Bubbi í toppformi Trausti Júlíusson skrifar 3. maí 2012 11:00 Þorpið með Bubba. Tónlist. Þorpið. Bubbi. Þorpið er önnur platan sem Bubbi gerir með hljómsveitinni Sólskuggunum, en sú sveit var stofnuð til þess að taka upp og kynna sálartónlistarplötuna Ég trúi á þig sem kom út í fyrra. Í þetta skipti varð sálartónlistin samt ekki fyrir valinu, heldur hefur Þorpið að geyma fjórtán tilbrigði við sígilt þjóðlagapopp. Það eru Benzín-bræðurnir Börkur og Daði Birgissynir sem stjórna upptökum og sjá um útsetningar ásamt Bubba. Það verður að segjast eins og er að það hefur tekist mjög vel til. Þetta er frábær plata. Í fyrsta lagi er Bubbi greinilega í miklu formi í laga- og textasmíðunum, í öðru lagi eru útsetningarnar bæði fjölbreyttar og flottar og svo eru hljómurinn og öll umgjörð plötunnar fyrsta flokks. Þorpið er ekki algerlega niðurnegld þemaplata, en hún fjallar samt að mestu leyti um íslenska þorpið. Þetta er nostalgísk mynd af heimi sem er að hverfa, en inn í hana blandar Bubbi ýmsum öðrum umfjöllunarefnum, til dæmis ástinni og fjármálakreppunni. Eins og alþjóð veit fór Bubbi illa út úr hruninu, en hann virðist vera búinn að ná sér eftir það áfall og getur núna horft með húmor á þá sögu, eins og heyrist best í laginu Bankagæla. Útsetningarnar á Þorpinu eru frábærar. Þó að það megi segja að þetta sé allt saman þjóðlagapopp þá er breiddin mikil og hvert lag fær sína meðferð. Í upphafslaginu, Óttanum er t.d. falleg lítil útsetning með píanói og kassagítar, en í lagi númer tvö eru komnar trommur, bassi og hammondorgelhljómur. Í sumum laganna setja harmonikka eða fiðla líka sterkan svip. Mér finnst Þorpið betri plata en Ég trúi á þig, kannski af því að Bubbi er algerlega á heimavelli í þessari tegund tónlistar. Það eru mörg frábær lög á plötunni: Titillagið sem hann syngur með Mugison er sannkölluð perla, en Vonir og þrár, Óskin, Þerraðu tárin, Sjoppan, Skipstjóravalsinn og 16. ágúst eru líka í uppáhaldi. Flest lögin eru góð, þó að mér finnist lokalögin tvö síst. Í heildina er þetta mjög sterk plata. Flutningurinn er líka fyrsta flokks. Sólskuggarnir er framúrskarandi hljómsveit og þess værr óskandi að samstarf hennar og Bubba héldi áfram. Það má segja að Bubbi sé búinn að finna sína Senuþjófa og það er ekki lítils virði. Þorpið er, ef mér skjátlast ekki, 26. plata Bubba með nýju efni. Það eru ótrúleg afköst. Og enn er karlinn að koma frá sér eðalefni. Geri aðrir betur! Niðurstaða: Bubbi og Sólskuggarnir með enn þá betri plötu en síðast Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Þorpið. Bubbi. Þorpið er önnur platan sem Bubbi gerir með hljómsveitinni Sólskuggunum, en sú sveit var stofnuð til þess að taka upp og kynna sálartónlistarplötuna Ég trúi á þig sem kom út í fyrra. Í þetta skipti varð sálartónlistin samt ekki fyrir valinu, heldur hefur Þorpið að geyma fjórtán tilbrigði við sígilt þjóðlagapopp. Það eru Benzín-bræðurnir Börkur og Daði Birgissynir sem stjórna upptökum og sjá um útsetningar ásamt Bubba. Það verður að segjast eins og er að það hefur tekist mjög vel til. Þetta er frábær plata. Í fyrsta lagi er Bubbi greinilega í miklu formi í laga- og textasmíðunum, í öðru lagi eru útsetningarnar bæði fjölbreyttar og flottar og svo eru hljómurinn og öll umgjörð plötunnar fyrsta flokks. Þorpið er ekki algerlega niðurnegld þemaplata, en hún fjallar samt að mestu leyti um íslenska þorpið. Þetta er nostalgísk mynd af heimi sem er að hverfa, en inn í hana blandar Bubbi ýmsum öðrum umfjöllunarefnum, til dæmis ástinni og fjármálakreppunni. Eins og alþjóð veit fór Bubbi illa út úr hruninu, en hann virðist vera búinn að ná sér eftir það áfall og getur núna horft með húmor á þá sögu, eins og heyrist best í laginu Bankagæla. Útsetningarnar á Þorpinu eru frábærar. Þó að það megi segja að þetta sé allt saman þjóðlagapopp þá er breiddin mikil og hvert lag fær sína meðferð. Í upphafslaginu, Óttanum er t.d. falleg lítil útsetning með píanói og kassagítar, en í lagi númer tvö eru komnar trommur, bassi og hammondorgelhljómur. Í sumum laganna setja harmonikka eða fiðla líka sterkan svip. Mér finnst Þorpið betri plata en Ég trúi á þig, kannski af því að Bubbi er algerlega á heimavelli í þessari tegund tónlistar. Það eru mörg frábær lög á plötunni: Titillagið sem hann syngur með Mugison er sannkölluð perla, en Vonir og þrár, Óskin, Þerraðu tárin, Sjoppan, Skipstjóravalsinn og 16. ágúst eru líka í uppáhaldi. Flest lögin eru góð, þó að mér finnist lokalögin tvö síst. Í heildina er þetta mjög sterk plata. Flutningurinn er líka fyrsta flokks. Sólskuggarnir er framúrskarandi hljómsveit og þess værr óskandi að samstarf hennar og Bubba héldi áfram. Það má segja að Bubbi sé búinn að finna sína Senuþjófa og það er ekki lítils virði. Þorpið er, ef mér skjátlast ekki, 26. plata Bubba með nýju efni. Það eru ótrúleg afköst. Og enn er karlinn að koma frá sér eðalefni. Geri aðrir betur! Niðurstaða: Bubbi og Sólskuggarnir með enn þá betri plötu en síðast
Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira