Náttúruarfurinn: Úr vörn í sókn 16. september 2011 06:00 Á tyllidögum vitnum við Íslendingar oft með stolti til sögu- og menningararfs þjóðarinnar og fyrir því er ríkuleg innistæða. Sama máli gegnir um náttúruarfinn. Reyndar höfum við gengið óheyrilega á hann bæði að efnislegum og andlegum gæðum. Það lýsir sér e.t.v. best í aldalangri gróður- og jarðvegseyðingu, og í seinni tíð með slakri skipulagningu landnýtingar, þ.m.t. víðtækri uppbyggingu mannvirkja til raforkuframleiðslu á víðernum hálendisins. Það voru vissulega þeir tímar á Íslandi að við lögðum okkur bækur til munns, að við borðuðum menningararfinn. En það var sárafátækt sem rak fólk til þess. Náttúruarfurinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja á velmegunartímum, þrátt fyrir síaukna þekkingu okkar á honum og mikilvægi hans. Náttúruauðurinn: Sérstaða íslenskrar náttúru Sérstaða íslenskrar náttúru felst í einstöku landslagi, mótuðu af eldsumbrotum og breytingum jökla. Hér eru afar umfangsmikil hraun, einstakir fossar og einhver mestu víðerni í allri Evrópu. Lífríki er víða sérstætt, m.a. í ferskvatni og á háhitasvæðum. Á hálendinu er að finna miklar andstæður eyðimarka og gróðurvinja sem láta fáa ósnortna. Hér má finna kyrrð og njóta þagnar, gæði sem eru hverfandi í heimi sem sífellt verður þéttbýlli. Þá eru hér gjöful fiskimið, og allmiklar orkulindir í fallvötnum og jarðvarma. Þetta er náttúruauðurinn, arfur sem við berum ábyrgð á gagnvart samtímanum og framtíðinni, og gagnvart Íslendingum sem og öðrum jarðarbúum. Hér skiptir fámenni í stóru landi miklu máli, því við eigum enn óráðstafað talsverðu landrými og auðlindum. Við eigum valkosti, en því fylgir líka mikil ábyrgð. Mun okkur bera gæfu til að verja þennan arf okkar, líkt og menningararfinn á sínum tíma, svo hann nýtist einnig komandi kynslóðum? Úr vörn í sókn Náttúruvernd og umgengni við náttúruauðinn er margslungið samfélagslegt fyrirbæri. Á undanförnum árum hefur náttúruverndarumræðan verið hörð og erfið og fyrst og fremst snúist um virkjanamál, sem sennilega fór hæst í kringum Kárahnjúkavirkjun. Umræðan hefur verið í farveginum „með eða á móti“ virkjunum, jafnvel með eða á móti atvinnuuppbyggingu, og fólki stillt upp í tvær andstæðar fylkingar. Sama má segja um umræðu um ágengar tegundir. Óeðlilegt er að stilla hlutum upp með þessum hætti. Í ljósi mikilvægis náttúruauðsins sem grundvallarundirstöðu í afkomu og velsæld mannsins, væri mun eðlilegra að umræðan snerist um að svara fyrir hugmyndir sem skerða náttúruauðinn. Almennt séð þurfum við þó í sameiningu að þróa umræðuna frá því að snúast fyrst og fremst um að bregðast við eftir á (slökkvistarf) yfir í mun forvirkari eða fyrirbyggjandi farveg. Til þess eru fjölmörg tækifæri með samræðu, menntun og miðlun. Okkur tókst að bjarga menningararfinum og við eigum líka alla möguleika til að standa vörð um náttúruarfinn. Snúum úr vörn í sókn. Jákvæð teikn á lofti Við erum nú stödd í afdrifaríku tímabili í sögu náttúruverndar á Íslandi. Við erum að teikna upp og festa í sessi verndar- og virkjanakosti og setja ný náttúruverndarlög. Vinna að rammaáætlun og hvítbók um náttúruvernd veita okkur tækifæri til að gera þetta faglega og með langtímasýn í huga. Sem dæmi má nefna að ekki má líðast að skipta virkjana- og verndarkostum eftir einhverju taflborði ólíkra pólitískra hagsmuna, heldur á rökum um skynsamlega nýtingu og verndun náttúruauðsins, þess arfs sem við þurfum að gæta. Höfum þetta að leiðarljósi í vinnunni fram undan og okkur mun farast hún vel úr hendi. Til hamingju með Dag íslenskrar náttúru. Til hamingju með náttúruna sjálfa! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Á tyllidögum vitnum við Íslendingar oft með stolti til sögu- og menningararfs þjóðarinnar og fyrir því er ríkuleg innistæða. Sama máli gegnir um náttúruarfinn. Reyndar höfum við gengið óheyrilega á hann bæði að efnislegum og andlegum gæðum. Það lýsir sér e.t.v. best í aldalangri gróður- og jarðvegseyðingu, og í seinni tíð með slakri skipulagningu landnýtingar, þ.m.t. víðtækri uppbyggingu mannvirkja til raforkuframleiðslu á víðernum hálendisins. Það voru vissulega þeir tímar á Íslandi að við lögðum okkur bækur til munns, að við borðuðum menningararfinn. En það var sárafátækt sem rak fólk til þess. Náttúruarfurinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja á velmegunartímum, þrátt fyrir síaukna þekkingu okkar á honum og mikilvægi hans. Náttúruauðurinn: Sérstaða íslenskrar náttúru Sérstaða íslenskrar náttúru felst í einstöku landslagi, mótuðu af eldsumbrotum og breytingum jökla. Hér eru afar umfangsmikil hraun, einstakir fossar og einhver mestu víðerni í allri Evrópu. Lífríki er víða sérstætt, m.a. í ferskvatni og á háhitasvæðum. Á hálendinu er að finna miklar andstæður eyðimarka og gróðurvinja sem láta fáa ósnortna. Hér má finna kyrrð og njóta þagnar, gæði sem eru hverfandi í heimi sem sífellt verður þéttbýlli. Þá eru hér gjöful fiskimið, og allmiklar orkulindir í fallvötnum og jarðvarma. Þetta er náttúruauðurinn, arfur sem við berum ábyrgð á gagnvart samtímanum og framtíðinni, og gagnvart Íslendingum sem og öðrum jarðarbúum. Hér skiptir fámenni í stóru landi miklu máli, því við eigum enn óráðstafað talsverðu landrými og auðlindum. Við eigum valkosti, en því fylgir líka mikil ábyrgð. Mun okkur bera gæfu til að verja þennan arf okkar, líkt og menningararfinn á sínum tíma, svo hann nýtist einnig komandi kynslóðum? Úr vörn í sókn Náttúruvernd og umgengni við náttúruauðinn er margslungið samfélagslegt fyrirbæri. Á undanförnum árum hefur náttúruverndarumræðan verið hörð og erfið og fyrst og fremst snúist um virkjanamál, sem sennilega fór hæst í kringum Kárahnjúkavirkjun. Umræðan hefur verið í farveginum „með eða á móti“ virkjunum, jafnvel með eða á móti atvinnuuppbyggingu, og fólki stillt upp í tvær andstæðar fylkingar. Sama má segja um umræðu um ágengar tegundir. Óeðlilegt er að stilla hlutum upp með þessum hætti. Í ljósi mikilvægis náttúruauðsins sem grundvallarundirstöðu í afkomu og velsæld mannsins, væri mun eðlilegra að umræðan snerist um að svara fyrir hugmyndir sem skerða náttúruauðinn. Almennt séð þurfum við þó í sameiningu að þróa umræðuna frá því að snúast fyrst og fremst um að bregðast við eftir á (slökkvistarf) yfir í mun forvirkari eða fyrirbyggjandi farveg. Til þess eru fjölmörg tækifæri með samræðu, menntun og miðlun. Okkur tókst að bjarga menningararfinum og við eigum líka alla möguleika til að standa vörð um náttúruarfinn. Snúum úr vörn í sókn. Jákvæð teikn á lofti Við erum nú stödd í afdrifaríku tímabili í sögu náttúruverndar á Íslandi. Við erum að teikna upp og festa í sessi verndar- og virkjanakosti og setja ný náttúruverndarlög. Vinna að rammaáætlun og hvítbók um náttúruvernd veita okkur tækifæri til að gera þetta faglega og með langtímasýn í huga. Sem dæmi má nefna að ekki má líðast að skipta virkjana- og verndarkostum eftir einhverju taflborði ólíkra pólitískra hagsmuna, heldur á rökum um skynsamlega nýtingu og verndun náttúruauðsins, þess arfs sem við þurfum að gæta. Höfum þetta að leiðarljósi í vinnunni fram undan og okkur mun farast hún vel úr hendi. Til hamingju með Dag íslenskrar náttúru. Til hamingju með náttúruna sjálfa!
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun