Kolfinna lokaði sýningu Marc Jacobs í New York 16. febrúar 2012 07:00 Kolfinna Kristófersdóttir leit vel út á tískupallinum hjá undirlínunni Marc by Marc Jacobs en fyrirsætunni var sýnt það traust að loka sýningunni með því að ganga síðust fram á tískupallinn en það þykir mikill heiður. Nordicphotos/afp Það er óhætt að segja að fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir sé að gera það gott í tískuheiminum um þessar mundir. Hún hefur verið í miklu uppáhaldi hjá hönnuðinum Alexander Wang og nú hefur sjálfur Marc Jacobs uppgötvað íslensku fyrirsætuna. Kolfinna þrammaði tískupallana fyrir báðar fatalínur hans, Marc by Marc Jacobs og Marc Jacobs. Hún fékk að loka fyrrnefndu sýningunni en það þykir mikill heiður fyrir fyrirsætur að ganga fyrst eða síðust út á pallinn. Tískuvikan er í fullum gangi í New York en aðalfatalína Marc Jacobs hefur hlotið misjafnar viðtökur. Það er óhætt að segja að hann hafi farið ótroðnar slóðir þegar kemur að hausttískunni í ár. Sjálfur segist hönnuðurinn hafa orðið fyrir áhrifum kvenna á borð við Önnu Piaggi og Lynn Yaeger sem báðar eru djarfar í fatavali. Vogue lofsamar línuna sem einkennist af síðum frökkum og skóm með stórum sylgjum, en tískubloggarar eru ekki eins hrifnir. - áp Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Það er óhætt að segja að fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir sé að gera það gott í tískuheiminum um þessar mundir. Hún hefur verið í miklu uppáhaldi hjá hönnuðinum Alexander Wang og nú hefur sjálfur Marc Jacobs uppgötvað íslensku fyrirsætuna. Kolfinna þrammaði tískupallana fyrir báðar fatalínur hans, Marc by Marc Jacobs og Marc Jacobs. Hún fékk að loka fyrrnefndu sýningunni en það þykir mikill heiður fyrir fyrirsætur að ganga fyrst eða síðust út á pallinn. Tískuvikan er í fullum gangi í New York en aðalfatalína Marc Jacobs hefur hlotið misjafnar viðtökur. Það er óhætt að segja að hann hafi farið ótroðnar slóðir þegar kemur að hausttískunni í ár. Sjálfur segist hönnuðurinn hafa orðið fyrir áhrifum kvenna á borð við Önnu Piaggi og Lynn Yaeger sem báðar eru djarfar í fatavali. Vogue lofsamar línuna sem einkennist af síðum frökkum og skóm með stórum sylgjum, en tískubloggarar eru ekki eins hrifnir. - áp
Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira