Kom heim með stóran samning við Elite 16. desember 2011 16:00 Efnileg Magdalena Sara Leifsdóttir, til vinstri, tók þátt í Alþjóðlegu Elite-keppninni í Sjanghæ og heillaði forsvarsmenn Elite upp úr skónum. Hér er hún í Sjanghæ ásamt vinkonu sinni Barböru frá Serbíu. „Þetta var mikil upplifun og ég veit núna að mig langar að láta reyna á fyrirsætustarfið,“ segir Elite-fyrirsætan Magdalena Sara Leifsdóttir, en hún er nýkomin heim frá Kína þar sem hún tók þátt í alþjóðlegu Elite-keppninni. Magdalenu gekk vel úti, en hún heillaði forsvarsmenn Elite og kom heim með fyrirsætusamning við alþjóðlegu Elite-skrifstofuna. Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjóri Elite á Íslandi, segir að samningurinn sé einn sá stærsti sem hafi verið gerður við íslenska fyrirsætu. „Þetta þýðir að hún er komin inn hjá öllum 37 Elite-skrifstofunum úti í heimi og í raun loforð um að þeir ætli að gera hana að ofurfyrirsætu. Það voru allir mjög hrifnir af henni. Hún er kannski ekki að fara á forsíðu Vogue á næsta ári en þetta er langt ferli enda er hún enn þá ung,“ segir Arnar Gauti, sem var í skýjunum yfir árangri Magdalenu. Úrslitakvöldið fór fram í tónleikahöll í Sjanghæ sem rúmaði um þrjú þúsund manns og var sýnt beint frá keppninni í kínverska sjónvarpinu. Kynnir kvöldsins var leikkonan Nikki Reed úr Twilight-myndunum og Kylie Minogue tróð upp. „Ég var smá stressuð fyrst yfir að fara fram á svið en þetta var svo fljótt að líða og rosalega gaman. Ég kynntist fullt af skemmtilegum stelpum sem ég ætla að halda sambandi við.“ Magdalena var í Kína í tvær vikur, en hún er að klára tíunda bekk í Álfhólsskóla. Þessa dagana er hún að vinna það upp sem hún missti af í skólanum á meðan hún var úti en hún var svo heppin að foreldrar hennar, Þórey G. Guðmundsdóttir og Leifur Eiríksson, fylgdu henni til Kína. „Það var mjög gott að hafa þau með þó að ég hitti þau nú ekki mikið. Við vorum á sama hóteli og ég gat heilsað upp á þau í morgunmat og rakst stundum á þau í lyftunni,“ segir Magdalena og bætir við að mjög fagmannlega hafi verið staðið að öllu í keppninnni. Móðir hennar Þórey tekur í sama streng og segir fjölskylduna styðja Magdalenu í að koma sér áfram í fyrirsætubransanum. „Ef þetta er það sem hún vill gera styðjum við hana en auðvitað fylgja þessu blendnar tilfinningar enda harður bransi. Þetta er langt ferli sem er fyrir höndum og við tökum öllu með ró.“ [email protected] Lífið Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
„Þetta var mikil upplifun og ég veit núna að mig langar að láta reyna á fyrirsætustarfið,“ segir Elite-fyrirsætan Magdalena Sara Leifsdóttir, en hún er nýkomin heim frá Kína þar sem hún tók þátt í alþjóðlegu Elite-keppninni. Magdalenu gekk vel úti, en hún heillaði forsvarsmenn Elite og kom heim með fyrirsætusamning við alþjóðlegu Elite-skrifstofuna. Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjóri Elite á Íslandi, segir að samningurinn sé einn sá stærsti sem hafi verið gerður við íslenska fyrirsætu. „Þetta þýðir að hún er komin inn hjá öllum 37 Elite-skrifstofunum úti í heimi og í raun loforð um að þeir ætli að gera hana að ofurfyrirsætu. Það voru allir mjög hrifnir af henni. Hún er kannski ekki að fara á forsíðu Vogue á næsta ári en þetta er langt ferli enda er hún enn þá ung,“ segir Arnar Gauti, sem var í skýjunum yfir árangri Magdalenu. Úrslitakvöldið fór fram í tónleikahöll í Sjanghæ sem rúmaði um þrjú þúsund manns og var sýnt beint frá keppninni í kínverska sjónvarpinu. Kynnir kvöldsins var leikkonan Nikki Reed úr Twilight-myndunum og Kylie Minogue tróð upp. „Ég var smá stressuð fyrst yfir að fara fram á svið en þetta var svo fljótt að líða og rosalega gaman. Ég kynntist fullt af skemmtilegum stelpum sem ég ætla að halda sambandi við.“ Magdalena var í Kína í tvær vikur, en hún er að klára tíunda bekk í Álfhólsskóla. Þessa dagana er hún að vinna það upp sem hún missti af í skólanum á meðan hún var úti en hún var svo heppin að foreldrar hennar, Þórey G. Guðmundsdóttir og Leifur Eiríksson, fylgdu henni til Kína. „Það var mjög gott að hafa þau með þó að ég hitti þau nú ekki mikið. Við vorum á sama hóteli og ég gat heilsað upp á þau í morgunmat og rakst stundum á þau í lyftunni,“ segir Magdalena og bætir við að mjög fagmannlega hafi verið staðið að öllu í keppninnni. Móðir hennar Þórey tekur í sama streng og segir fjölskylduna styðja Magdalenu í að koma sér áfram í fyrirsætubransanum. „Ef þetta er það sem hún vill gera styðjum við hana en auðvitað fylgja þessu blendnar tilfinningar enda harður bransi. Þetta er langt ferli sem er fyrir höndum og við tökum öllu með ró.“ [email protected]
Lífið Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira