Harry Potter og pissupásan Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. mars 2012 14:00 Bíó. The Woman in Black. Leikstjórn: James Watkins. Leikarar: Daniel Radcliffe, Ciarán Hinds, Janet McTeer, Sophie Stuckey, Liz White. Á Englandi í upphafi síðustu aldar ferðast ungur ekkill (leikinn af Harry Potter) til afskekktrar sveitar vegna vinnu sinnar og reynir að koma mannlausu húsi á sölu. Þegar á staðinn er komið reynast þorpsbúar hinir viðskotaverstu og vilja þeir hann burt sem fyrst. Potter lætur sér ekki segjast og fer til að líta á húsið. Upphefst þá einn djöfullegasti draugagangur sem ég hef séð í kvikmynd í allnokkurn tíma og nokkrum sinnum varð ég að halda fyrir augun. Slíkt geri ég almennt ekki, enda er ég stór strákur, en andrúmsloft myndarinnar hreinlega neyddi mig til þess. Já, það er mikill drungi yfir The Woman in Black og eymd þorpsins þar sem börnin keppast við að fyrirfara sér á sér enga hliðstæðu. Sýnilegur viðbjóður er af skornum skammti en þess í stað spilar myndin með ótta áhorfandans við það sem gæti leynst í myrkrinu. Leikstjórinn kann hrollvekjusöguna greinilega upp á tíu og vísar útlitslega til mýgrúts af klassískum hrollvekjum, og allra mest til hinnar bresku The Innocents frá 1961. Stemningu gömlu myndanna blandar hann svo saman við hávaðasaman bregðustíl nýrri mynda, sem er á köflum áhrifamikið en óþarfi þess á milli. Þessi vel heppnaði hryllingur hélt mér í heljargreipum þar til um miðbik myndar, en þá ákvað sýningarstjórinn að kominn væri tími á pissupásu og dembdi autotjúnuðu partýpoppi yfir skelfda áhorfendur þar til seinasti hrollurinn var farinn úr liðinu. Ég átti verulega erfitt með að komast inn í myndina að þessu loknu og lít svo á að þarna hafi verið framið listrænt skemmdarverk. Með hvaða hætti er hægt að réttlæta það að rétt rúmlega 90 mínútna löng kvikmynd sé slitin í sundur með hléi? Að vera kippt út úr hundrað ára gömlu draugahúsi inn í vinsældarlista FM957 eyðilagði The Woman in Black fyrir mér, en ég hallast að því að hún sé frábær hrollvekja. Ég vil þó ekki fullyrða það fyrr en ég sé hana í sjónvarpi. Niðurstaða: Eitt besta dæmið um eyðileggingarmátt pissupásunnar, en The Woman in Black er frábær fram að henni. Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó. The Woman in Black. Leikstjórn: James Watkins. Leikarar: Daniel Radcliffe, Ciarán Hinds, Janet McTeer, Sophie Stuckey, Liz White. Á Englandi í upphafi síðustu aldar ferðast ungur ekkill (leikinn af Harry Potter) til afskekktrar sveitar vegna vinnu sinnar og reynir að koma mannlausu húsi á sölu. Þegar á staðinn er komið reynast þorpsbúar hinir viðskotaverstu og vilja þeir hann burt sem fyrst. Potter lætur sér ekki segjast og fer til að líta á húsið. Upphefst þá einn djöfullegasti draugagangur sem ég hef séð í kvikmynd í allnokkurn tíma og nokkrum sinnum varð ég að halda fyrir augun. Slíkt geri ég almennt ekki, enda er ég stór strákur, en andrúmsloft myndarinnar hreinlega neyddi mig til þess. Já, það er mikill drungi yfir The Woman in Black og eymd þorpsins þar sem börnin keppast við að fyrirfara sér á sér enga hliðstæðu. Sýnilegur viðbjóður er af skornum skammti en þess í stað spilar myndin með ótta áhorfandans við það sem gæti leynst í myrkrinu. Leikstjórinn kann hrollvekjusöguna greinilega upp á tíu og vísar útlitslega til mýgrúts af klassískum hrollvekjum, og allra mest til hinnar bresku The Innocents frá 1961. Stemningu gömlu myndanna blandar hann svo saman við hávaðasaman bregðustíl nýrri mynda, sem er á köflum áhrifamikið en óþarfi þess á milli. Þessi vel heppnaði hryllingur hélt mér í heljargreipum þar til um miðbik myndar, en þá ákvað sýningarstjórinn að kominn væri tími á pissupásu og dembdi autotjúnuðu partýpoppi yfir skelfda áhorfendur þar til seinasti hrollurinn var farinn úr liðinu. Ég átti verulega erfitt með að komast inn í myndina að þessu loknu og lít svo á að þarna hafi verið framið listrænt skemmdarverk. Með hvaða hætti er hægt að réttlæta það að rétt rúmlega 90 mínútna löng kvikmynd sé slitin í sundur með hléi? Að vera kippt út úr hundrað ára gömlu draugahúsi inn í vinsældarlista FM957 eyðilagði The Woman in Black fyrir mér, en ég hallast að því að hún sé frábær hrollvekja. Ég vil þó ekki fullyrða það fyrr en ég sé hana í sjónvarpi. Niðurstaða: Eitt besta dæmið um eyðileggingarmátt pissupásunnar, en The Woman in Black er frábær fram að henni.
Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira