Raunverulegur sýndarheimur Atli Fannar Bjarkason skrifar 2. mars 2012 11:45 Bíó. Svartur á leik. Leikstjóri: Óskar Þór Axelsson. Leikarar: Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Damon Younger og María Birta Bjarnadóttir. Stebbi (Þorvaldur Davíð) er vandræðagemlingur í Reykjavík. Hann er í skóla, en dettur í það og lemur menn um helgar. Líf hans tekur stakkaskiptum þegar hann hittir gamla félagann Tóta (Jóhannes Haukur) fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu. Tóti er umsvifamikill í undirheimum Reykjavíkur og á hraðri uppleið (eða niðurleið, eftir því hvernig á það er litið) í bransanum. Hann tekur Stebba að sér og gefur honum viðurnefnið Psycho eftir að Stebbi leysir fyrsta verkefnið sitt með látum. Eins og í bókinni eftir Stefán Mána, sem myndin er byggð á, eru raunverulegir atburðir aldrei langt undan; svo sem stóra fíkniefnamálið og frægt bankarán í Búnaðarbankanum við Vesturgötu. Myndin fangar tíðarandann árið 1999 mjög vel — tónlistin er í veigamiklu aukahlutverki ásamt bílum, farsímum og öðru sem hefur þróast ört síðasta áratug. Þá er samspil tónlistar og klippingar sérstaklega skemmtilegt og vel útfært. Lög með hljómsveitum á borð við Stjörnukisa, Ensími og XXX Rottweilerhunda gefa tóninn og rúmlega það. Val á leikurum er vel heppnað og flestir standa sig vel. Damon Younger og Jóhannes Haukur standa upp úr sem aðalkrimmarnir. Damon fer einstaklega vel með siðblinda höfuðpaurinn, sem er eflaust með viðbjóðslegri illmennum íslenskrar kvikmyndasögu. Jóhannes Haukur er líka frábær sem hinn furðulega viðkunnanlegi Tóti og Þorvaldur Davíð stendur sig vel í hlutverki hins bláeyga Stebba Psycho, sem skiptist á að láta áhorfendur skilja og klóra sér í hausnum yfir viðurnefninu. Loks er María Birta búin að stimpla sig rækilega inn sem áhugaverðasta leikkona sinnar kynslóðar og fer létt með að sveifla persónunni Dagnýju úr því að vera seðjandi kynbomba yfir í aumkunarverðan fíkil. Maður vorkennir þó ávallt Stebba mest, sem virðist aldrei eiga skilið að lenda í ömurlegum aðstæðum þrátt fyrir að vera fullfær um að koma sér í þær sjálfur. Óttann sem því fylgir sýnir Þorvaldur frábærlega með augnaráðinu einu. Loks er stórskemmtilegt að sjá Þröst Leó, Stein Ármann og Björn Jörund í hlutverkum sem eru klæðskerasniðin fyrir þá. Myndin heldur dampi nokkuð vel, en verður ögn langdregin þegar síga fer á seinni hlutann. Hún bætir það hins vegar upp með æsilegum lokakafla. Óskari Þór tekst vel að halda utan um viðfangsefnið og skilar frá sér hörkuþéttri, spennand og skemmtilegri mynd: Öfgafyllsta ofbeldisþriller sem framleiddur hefur verið á þessu guðsvolaða skeri. Svartur á leik húðar viðfangsefni sitt ekki í sykur. Gríðarlegt magn af eiturlyfjum hverfur upp í nasir aðalpersónanna og ofbeldið er á köflum yfirgengilegt. En svona er þetta. Þetta er raunveruleiki sem fullt af fólki býr við og kjánaleg samtöl um kóla og kúlur eiga fullkomlega við. Óskar og félagar sýna raunverulega mynd af sýndarheiminum í frábærri spennumynd. Niðurstaða: Vel leikin, skemmtileg og spennandi mynd. Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó. Svartur á leik. Leikstjóri: Óskar Þór Axelsson. Leikarar: Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Damon Younger og María Birta Bjarnadóttir. Stebbi (Þorvaldur Davíð) er vandræðagemlingur í Reykjavík. Hann er í skóla, en dettur í það og lemur menn um helgar. Líf hans tekur stakkaskiptum þegar hann hittir gamla félagann Tóta (Jóhannes Haukur) fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu. Tóti er umsvifamikill í undirheimum Reykjavíkur og á hraðri uppleið (eða niðurleið, eftir því hvernig á það er litið) í bransanum. Hann tekur Stebba að sér og gefur honum viðurnefnið Psycho eftir að Stebbi leysir fyrsta verkefnið sitt með látum. Eins og í bókinni eftir Stefán Mána, sem myndin er byggð á, eru raunverulegir atburðir aldrei langt undan; svo sem stóra fíkniefnamálið og frægt bankarán í Búnaðarbankanum við Vesturgötu. Myndin fangar tíðarandann árið 1999 mjög vel — tónlistin er í veigamiklu aukahlutverki ásamt bílum, farsímum og öðru sem hefur þróast ört síðasta áratug. Þá er samspil tónlistar og klippingar sérstaklega skemmtilegt og vel útfært. Lög með hljómsveitum á borð við Stjörnukisa, Ensími og XXX Rottweilerhunda gefa tóninn og rúmlega það. Val á leikurum er vel heppnað og flestir standa sig vel. Damon Younger og Jóhannes Haukur standa upp úr sem aðalkrimmarnir. Damon fer einstaklega vel með siðblinda höfuðpaurinn, sem er eflaust með viðbjóðslegri illmennum íslenskrar kvikmyndasögu. Jóhannes Haukur er líka frábær sem hinn furðulega viðkunnanlegi Tóti og Þorvaldur Davíð stendur sig vel í hlutverki hins bláeyga Stebba Psycho, sem skiptist á að láta áhorfendur skilja og klóra sér í hausnum yfir viðurnefninu. Loks er María Birta búin að stimpla sig rækilega inn sem áhugaverðasta leikkona sinnar kynslóðar og fer létt með að sveifla persónunni Dagnýju úr því að vera seðjandi kynbomba yfir í aumkunarverðan fíkil. Maður vorkennir þó ávallt Stebba mest, sem virðist aldrei eiga skilið að lenda í ömurlegum aðstæðum þrátt fyrir að vera fullfær um að koma sér í þær sjálfur. Óttann sem því fylgir sýnir Þorvaldur frábærlega með augnaráðinu einu. Loks er stórskemmtilegt að sjá Þröst Leó, Stein Ármann og Björn Jörund í hlutverkum sem eru klæðskerasniðin fyrir þá. Myndin heldur dampi nokkuð vel, en verður ögn langdregin þegar síga fer á seinni hlutann. Hún bætir það hins vegar upp með æsilegum lokakafla. Óskari Þór tekst vel að halda utan um viðfangsefnið og skilar frá sér hörkuþéttri, spennand og skemmtilegri mynd: Öfgafyllsta ofbeldisþriller sem framleiddur hefur verið á þessu guðsvolaða skeri. Svartur á leik húðar viðfangsefni sitt ekki í sykur. Gríðarlegt magn af eiturlyfjum hverfur upp í nasir aðalpersónanna og ofbeldið er á köflum yfirgengilegt. En svona er þetta. Þetta er raunveruleiki sem fullt af fólki býr við og kjánaleg samtöl um kóla og kúlur eiga fullkomlega við. Óskar og félagar sýna raunverulega mynd af sýndarheiminum í frábærri spennumynd. Niðurstaða: Vel leikin, skemmtileg og spennandi mynd.
Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira