu til að ætla annað en að Helga Vala sinni lögmannsstörfum sínum af samviskusemi og gæti hagsmuna umbjóðanda síns í hvívetna eins og lögmönnum ber. Helga Vala segir að ég hafi kallað hana „svokallaðan sérfræðing" og hafi leyft mér á opinberum vettvangi að efast um þekkingu hennar í flóttamannarétti, sakamálaréttarfari og refsilögum. Ég hvorki kallaði hana „svokallaðan sérfræðing" né efaðist ég um þekkingu hennar í flóttamannarétti eða öðrum greinum lögfræðinnar. Umfjöllun mín um „svokallaða sérfræðinga" var í tengslum við dæmalausa orðræðu Marðar Árnasonar sem tók að sér í þingsal að vega að starfsheiðri verjanda mannanna og taldi nær að tilefndir yrðu sérfræðingar að sunnan til að halda uppi vörnum fyrir hælisleitendur. Ég vissi ekki að Mörður ætti við samflokksmann sinn, Helgu Völu, þegar hann talaði um sérfræðinga að sunnan. Ég hef hins vegar oft velt því fyrir mér, ótengt þessu máli, hvernig menn verða sérfræðingar, sérstaklega þegar þeir eru nýútskrifaðir úr skóla. En einhvern veginn verða sumir sérfræðingar í öllu öðru fremur um leið og þeir opna munninn í fjölmiðlum.
Hvenær vegur maður að… Þann 30. apríl sl. voru 15 og 16 ára gamlir hælisumsækjendur dæmdir í 1 mánaðar langt óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum í Leifsstöð. 19. maí 2012 06:00
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar