Grátur og gnístran tanna Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2012 15:00 Bíó. Extremely Loud and Incredibly Close. Leikstjórn: Stephen Daldry. Leikarar: Thomas Horn, Tom Hanks, Sandra Bullock, Max von Sydow, Viola Davis, John Goodman, Jeffrey Wright. Í New York árið 2001 býr Thomas nokkur Schell, eldklár en sérstakur piltur sem missir föður sinn í árásinni á Tvíburaturnana 11. september. Eins og gefur að skilja á drengurinn erfitt með að aðlagast föðurleysinu og sætta sig við missinn, þó að ástrík móðir hans vilji allt fyrir hann gera, og eftir að Thomas finnur dularfullan lykil í dóti föður síns leggur hann af stað í mikla leit um alla borg að lásnum sem hann gengur að. Þó leikstjórinn sé breskur á hann í litlum vandræðum með að fylla myndina af bandarískri ofurtilfinningasemi að hætti Hollywood. Efnið býður að vísu hættunni heim, en myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Jonathan Safran Foer sem naut mikilla vinsælda vestanhafs. Það væri bæði ástæðulaust og ósmekklegt að fjalla á kaldranalegan máta um árásirnar á World Trade Center en hér er stundum stigið óþarflega mikið yfir vellustrikið. Samt keppir myndin um sjálf Óskarsverðlaunin fyrir bestu mynd. Myndin á þó ágæta spretti inn á milli. Hinn ungi Thomas Horn stendur sig frábærlega í sínu hlutverki og Tom Hanks er traustur sem hressi pabbinn. Auðvitað er hann það, hann er holdgervingur hressa pabbans. Max Von Sydow fékk síðan tilnefningu fyrir rullu sína sem þögla gamalmennið sem hjálpar syrgjandi strákpjakknum að leita lássins, en satt best að segja skil ég ekki hvers vegna. Sydow er frábær leikari sem hefur aðeins einu sinni áður verið tilnefndur. Hér gengur hann um götur og sýnir útkrotaðar hendur sínar til skiptis á milli þess sem hann skrifar í gormabók, og uppsker aukaleikaratilnefningu fyrir það. Spes, en líklega lýsandi fyrir hið magra Óskarsár 2011. Niðurstaða: Ekki alslæm mynd, en rembist ítrekað við að græta áhorfendur. Leikararnir halda þessu uppi. Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó. Extremely Loud and Incredibly Close. Leikstjórn: Stephen Daldry. Leikarar: Thomas Horn, Tom Hanks, Sandra Bullock, Max von Sydow, Viola Davis, John Goodman, Jeffrey Wright. Í New York árið 2001 býr Thomas nokkur Schell, eldklár en sérstakur piltur sem missir föður sinn í árásinni á Tvíburaturnana 11. september. Eins og gefur að skilja á drengurinn erfitt með að aðlagast föðurleysinu og sætta sig við missinn, þó að ástrík móðir hans vilji allt fyrir hann gera, og eftir að Thomas finnur dularfullan lykil í dóti föður síns leggur hann af stað í mikla leit um alla borg að lásnum sem hann gengur að. Þó leikstjórinn sé breskur á hann í litlum vandræðum með að fylla myndina af bandarískri ofurtilfinningasemi að hætti Hollywood. Efnið býður að vísu hættunni heim, en myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Jonathan Safran Foer sem naut mikilla vinsælda vestanhafs. Það væri bæði ástæðulaust og ósmekklegt að fjalla á kaldranalegan máta um árásirnar á World Trade Center en hér er stundum stigið óþarflega mikið yfir vellustrikið. Samt keppir myndin um sjálf Óskarsverðlaunin fyrir bestu mynd. Myndin á þó ágæta spretti inn á milli. Hinn ungi Thomas Horn stendur sig frábærlega í sínu hlutverki og Tom Hanks er traustur sem hressi pabbinn. Auðvitað er hann það, hann er holdgervingur hressa pabbans. Max Von Sydow fékk síðan tilnefningu fyrir rullu sína sem þögla gamalmennið sem hjálpar syrgjandi strákpjakknum að leita lássins, en satt best að segja skil ég ekki hvers vegna. Sydow er frábær leikari sem hefur aðeins einu sinni áður verið tilnefndur. Hér gengur hann um götur og sýnir útkrotaðar hendur sínar til skiptis á milli þess sem hann skrifar í gormabók, og uppsker aukaleikaratilnefningu fyrir það. Spes, en líklega lýsandi fyrir hið magra Óskarsár 2011. Niðurstaða: Ekki alslæm mynd, en rembist ítrekað við að græta áhorfendur. Leikararnir halda þessu uppi.
Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira