Íslensk jólatré eru allra hagur Einar Örn Jónsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Verulega hefur dregið úr innflutningi á erlendum jólatrjám hingað til lands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Innlend tré hafa haldið sínum hlut á markaðnum og sjá íslenskir jólatrjáaræktendur nú ýmis sóknarfæri framundan. Innlend jólatré standast vel samanburð við erlend þegar litið er til verðs og gæða. Þegar áhrif þeirra á samfélag okkar og umhverfi eru tekin með í reikninginn hafa þau margt fram yfir þau erlendu. Það kæmi því öllum til góða að auka hlutdeild þeirra á markaðnum. Með aukinni ræktun og sölu íslenskra jólatrjáa er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, spara gjaldeyri og skapa atvinnu. Sú vinna einskorðast ekki við aðventuna enda þarf að sinna ræktun og umhirðu trjáa frá vori til hausts. Jafnframt myndi efling innlendrar jólatrjáaræktunar skjóta sterkari stoðum undir skógarvinnslu og markað með skógarafurðir hér á landi. Sú atvinnugrein er enn sem komið er ung og óþroskuð en hefur alla burði til að blómstra ef hlúð er að henni. Eiturefni og óboðnir gestirEkki má heldur gleyma því að það er mun umhverfisvænna að velja innlend jólatré en erlend. Ekki þarf að flytja þau á skipi yfir hafið með tilheyrandi mengun. Við ræktun innlendra trjáa er nánast engum eiturefnum beitt en notkun þeirra er algeng víða erlendis, meðal annars í Danmörku, þaðan sem Íslendingar kaupa flest jólatré. Eiturefnunum er einkum ætlað að halda niðri illgresi og skordýrum en öðrum dýrum og plöntum stafar einnig hætta af notkun þeirra auk þess sem þau geta mengað vatnsból. Þá er sú hætta alltaf til staðar að óboðnir gestir berist hingað til lands með innfluttum jólatrjám svo sem skordýr og plöntusjúkdómar sem geta valdið ómældum skaða á gróðri. Sitkalús og furulús eru dæmi um slík skaðræðiskvikindi sem talið er að hafi borist til landsins með jólatrjám eða hnausplöntum. Auðlindin vex og dafnarMeð því að velja íslenskt jólatré leggur maður jafnframt sitt af mörkum til umhirðu og ræktun skóga á Íslandi, einu skóglausasta landi Evrópu. Víðast hvar er jólatrjáahöggið liður í nauðsynlegri grisjun ungskóga. Það er því ekki gengið á auðlindina heldur vex hún og dafnar við grisjunina. Fyrir hvert fellt tré má svo reikna með að 30-40 ný tré verði gróðursett. Af þessu má sjá að það borgar sig að velja íslenskt jólatré. Með því er maður ekki aðeins að styrkja innlenda atvinnusköpun og spara gjaldeyri heldur nýtur umhverfið einnig góðs af því á margvíslegan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Skoðanir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Verulega hefur dregið úr innflutningi á erlendum jólatrjám hingað til lands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Innlend tré hafa haldið sínum hlut á markaðnum og sjá íslenskir jólatrjáaræktendur nú ýmis sóknarfæri framundan. Innlend jólatré standast vel samanburð við erlend þegar litið er til verðs og gæða. Þegar áhrif þeirra á samfélag okkar og umhverfi eru tekin með í reikninginn hafa þau margt fram yfir þau erlendu. Það kæmi því öllum til góða að auka hlutdeild þeirra á markaðnum. Með aukinni ræktun og sölu íslenskra jólatrjáa er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, spara gjaldeyri og skapa atvinnu. Sú vinna einskorðast ekki við aðventuna enda þarf að sinna ræktun og umhirðu trjáa frá vori til hausts. Jafnframt myndi efling innlendrar jólatrjáaræktunar skjóta sterkari stoðum undir skógarvinnslu og markað með skógarafurðir hér á landi. Sú atvinnugrein er enn sem komið er ung og óþroskuð en hefur alla burði til að blómstra ef hlúð er að henni. Eiturefni og óboðnir gestirEkki má heldur gleyma því að það er mun umhverfisvænna að velja innlend jólatré en erlend. Ekki þarf að flytja þau á skipi yfir hafið með tilheyrandi mengun. Við ræktun innlendra trjáa er nánast engum eiturefnum beitt en notkun þeirra er algeng víða erlendis, meðal annars í Danmörku, þaðan sem Íslendingar kaupa flest jólatré. Eiturefnunum er einkum ætlað að halda niðri illgresi og skordýrum en öðrum dýrum og plöntum stafar einnig hætta af notkun þeirra auk þess sem þau geta mengað vatnsból. Þá er sú hætta alltaf til staðar að óboðnir gestir berist hingað til lands með innfluttum jólatrjám svo sem skordýr og plöntusjúkdómar sem geta valdið ómældum skaða á gróðri. Sitkalús og furulús eru dæmi um slík skaðræðiskvikindi sem talið er að hafi borist til landsins með jólatrjám eða hnausplöntum. Auðlindin vex og dafnarMeð því að velja íslenskt jólatré leggur maður jafnframt sitt af mörkum til umhirðu og ræktun skóga á Íslandi, einu skóglausasta landi Evrópu. Víðast hvar er jólatrjáahöggið liður í nauðsynlegri grisjun ungskóga. Það er því ekki gengið á auðlindina heldur vex hún og dafnar við grisjunina. Fyrir hvert fellt tré má svo reikna með að 30-40 ný tré verði gróðursett. Af þessu má sjá að það borgar sig að velja íslenskt jólatré. Með því er maður ekki aðeins að styrkja innlenda atvinnusköpun og spara gjaldeyri heldur nýtur umhverfið einnig góðs af því á margvíslegan hátt.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun