Gengur vel innan um þekkta tískuhönnuði 23. ágúst 2011 14:30 Marta Jonsson býr úti í London og merki hennar gengur vel þar í borg. „Hönnun mín fór inn á heimasíðu Debenhams á föstudegi fyrr í sumar og þeir hringdu í mig á þriðjudegi og vildu fá vörurnar beint inn í búðirnar því þær seldust strax svo vel," segir Marta Jonsson hönnuður. Hún er fyrsti íslenski hönnuðurinn sem selur vörur sínar í Debenhams erlendis en Debenhams rekur yfir tvö hundruð verslanir í um 25 löndum. Vor- og sumarlína Mörtu árið 2012 verður fyrsta línan sem verður til sölu í verslunum Debenhams og kemur líklega í verslanir í lok þessa árs. Marta stofnaði tískumerki sitt, Marta Jonsson, árið 2009. Hún hannar skó, töskur og belti í stíl. Hún hafði þó hannað skó undir merkjum Logo69 frá árinu 1996. Lína Mörtu, Marta Jonsson, hefur slegið í gegn í London þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru. Rekur hún þrjár verslanir þar í borg, meðal annars á Kings Road, í Westfield, stærstu verslunarmiðstöð í Evrópu og Guldford. Marta selur vörur sínar auk þess á netinu, bæði á heimasiðu sinni og á hinni vinsælu skó- og fylgihlutaverslun VivaLaDiva.com. „Þegar við byrjuðum á þeirri síðu höfðu aðstandendur síðunnar ekki séð svona nýtt tískumerki ganga jafn vel. Við vorum strax komin í topp fimm í sölu hjá þeim," upplýsir Marta ánægð en á síðunni VivaLaDiva selur hún vörur sínar innan um marga þekkta hönnuði og má þar nefna, Armani, Dr. Martens, Dolce & Gabbana og Rayban. Á síðunni eru vörur frá yfir 180 tískuhönnuðum. Marta er enginn nýgræðingur í hönnunarheiminum því frá 1996 hefur hún hannað, framleitt og selt skó sína til stórra verslana, meðal annars til Office og Kirk Aigner. „Ég er ennþá að gera það. Ég hanna og framleiði ofan í þær keðjur," segir Marta og heldur glaðlega áfram: „Svo er Marta Jonsson, nýja litla búgreinin, bara að verða svo stór. Þetta er rosalega fljótt að breytast. Við viljum halda áfram að stækka og leggja undir okkur heiminn. Þýðir nokkuð annað?"[email protected] Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Hönnun mín fór inn á heimasíðu Debenhams á föstudegi fyrr í sumar og þeir hringdu í mig á þriðjudegi og vildu fá vörurnar beint inn í búðirnar því þær seldust strax svo vel," segir Marta Jonsson hönnuður. Hún er fyrsti íslenski hönnuðurinn sem selur vörur sínar í Debenhams erlendis en Debenhams rekur yfir tvö hundruð verslanir í um 25 löndum. Vor- og sumarlína Mörtu árið 2012 verður fyrsta línan sem verður til sölu í verslunum Debenhams og kemur líklega í verslanir í lok þessa árs. Marta stofnaði tískumerki sitt, Marta Jonsson, árið 2009. Hún hannar skó, töskur og belti í stíl. Hún hafði þó hannað skó undir merkjum Logo69 frá árinu 1996. Lína Mörtu, Marta Jonsson, hefur slegið í gegn í London þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru. Rekur hún þrjár verslanir þar í borg, meðal annars á Kings Road, í Westfield, stærstu verslunarmiðstöð í Evrópu og Guldford. Marta selur vörur sínar auk þess á netinu, bæði á heimasiðu sinni og á hinni vinsælu skó- og fylgihlutaverslun VivaLaDiva.com. „Þegar við byrjuðum á þeirri síðu höfðu aðstandendur síðunnar ekki séð svona nýtt tískumerki ganga jafn vel. Við vorum strax komin í topp fimm í sölu hjá þeim," upplýsir Marta ánægð en á síðunni VivaLaDiva selur hún vörur sínar innan um marga þekkta hönnuði og má þar nefna, Armani, Dr. Martens, Dolce & Gabbana og Rayban. Á síðunni eru vörur frá yfir 180 tískuhönnuðum. Marta er enginn nýgræðingur í hönnunarheiminum því frá 1996 hefur hún hannað, framleitt og selt skó sína til stórra verslana, meðal annars til Office og Kirk Aigner. „Ég er ennþá að gera það. Ég hanna og framleiði ofan í þær keðjur," segir Marta og heldur glaðlega áfram: „Svo er Marta Jonsson, nýja litla búgreinin, bara að verða svo stór. Þetta er rosalega fljótt að breytast. Við viljum halda áfram að stækka og leggja undir okkur heiminn. Þýðir nokkuð annað?"[email protected]
Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira