Tíminn í víðum skilningi 18. október 2011 14:00 Þórunn Árnadóttir sýnir fyrst Íslendinga í hinu virta hönnunarsafni Triennale í Mílanó. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er mjög góð kynning á verkunum mínum og náttúrulega bara frábært að vita til þess að sýningarstjórar svona þekktra safna þekki verkin mín og vilji fá þau inn á sýningar," segir Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður sem tekur þátt í samsýningunni O'Clock í hinu virta hönnunarsafni Triennale í Mílanó á Ítalíu. Þórunn er jafnframt fyrsti Íslendingurinn sem hlotnast sá heiður að sýna á safninu. Tíminn er leiðarstefið á sýningunni þar sem sjá má verk eftir heimsþekkta listamenn og hönnuði á borð við Louise Bourgeois, Boym Partners, Front Design, Damien Hirst, Martin Baas, Studio Glithero og Marcel Wanders. Spænski arkitektinn Patricia Urquiola er sýningarstjóri en hún er álitin vera í framvarðarsveit nútímahönnunar. Þórunn sýnir all sérstæða klukku, svonefnda Sasa Clock, samansetta úr perlufesti á tannhjóli sem þarf að telja til að vita hvað tímanum líður. Perlufestina er svo hægt að taka niður og hafa á hefðbundinn hátt utan um hálsinn. Óhætt er að segja að Þórunn hafi verið að gera það gott frá því hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Verk eftir hana hafa verið sýnd á söfnum um allan heim og vakið þónokkra athygli. Þar á meðal fyrrnefnd klukka sem verður brátt fáanleg í völdum verslunum, á jólamarkaði Sommerset House í London og í Spark Designspace við Klapparstíg eftir langt og skrykkjótt framleiðsluferli. „Sem ræðst af því að klukkan byggir ekki á hefðbundnum vélbúnaði og þar af leiðandi þurfti að láta útbúa alveg nýjan svo hún gengi rétt. Og það er sko ekkert grín, eins og sex mismunandi frumgerðir sanna," upplýsir Þórunn og kveðst vera hæstánægð með sýninguna í Triennale í Mílanó. „Svo er bara vonandi að hún eigi eftir að gefa af sér fleiri tækifæri." Þess má geta að hægt verður að panta klukkuna fyrirfram á heimasíðu framleiðandans Daniel Estes. Slóðin er www.destes.com. [email protected] Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Þetta er mjög góð kynning á verkunum mínum og náttúrulega bara frábært að vita til þess að sýningarstjórar svona þekktra safna þekki verkin mín og vilji fá þau inn á sýningar," segir Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður sem tekur þátt í samsýningunni O'Clock í hinu virta hönnunarsafni Triennale í Mílanó á Ítalíu. Þórunn er jafnframt fyrsti Íslendingurinn sem hlotnast sá heiður að sýna á safninu. Tíminn er leiðarstefið á sýningunni þar sem sjá má verk eftir heimsþekkta listamenn og hönnuði á borð við Louise Bourgeois, Boym Partners, Front Design, Damien Hirst, Martin Baas, Studio Glithero og Marcel Wanders. Spænski arkitektinn Patricia Urquiola er sýningarstjóri en hún er álitin vera í framvarðarsveit nútímahönnunar. Þórunn sýnir all sérstæða klukku, svonefnda Sasa Clock, samansetta úr perlufesti á tannhjóli sem þarf að telja til að vita hvað tímanum líður. Perlufestina er svo hægt að taka niður og hafa á hefðbundinn hátt utan um hálsinn. Óhætt er að segja að Þórunn hafi verið að gera það gott frá því hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Verk eftir hana hafa verið sýnd á söfnum um allan heim og vakið þónokkra athygli. Þar á meðal fyrrnefnd klukka sem verður brátt fáanleg í völdum verslunum, á jólamarkaði Sommerset House í London og í Spark Designspace við Klapparstíg eftir langt og skrykkjótt framleiðsluferli. „Sem ræðst af því að klukkan byggir ekki á hefðbundnum vélbúnaði og þar af leiðandi þurfti að láta útbúa alveg nýjan svo hún gengi rétt. Og það er sko ekkert grín, eins og sex mismunandi frumgerðir sanna," upplýsir Þórunn og kveðst vera hæstánægð með sýninguna í Triennale í Mílanó. „Svo er bara vonandi að hún eigi eftir að gefa af sér fleiri tækifæri." Þess má geta að hægt verður að panta klukkuna fyrirfram á heimasíðu framleiðandans Daniel Estes. Slóðin er www.destes.com. [email protected]
Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira