Jakob Jóhann: Ríó 2016 er lokkandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 28. júlí 2012 08:00 Jakob Jóhann Sveinsson. Mynd/Valli Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Jakob Jóhann Sveinsson þarf þó varla kynningu enda að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum. „Mér finnst reyndar stutt síðan ég keppti í Sydney en það eru víst tólf ár síðan. Tíminn líður bara svona hratt," sagði hann glaðbeittur. „En þetta er alltaf nokkuð svipað. Sundlaugin er nærri því alveg eins og í Sydney og Peking en þetta var aðeins öðruvísi í Aþenu - þar var allt nokkurn veginn hálflklárað." „Þorpið er svo mjög flott og óhætt að segja að Bretarnir séu að standast Kínverjunum snúning - sem kom mér skemmtilega á óvart." Það er búið að vera mikið flakk á íslenska sundfólkinu sem hefur verið við keppni og æfingar víða í Evrópu. „Síðan í maí höfum við farið til Englands, Frakklands, Spánar og Ungverjalands. En þetta er það sem manni finnst skemmtilegast að gera og þetta er því draumalífið." Jakob Jóhann hefur verið okkar sterkasti bringusundskappi um árabil en hans bestu tímar eru flestir frá 2009. Hann útilokar ekki að geta bætt Íslandsmetin sín nú. „Ég held að ég verði í mínu besta formi hér á leikunum - allavega á þessu tímabili. Það er búið að ganga á ýmsu í ár - ég meiddist í febrúar, var rændur á Spáni og missti vin minn rétt fyrir EM í Ungverjalandi," segir hann. „En núna hefur maður náð að slappa aðeins af. Það er búið að ganga á ýmsu en ég hef trú á að þetta sé allt saman að snúast mér í hag. Ég var mjög nálægt því í fyrra að bæta mína bestu tíma en gerði ákveðin mistök í sundinu. Ef ég næ að laga það allt þá er ég í fínum málum." Jakob Jóhann komst fyrst inn í 100 m bringusundið og hefur því einbeitt sér að því. „Ég bjóst aldrei við að komast inn í 200 m bringsundið," sagði hann. „En ég fékk boð í það líka og sá enga ástæðu til að afþakka það. Ég mun keppa í 100 m fyrst og svo verður það bara skemmtun fyrir mig að keppa í 200 metrunum." „Ég hef alltaf náð mínu besta fram á síðasta móti ársins og ég held að þetta verði svipað núna. Hvað framhaldið varðar er allt óákveðið. Fyrst ætla ég að taka frí og sjá svo til." Hann viðurkennir þó að það freisti hans að keppa einnig í Ríó eftir fjögur ár. „Það væri gaman og hafa margir hvatt mig til þess. Ég er með Ólympíuhringina fimm tattúveraða á handlegginn og með ártölin í hverjum hring. Það væri gaman að fylla allra hringina."Jakob Jóhann Sveinsson 30 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 100 m bringusund: 28. júlí 200 m bringusund: 31. júlí Sund Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Gullverðlaunahafi á ÓL ætlar í NFL deildina Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Sjá meira
Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Jakob Jóhann Sveinsson þarf þó varla kynningu enda að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum. „Mér finnst reyndar stutt síðan ég keppti í Sydney en það eru víst tólf ár síðan. Tíminn líður bara svona hratt," sagði hann glaðbeittur. „En þetta er alltaf nokkuð svipað. Sundlaugin er nærri því alveg eins og í Sydney og Peking en þetta var aðeins öðruvísi í Aþenu - þar var allt nokkurn veginn hálflklárað." „Þorpið er svo mjög flott og óhætt að segja að Bretarnir séu að standast Kínverjunum snúning - sem kom mér skemmtilega á óvart." Það er búið að vera mikið flakk á íslenska sundfólkinu sem hefur verið við keppni og æfingar víða í Evrópu. „Síðan í maí höfum við farið til Englands, Frakklands, Spánar og Ungverjalands. En þetta er það sem manni finnst skemmtilegast að gera og þetta er því draumalífið." Jakob Jóhann hefur verið okkar sterkasti bringusundskappi um árabil en hans bestu tímar eru flestir frá 2009. Hann útilokar ekki að geta bætt Íslandsmetin sín nú. „Ég held að ég verði í mínu besta formi hér á leikunum - allavega á þessu tímabili. Það er búið að ganga á ýmsu í ár - ég meiddist í febrúar, var rændur á Spáni og missti vin minn rétt fyrir EM í Ungverjalandi," segir hann. „En núna hefur maður náð að slappa aðeins af. Það er búið að ganga á ýmsu en ég hef trú á að þetta sé allt saman að snúast mér í hag. Ég var mjög nálægt því í fyrra að bæta mína bestu tíma en gerði ákveðin mistök í sundinu. Ef ég næ að laga það allt þá er ég í fínum málum." Jakob Jóhann komst fyrst inn í 100 m bringusundið og hefur því einbeitt sér að því. „Ég bjóst aldrei við að komast inn í 200 m bringsundið," sagði hann. „En ég fékk boð í það líka og sá enga ástæðu til að afþakka það. Ég mun keppa í 100 m fyrst og svo verður það bara skemmtun fyrir mig að keppa í 200 metrunum." „Ég hef alltaf náð mínu besta fram á síðasta móti ársins og ég held að þetta verði svipað núna. Hvað framhaldið varðar er allt óákveðið. Fyrst ætla ég að taka frí og sjá svo til." Hann viðurkennir þó að það freisti hans að keppa einnig í Ríó eftir fjögur ár. „Það væri gaman og hafa margir hvatt mig til þess. Ég er með Ólympíuhringina fimm tattúveraða á handlegginn og með ártölin í hverjum hring. Það væri gaman að fylla allra hringina."Jakob Jóhann Sveinsson 30 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 100 m bringusund: 28. júlí 200 m bringusund: 31. júlí
Sund Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Gullverðlaunahafi á ÓL ætlar í NFL deildina Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Sjá meira