Þetta sem helst nú varast vann… Einar K. Guðfinnsson skrifar 25. apríl 2012 06:00 Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifar grein í Fréttablaðið um upplifun sína af umræðum um fiskveiðistjórnarmálin upp á síðkastið. Höfundurinn varar við gífuryrðum og órökstuddum sleggjudómum. Það er gott og blessað. En hitt er auðvitað lakara að hann hittir sjálfan sig þar fyrir. Í greininni fellur Guðmundur nefnilega sjálfur ofan í forarpyttina með sleggjudómum og órökstuddum fullyrðingum. „Þetta sem helst nú varast vann varð samt að koma yfir hann." Guðmundur Andri segir til dæmis: „Sjálfstæðismenn tala eins og það jafngildi vist í Gúlaginu að fá ekki lengur að græða peninga á hvaða hátt sem er." Þetta er vitaskuld fráleit fullyrðing og gjörsamlega út í hött, enda gerir hann enga tilraun til þess að styðja þessi orð sín dæmum eða rökum. Við sjálfstæðismenn höfum varað mjög við afleiðingum frumvarpa ríkisstjórnarinnar um sjávarútvegsmál. Það höfum við reynt að gera með rökum, eins og mikil efna standa til. Sjónarmið okkar eru ekki óumdeild, langt því frá. En það er ekki eins og við höfum staðið einir í þessum málflutningi. Þvert á móti. Sjávarútvegsfrumvörpin hafa verið harðlega gagnrýnd úr öllum áttum. Sjómenn, útgerðarmenn, trillukarlar, fiskverkendur, fræðimenn, fulltrúar fjármálafyrirtækjanna, ASÍ, verkalýðsfélög, sveitarfélög og fleiri og fleiri hafa varað við. Því miður hafa viðbrögðin verið gamalkunnug. Það er reynt að vaða í manninn, en ekki boltann. Þeir sem vilja tileinka sér þannig umræðu vita vel að þá er það ágæt aðferð að kynda undir þekktum fordómum um útgerðarmenn; að þeir berji sífellt lóminn. Hrópi úlfur, úlfur og því sé réttast að taka sem minnst mark á þeim. Þetta var grunnstefið í grein Guðmundar Andra. Svona aðferð er kunnugleg. Var okkur ekki sagt fyrir hrun að ekkert væri að marka viðvörunarorð sem heyrðust frá Danmörku, af því að þar væru menn svo öfundsjúkir yfir velgengni manna úr gömlu nýlendunni? Og fleiri álíka orð féllu þá í þessa veru, sem við ættum að læra af, en forðast að tileinka okkur þau vinnubrögð. Það er þess vegna stórháskalegt að drepa niður réttmætar viðvaranir með því að freista þess að ófrægja þá sem setja þær fram. Skipulag fiskveiða er nefnilega gríðarlega þýðingarmikið mál og varðar hag okkar allra. En til þess að þjóðin geti notið arðs af þeirri atvinnustarfsemi, þarf að gæta þess að fyrirtækin geti dafnað. Og er það einmitt mergurinn málsins? Sjónarmið okkar sjálfstæðismanna hafa verið að með nýju sjávarútvegsfrumvörpunum sé þessum sjálfsögðu sannindum einmitt varpað fyrir borð. Og það eru ekki bara sjómennirnir, útgerðarmennirnir, fiskvinnslufólkið, fiskverkendurnir sem tapa á því háttalagi. Heldur líka við hin, hvort sem við fáumst við stjórnmál eða orðsins listir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifar grein í Fréttablaðið um upplifun sína af umræðum um fiskveiðistjórnarmálin upp á síðkastið. Höfundurinn varar við gífuryrðum og órökstuddum sleggjudómum. Það er gott og blessað. En hitt er auðvitað lakara að hann hittir sjálfan sig þar fyrir. Í greininni fellur Guðmundur nefnilega sjálfur ofan í forarpyttina með sleggjudómum og órökstuddum fullyrðingum. „Þetta sem helst nú varast vann varð samt að koma yfir hann." Guðmundur Andri segir til dæmis: „Sjálfstæðismenn tala eins og það jafngildi vist í Gúlaginu að fá ekki lengur að græða peninga á hvaða hátt sem er." Þetta er vitaskuld fráleit fullyrðing og gjörsamlega út í hött, enda gerir hann enga tilraun til þess að styðja þessi orð sín dæmum eða rökum. Við sjálfstæðismenn höfum varað mjög við afleiðingum frumvarpa ríkisstjórnarinnar um sjávarútvegsmál. Það höfum við reynt að gera með rökum, eins og mikil efna standa til. Sjónarmið okkar eru ekki óumdeild, langt því frá. En það er ekki eins og við höfum staðið einir í þessum málflutningi. Þvert á móti. Sjávarútvegsfrumvörpin hafa verið harðlega gagnrýnd úr öllum áttum. Sjómenn, útgerðarmenn, trillukarlar, fiskverkendur, fræðimenn, fulltrúar fjármálafyrirtækjanna, ASÍ, verkalýðsfélög, sveitarfélög og fleiri og fleiri hafa varað við. Því miður hafa viðbrögðin verið gamalkunnug. Það er reynt að vaða í manninn, en ekki boltann. Þeir sem vilja tileinka sér þannig umræðu vita vel að þá er það ágæt aðferð að kynda undir þekktum fordómum um útgerðarmenn; að þeir berji sífellt lóminn. Hrópi úlfur, úlfur og því sé réttast að taka sem minnst mark á þeim. Þetta var grunnstefið í grein Guðmundar Andra. Svona aðferð er kunnugleg. Var okkur ekki sagt fyrir hrun að ekkert væri að marka viðvörunarorð sem heyrðust frá Danmörku, af því að þar væru menn svo öfundsjúkir yfir velgengni manna úr gömlu nýlendunni? Og fleiri álíka orð féllu þá í þessa veru, sem við ættum að læra af, en forðast að tileinka okkur þau vinnubrögð. Það er þess vegna stórháskalegt að drepa niður réttmætar viðvaranir með því að freista þess að ófrægja þá sem setja þær fram. Skipulag fiskveiða er nefnilega gríðarlega þýðingarmikið mál og varðar hag okkar allra. En til þess að þjóðin geti notið arðs af þeirri atvinnustarfsemi, þarf að gæta þess að fyrirtækin geti dafnað. Og er það einmitt mergurinn málsins? Sjónarmið okkar sjálfstæðismanna hafa verið að með nýju sjávarútvegsfrumvörpunum sé þessum sjálfsögðu sannindum einmitt varpað fyrir borð. Og það eru ekki bara sjómennirnir, útgerðarmennirnir, fiskvinnslufólkið, fiskverkendurnir sem tapa á því háttalagi. Heldur líka við hin, hvort sem við fáumst við stjórnmál eða orðsins listir.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar