Selja eigin hönnun fyrir námsferð 11. nóvember 2011 21:00 Stúlkurnar á fyrsta ári í fatahönnun í Listaháskólanum sauma töskur og prenta á boli og munu selja varninginn til að safna fyrir starfsnámi. fréttablaðið/vilhelm Við vissum að það væri dýrt að fara út í starfsnám og ákváðum því að taka höndum saman og hanna töskur og boli til að selja og reyna þannig að fjármagna ferðina okkar út,“ segir Áslaug Sigurðardóttir, nemandi á fyrsta ári í fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Áslaug og bekkjarsystur hennar munu selja vörurnar á opnum degi í skólanum á morgun. Venja er að nemendur fari í starfsnám til Parísar og verði sér þar úti um dýrmæta reynslu. Þeir dvelja í borginni í alls sex vikur og vinna launalaust fyrir ýmsa nafntogaða hönnuði og kynnast í leiðinni ólíkum hliðum á tískuiðnaðinum. Þar sem ferðin út getur kostað sitt ákváðu stúlkurnar að vera duglegar að safna fyrir ferðinni og eru nú í óða önn að sauma tautöskur og prenta á boli. „Nýleg rannsókn á plastpokainnkaupum fólks sýndi að það eyddi rosalegum upphæðum í plastpoka. Okkur fannst þess vegna sniðugt að búa til taupoka til að selja því þeir eru bæði endurnotanlegir og umhverfisvænir. Við saumum töskurnar sjálfar og prentum svo myndir á þær,“ útskýrir Áslaug, sem segir myndina á töskunum vera túlkun nemendanna á hinu fræga kennileyti Parísarborgar, Eiffelturninum sjálfum. „Við fórum á netið í leit að innblæstri og fundum nokkrar skemmtilegar myndir af Eiffelturninum sem við ákváðum að vinna með áfram.” Alls eru átta stúlkur í bekknum og því mikil vinna sem liggur að baki því að sauma sextíu töskur og prenta myndir á þær og bolina. Áslaug segir þær þó duglegar að hjálpast að og deila á milli sín verkefnum. Stúlkurnar munu selja vörurnar á opnum degi Listaháskólans í húsnæði skólans við Laugarnesveg á milli 11 og 16. Í leiðinni er hægt að skoða skólann og kynnast starfsemi hans nánar. Allar deildir skólans verða viðstaddar á opnum degi og meðal þess sem hægt verður að skoða eru veggspjöld og leturhönnun frá nemendum í grafískri hönnun og verkefni nemenda í vöruhönnun og arkitektúr. Auk þess munu nemendur úr myndlistardeild vera með leiðsögn um húsið og vinnustofur sínar, nemendur í tónlistardeild skólans munu flytja lifandi tónlist og nemar á leikarabraut og samtímadansbraut verða með kynningardagskrá á klukkutíma fresti. [email protected] Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Við vissum að það væri dýrt að fara út í starfsnám og ákváðum því að taka höndum saman og hanna töskur og boli til að selja og reyna þannig að fjármagna ferðina okkar út,“ segir Áslaug Sigurðardóttir, nemandi á fyrsta ári í fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Áslaug og bekkjarsystur hennar munu selja vörurnar á opnum degi í skólanum á morgun. Venja er að nemendur fari í starfsnám til Parísar og verði sér þar úti um dýrmæta reynslu. Þeir dvelja í borginni í alls sex vikur og vinna launalaust fyrir ýmsa nafntogaða hönnuði og kynnast í leiðinni ólíkum hliðum á tískuiðnaðinum. Þar sem ferðin út getur kostað sitt ákváðu stúlkurnar að vera duglegar að safna fyrir ferðinni og eru nú í óða önn að sauma tautöskur og prenta á boli. „Nýleg rannsókn á plastpokainnkaupum fólks sýndi að það eyddi rosalegum upphæðum í plastpoka. Okkur fannst þess vegna sniðugt að búa til taupoka til að selja því þeir eru bæði endurnotanlegir og umhverfisvænir. Við saumum töskurnar sjálfar og prentum svo myndir á þær,“ útskýrir Áslaug, sem segir myndina á töskunum vera túlkun nemendanna á hinu fræga kennileyti Parísarborgar, Eiffelturninum sjálfum. „Við fórum á netið í leit að innblæstri og fundum nokkrar skemmtilegar myndir af Eiffelturninum sem við ákváðum að vinna með áfram.” Alls eru átta stúlkur í bekknum og því mikil vinna sem liggur að baki því að sauma sextíu töskur og prenta myndir á þær og bolina. Áslaug segir þær þó duglegar að hjálpast að og deila á milli sín verkefnum. Stúlkurnar munu selja vörurnar á opnum degi Listaháskólans í húsnæði skólans við Laugarnesveg á milli 11 og 16. Í leiðinni er hægt að skoða skólann og kynnast starfsemi hans nánar. Allar deildir skólans verða viðstaddar á opnum degi og meðal þess sem hægt verður að skoða eru veggspjöld og leturhönnun frá nemendum í grafískri hönnun og verkefni nemenda í vöruhönnun og arkitektúr. Auk þess munu nemendur úr myndlistardeild vera með leiðsögn um húsið og vinnustofur sínar, nemendur í tónlistardeild skólans munu flytja lifandi tónlist og nemar á leikarabraut og samtímadansbraut verða með kynningardagskrá á klukkutíma fresti. [email protected]
Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira