Hinn slembni maður Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 16. nóvember 2011 06:00 Ég hef lengi staðið í þeirri trú að ég sé góður í steinn, skæri og blað. Mig grunar, hef ekki tekið það saman, að síðustu tíu ár hafi ég unnið í kringum 60 prósent viðureigna minna. Sé vinningshlutfalls-kompásinn minn nokkurn veginn réttur þá er það auðvitað nokkuð vel af sér vikið. Undanfarið er hins vegar aðeins farið að falla á silfrið. Mér hefur gengið sérdeilis illa í viðureignum mínum við vini og félaga og grunar jafnvel að vinningshlutfallið sé farið að nálgast 55 prósent. Ef einhver er að velta því fyrir sér þá spila ég steinn, skæri og blað ansi oft enda sérdeilis góð leið til að útkljá deilur. Það eru þó ekki ófarir mínar gegn mannlegum spilurum sem hafa valdið mér hugarangri enda kannski eðlilegt að vinningshlutfallið sé að leita í átt að helmingi. Það eru ófarir mínar gegn tölvuforriti sem ég rakst nýverið á sem ég hyggst fjalla um. Tölvuforrit þetta nemur allar minnstu reglur í spilamennsku þinni og nýtir miskunnarlaust gegn þér. Þetta veldur því að það hefur þig undir í 60 jafnvel 70 prósentum tilvika og það er ekkert sem þú getur gert í því. Ja, nema eitt. Með því að vera fullkomlega slembinn getur maður náð jöfnu við tölvuna og meira að segja unnið hana oftar um tíma sé maður heppinn. Vandinn er bara sá að rannsóknir hafa leitt í ljós að það virðist vera manninum ófært að vera fullkomlega slembinn. Þetta þýðir að góður spilari getur nýtt sér reglur í spilamennsku svo til allra annarra spilara hvort sem það er í steinn, skæri og blað, póker, fótbolta eða nokkrum öðrum leik eða íþrótt þar sem það skiptir máli að vera ófyrirsjáanlegur. Pókerspilari sem hyggst ná árangri má ekki eingöngu veðja þegar hann hefur góð spil og aldrei þegar hann hefur slæm spil. Hinir spilararnir eru fljótir að átta sig á því og forðast því að kalla veðmálin hans svo hann vinnur ekkert. Pókerspilari sem getur verið fullkomlega slembinn í veðmálum sínum, að gefnu ákveðnu „blöff"-hlutfalli, hefur augljóslega forskot á hina. Og hver er þá lausnin við þessu vandamáli? Jú, það er til lausn og hún er náskyld því hvernig tölvur leysa sama vandamál, því tölvur, eins og menn, geta ekki verið fullkomlega slembnar. Með því að nota úr og láta sekúnduvísinn ráða því hvað þú gerir getur maður verið svo til slembinn. Ef þú vilt vera svo til ósigrandi í steinn, skæri og blað þá skaltu bara líta á úrið þitt, láta hvern þriðjung klukkuskífunnar tákna einn valmöguleika og láta sekúnduvísinn velja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór
Ég hef lengi staðið í þeirri trú að ég sé góður í steinn, skæri og blað. Mig grunar, hef ekki tekið það saman, að síðustu tíu ár hafi ég unnið í kringum 60 prósent viðureigna minna. Sé vinningshlutfalls-kompásinn minn nokkurn veginn réttur þá er það auðvitað nokkuð vel af sér vikið. Undanfarið er hins vegar aðeins farið að falla á silfrið. Mér hefur gengið sérdeilis illa í viðureignum mínum við vini og félaga og grunar jafnvel að vinningshlutfallið sé farið að nálgast 55 prósent. Ef einhver er að velta því fyrir sér þá spila ég steinn, skæri og blað ansi oft enda sérdeilis góð leið til að útkljá deilur. Það eru þó ekki ófarir mínar gegn mannlegum spilurum sem hafa valdið mér hugarangri enda kannski eðlilegt að vinningshlutfallið sé að leita í átt að helmingi. Það eru ófarir mínar gegn tölvuforriti sem ég rakst nýverið á sem ég hyggst fjalla um. Tölvuforrit þetta nemur allar minnstu reglur í spilamennsku þinni og nýtir miskunnarlaust gegn þér. Þetta veldur því að það hefur þig undir í 60 jafnvel 70 prósentum tilvika og það er ekkert sem þú getur gert í því. Ja, nema eitt. Með því að vera fullkomlega slembinn getur maður náð jöfnu við tölvuna og meira að segja unnið hana oftar um tíma sé maður heppinn. Vandinn er bara sá að rannsóknir hafa leitt í ljós að það virðist vera manninum ófært að vera fullkomlega slembinn. Þetta þýðir að góður spilari getur nýtt sér reglur í spilamennsku svo til allra annarra spilara hvort sem það er í steinn, skæri og blað, póker, fótbolta eða nokkrum öðrum leik eða íþrótt þar sem það skiptir máli að vera ófyrirsjáanlegur. Pókerspilari sem hyggst ná árangri má ekki eingöngu veðja þegar hann hefur góð spil og aldrei þegar hann hefur slæm spil. Hinir spilararnir eru fljótir að átta sig á því og forðast því að kalla veðmálin hans svo hann vinnur ekkert. Pókerspilari sem getur verið fullkomlega slembinn í veðmálum sínum, að gefnu ákveðnu „blöff"-hlutfalli, hefur augljóslega forskot á hina. Og hver er þá lausnin við þessu vandamáli? Jú, það er til lausn og hún er náskyld því hvernig tölvur leysa sama vandamál, því tölvur, eins og menn, geta ekki verið fullkomlega slembnar. Með því að nota úr og láta sekúnduvísinn ráða því hvað þú gerir getur maður verið svo til slembinn. Ef þú vilt vera svo til ósigrandi í steinn, skæri og blað þá skaltu bara líta á úrið þitt, láta hvern þriðjung klukkuskífunnar tákna einn valmöguleika og láta sekúnduvísinn velja.