Jón Margeir skráði nafn sitt í sögubækurnar | Myndasyrpa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2012 22:11 Jón Margeir og 17500 áhorfendur í sundhöllinni í London hlýddu á þjóðsöng Íslands. Nordicphotos/Getty Eflaust hafa tár fallið á mörgum íslenskum heimilum í dag þegar sundkappinn Jón Margeir Sverrisson vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í London. „Þetta er algjör draumur. Ég bjóst ekki við því endilega að ná fyrsta sæti. Ég er búinn að skrá mig í sögubækurnar," sagði Jón Margeir í samtali við íþróttadeild Vísis að lokinni verðlaunaafhendingunni. Jón Margeir kom í mark 17/100 úr sekúndu á undan Ástralanum Daniel Fox og setti nýtt heims- og Ólympíumet. Fox náði besta tímanum í undanúrslitunum í morgun og hafði forystu við fyrsta snúning að loknum 50 metrum. Við næsta snúning var forystan Jóns Margeirs sem lét hana aldrei af hendi. „Þegar það voru 25 metrar eftir sá ég að Daniel Fox var að ná mér. Ég ákvað „Nei, nei, nei. Nú gef ég í og verð á undan honum," og það hafðist," sagði Kópavogsbúinn 19 ára sem felldi tár þegar hann kom í mark. Hann var ekki sá eini. „Amma og afi auk hinna í fjölskyldunni hafa grátið stanslaust af gleði," sagði Jón Margeir og þakkaði öllum þeim sem höfðu stutt hann á einn eða annan hátt í undirbúningi sínum. Sundkappinn sagðist ekki ætla að fagna verðlaununum frekar heldur væri hvíld framundan. „Ég ætla upp á herbergi og hvíla mig. Ég er alveg búinn á því. Það liggur við að ég þurfi að panta hjólastól, ég er svo þreyttur," sagði íþróttamaðurinn einstaki sem hafði í nógu að snúast eftir afrek dagsins. „Það eru allir búnir að reyna að taka myndir af mér. Mynd eftir mynd eftir mynd. Áhorfendur, sundfólk og bara allir," sagði Jón Margeir léttur en kappinn beit í verðlaunapeninginn eins og tíðkast. „Ég er búinn að prófa að bíta í hann. Hann er frekar skrýtinn á bragðið og grjótharður," sagði Jón Margeir og hló. Sund Tengdar fréttir Ólympíugull og heimsmet hjá Jóni Margeiri Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 16:57 Jón Margeir í úrslit á nýju Íslandsmeti | Kolbrún Alda stórbætti metið Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson setti glæsilegt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíumóti fatlaðra í London í morgun. Hann kom í mark á 2:00,32 mínútum og náði næstbesta tíma undanrásanna. Úrslitasundið verður síðar í dag. 2. september 2012 09:50 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Oftar leitað að Littler en Karli Bretakonungi og Starmer á Google Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Snæfríður hóf HM á Íslandsmeti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Sjá meira
Eflaust hafa tár fallið á mörgum íslenskum heimilum í dag þegar sundkappinn Jón Margeir Sverrisson vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í London. „Þetta er algjör draumur. Ég bjóst ekki við því endilega að ná fyrsta sæti. Ég er búinn að skrá mig í sögubækurnar," sagði Jón Margeir í samtali við íþróttadeild Vísis að lokinni verðlaunaafhendingunni. Jón Margeir kom í mark 17/100 úr sekúndu á undan Ástralanum Daniel Fox og setti nýtt heims- og Ólympíumet. Fox náði besta tímanum í undanúrslitunum í morgun og hafði forystu við fyrsta snúning að loknum 50 metrum. Við næsta snúning var forystan Jóns Margeirs sem lét hana aldrei af hendi. „Þegar það voru 25 metrar eftir sá ég að Daniel Fox var að ná mér. Ég ákvað „Nei, nei, nei. Nú gef ég í og verð á undan honum," og það hafðist," sagði Kópavogsbúinn 19 ára sem felldi tár þegar hann kom í mark. Hann var ekki sá eini. „Amma og afi auk hinna í fjölskyldunni hafa grátið stanslaust af gleði," sagði Jón Margeir og þakkaði öllum þeim sem höfðu stutt hann á einn eða annan hátt í undirbúningi sínum. Sundkappinn sagðist ekki ætla að fagna verðlaununum frekar heldur væri hvíld framundan. „Ég ætla upp á herbergi og hvíla mig. Ég er alveg búinn á því. Það liggur við að ég þurfi að panta hjólastól, ég er svo þreyttur," sagði íþróttamaðurinn einstaki sem hafði í nógu að snúast eftir afrek dagsins. „Það eru allir búnir að reyna að taka myndir af mér. Mynd eftir mynd eftir mynd. Áhorfendur, sundfólk og bara allir," sagði Jón Margeir léttur en kappinn beit í verðlaunapeninginn eins og tíðkast. „Ég er búinn að prófa að bíta í hann. Hann er frekar skrýtinn á bragðið og grjótharður," sagði Jón Margeir og hló.
Sund Tengdar fréttir Ólympíugull og heimsmet hjá Jóni Margeiri Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 16:57 Jón Margeir í úrslit á nýju Íslandsmeti | Kolbrún Alda stórbætti metið Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson setti glæsilegt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíumóti fatlaðra í London í morgun. Hann kom í mark á 2:00,32 mínútum og náði næstbesta tíma undanrásanna. Úrslitasundið verður síðar í dag. 2. september 2012 09:50 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Oftar leitað að Littler en Karli Bretakonungi og Starmer á Google Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Snæfríður hóf HM á Íslandsmeti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Sjá meira
Ólympíugull og heimsmet hjá Jóni Margeiri Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 16:57
Jón Margeir í úrslit á nýju Íslandsmeti | Kolbrún Alda stórbætti metið Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson setti glæsilegt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíumóti fatlaðra í London í morgun. Hann kom í mark á 2:00,32 mínútum og náði næstbesta tíma undanrásanna. Úrslitasundið verður síðar í dag. 2. september 2012 09:50