Hverra virkjun? Líf Magneudóttir skrifar 30. mars 2012 06:00 Orkuveita Reykjavíkur sleppti heldur betur fram af sér beislinu í hinu svokallaða góðæri á Íslandi. Fyrir hrun var fjárfest fyrir milljarða króna. Það hefur svo komið á daginn að forsendur þessara fjárfestinga reyndust ekki halda. Skuldir Orkuveitunnar hafa hækkað allverulega vegna gengisbreytinga en tekjurnar hafa ekki aukist til samræmis, þrátt fyrir miklar hækkanir á gjaldskrám til almennra notenda. Það er augljóslega eitthvað skakkt við þetta allt saman. Orkuveitan er og á að vera fyrirtæki í almannaeigu sem veitir íbúum á suðvesturhorninu lífsnauðsynlega þjónustu. Það ætti að vera nógu einfalt. Væntanlega þótti það bara ekki nógu fínt. Boginn var spenntur hátt og skotið geigaði. Núna þegar Reykvíkingar standa frammi fyrir því að þurfa að punga út háum fjárhæðum mánaðarlega fyrir grunnþjónustu eða horfa upp á gjaldþrot Orkuveitunnar ætlar meirihlutinn í Reykjavík samt að halda áfram að virkja til stóriðju. Það hljómar hálfpartinn eins og gallsúr gamanvísa þegar lagt er til að fyrirtæki sem nýverið rambaði á barmi gjaldþrots, að sögn borgarstjóra, fjárfesti fyrir milljarðatugi í sömu verkefnum og leiddu fyrirtækið fram að brúninni. Reyndar er fullyrt að þetta sé áhættulaust fyrir Orkuveituna þar sem nýta eigi kosti svokallaðrar verkefnafjármögnunar. Miðað við lýsingarnar á þessu fyrirbæri tryggir það að hagnaður af virkjuninni rennur allur til Orkuveitunnar en tapið hvílir allt á einhverjum öðrum. Sem sagt algjör snilld. Það verður reyndar fróðlegt að sjá hver verður ginntur til þess að gera slíkan snilldarsamning við Orkuveituna sem tryggi henni þessa afar hagfelldu útkomu. Ætli einhvern rámi kannski í snilldarsamningana sem tryggðu okkur góðærið og gleðina sem rann svo út í sandinn á örfáum klukkutímum haustið 2008? Og hverjir voru það þá sem tóku á sig tapið? Ákveðið var að ráðast í Hverahlíðarvirkjun til þess að selja raforku til stóriðju á hátindi gróðærisins. Þessari aukabúgrein Orkuveitunnar erum við vinstri græn ekki hrifin af. Sá stóriðjusamningur sem nú er verið að efna er gerður með ýmsum fyrirvörum sem nauðsynlegt er að láta á reyna áður en stóriðjustefnunni verður blint haldið áfram. Þá er ljóst að alvarleg vandkvæði fylgja niðurdælingu affallsvatns og óvissa ríkir um brennisteinsmengun á svæðinu. Ekki hefur fundist lausn á þessum þáttum og með enn einni gufuaflsvirkjuninni gæti vandinn orðið illviðráðanlegur. Í stuttu máli gæti því niðurstaðan orðið sú að nýja virkjunin dæli upp heitu vatni til þess eins að dæla því niður aftur (sem eykur skjálftatíðni á svæðinu), spúir mengandi gufum yfir íbúa á suðvesturhorninu og framleiðir raforku sem ekki er þörf fyrir núna. Þetta hljómar auðvitað ekki mjög skynsamlega. Hins vegar þurfum við ekki að hafa áhyggjur því samkvæmt forsvarsmönnum Orkuveitunnar verður gerður einhver æðislegur verkefnafjármögnunarsamningur sem leiðir til þess að Orkuveitan getur ekki tapað, bara grætt. Því miður kom þessi frábæri samningur fullseint til sögunnar. Og það sem verra er, það er að Orkuveitan hefur ekki gert slíkan samning við íbúa Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Skoðanir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur sleppti heldur betur fram af sér beislinu í hinu svokallaða góðæri á Íslandi. Fyrir hrun var fjárfest fyrir milljarða króna. Það hefur svo komið á daginn að forsendur þessara fjárfestinga reyndust ekki halda. Skuldir Orkuveitunnar hafa hækkað allverulega vegna gengisbreytinga en tekjurnar hafa ekki aukist til samræmis, þrátt fyrir miklar hækkanir á gjaldskrám til almennra notenda. Það er augljóslega eitthvað skakkt við þetta allt saman. Orkuveitan er og á að vera fyrirtæki í almannaeigu sem veitir íbúum á suðvesturhorninu lífsnauðsynlega þjónustu. Það ætti að vera nógu einfalt. Væntanlega þótti það bara ekki nógu fínt. Boginn var spenntur hátt og skotið geigaði. Núna þegar Reykvíkingar standa frammi fyrir því að þurfa að punga út háum fjárhæðum mánaðarlega fyrir grunnþjónustu eða horfa upp á gjaldþrot Orkuveitunnar ætlar meirihlutinn í Reykjavík samt að halda áfram að virkja til stóriðju. Það hljómar hálfpartinn eins og gallsúr gamanvísa þegar lagt er til að fyrirtæki sem nýverið rambaði á barmi gjaldþrots, að sögn borgarstjóra, fjárfesti fyrir milljarðatugi í sömu verkefnum og leiddu fyrirtækið fram að brúninni. Reyndar er fullyrt að þetta sé áhættulaust fyrir Orkuveituna þar sem nýta eigi kosti svokallaðrar verkefnafjármögnunar. Miðað við lýsingarnar á þessu fyrirbæri tryggir það að hagnaður af virkjuninni rennur allur til Orkuveitunnar en tapið hvílir allt á einhverjum öðrum. Sem sagt algjör snilld. Það verður reyndar fróðlegt að sjá hver verður ginntur til þess að gera slíkan snilldarsamning við Orkuveituna sem tryggi henni þessa afar hagfelldu útkomu. Ætli einhvern rámi kannski í snilldarsamningana sem tryggðu okkur góðærið og gleðina sem rann svo út í sandinn á örfáum klukkutímum haustið 2008? Og hverjir voru það þá sem tóku á sig tapið? Ákveðið var að ráðast í Hverahlíðarvirkjun til þess að selja raforku til stóriðju á hátindi gróðærisins. Þessari aukabúgrein Orkuveitunnar erum við vinstri græn ekki hrifin af. Sá stóriðjusamningur sem nú er verið að efna er gerður með ýmsum fyrirvörum sem nauðsynlegt er að láta á reyna áður en stóriðjustefnunni verður blint haldið áfram. Þá er ljóst að alvarleg vandkvæði fylgja niðurdælingu affallsvatns og óvissa ríkir um brennisteinsmengun á svæðinu. Ekki hefur fundist lausn á þessum þáttum og með enn einni gufuaflsvirkjuninni gæti vandinn orðið illviðráðanlegur. Í stuttu máli gæti því niðurstaðan orðið sú að nýja virkjunin dæli upp heitu vatni til þess eins að dæla því niður aftur (sem eykur skjálftatíðni á svæðinu), spúir mengandi gufum yfir íbúa á suðvesturhorninu og framleiðir raforku sem ekki er þörf fyrir núna. Þetta hljómar auðvitað ekki mjög skynsamlega. Hins vegar þurfum við ekki að hafa áhyggjur því samkvæmt forsvarsmönnum Orkuveitunnar verður gerður einhver æðislegur verkefnafjármögnunarsamningur sem leiðir til þess að Orkuveitan getur ekki tapað, bara grætt. Því miður kom þessi frábæri samningur fullseint til sögunnar. Og það sem verra er, það er að Orkuveitan hefur ekki gert slíkan samning við íbúa Reykjavíkur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun