Versti óvinurinn Steinunn Stefánsdóttir skrifar 3. ágúst 2011 08:30 Þöggun og meðvirkni er versti óvinur þolenda kynferðisbrota og um leið besti stuðningur sem brotamaður getur fengið til þess að halda athæfi sínu áfram. Þöggun og meðvirkni hefur jafnvel orðið til þess að brotamenn hafa náð að halda uppteknum hætti í sama umhverfinu ár eftir ár. Lýsing tveggja einstaklinga sem komið hafa að starfi íþróttafélaga hvort með sínum hætti hér í blaðinu í gær á því hvernig foreldra- og iðkendasamfélög íþróttafélaganna snerust gegn þeim þegar þau beittu sér fyrir brottrekstri íþróttaþjálfara sem misbuðu nemendum sínum eru lýsandi fyrir þá meðvirkni og þöggun sem iðulega hefur átt sér stað í kringum kynferðisbrot. Í stað þess að horfa á brotið og þann sem fyrir því verður blossar upp meðvirkni með gerandanum. Atvik sem þessi hafa vitanlega ekki bara komið upp í íþróttastarfi og alls ekki eingöngu í Hafnarfirði þótt greint hafi verið frá málum sem tengjast íþróttafélögum þar í bæ. Kynferðisbrotamál geta komið upp, og hafa komið upp, í alls konar æskulýðs- og skólastarfi og dæmin úr Hafnarfirði undirstrika aðeins nauðsyn þess að skoða þessi mál annars staðar, og ekki aðeins kynferðisbrot heldur einnig annars konar ofbeldi sem á sér stað á börnum í starfi þar sem þau eiga að vera óhult. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hefur sett á laggirnar nefnd til að móta starfsreglur um viðbrögð við einelti og kynferðisbrotum. Þetta ætti að vera öðrum fordæmi. Það er löngu tímabært að börnum og unglingum sem verða fyrir kynferðisbrotum og öðru ofbeldi, andlegu og líkamlegu, í íþrótta-, æskulýðs- og skólastarfi sé búinn farvegur vegna brotanna. Ekki er síður mikilvægt að sá farvegur leiði til þess að þeir sem brotlegir gerist hverfi sem fyrst frá störfum sínum með börnum. Umburðarlyndi samfélagsins gagnvart hvers kyns kynferðisbrotum og annars konar misnotkun á börnum og ungmennum hefur sem betur fer farið minnkandi. Þeir sem eldri eru muna eflaust eftir ýmsum óþægilegum atburðum úr æsku sinni, til dæmis í skóla, sem þeir hafa á fullorðinsárum áttað sig á að var ekkert nema brot gagnvart börnum, ofbeldisbrot eða blygðunarsemisbrot. En það er ekki nóg að átta sig. Það þarf líka að bregðast við. Það getur vissulega verið verulega óþægilegt að þurfa að horfast í augu við mann sem maður þekkir af góðu einu og bera á hann kynferðisbrot. En þá ber í fyrsta lagi að hafa í huga að líf og hagur þolenda, stúlkna og drengja sem eiga rétt á sakleysi barnæskunnar, verður alltaf að vera í forgangi og svo hitt að kynferðisbrot eru lögbrot. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Þöggun og meðvirkni er versti óvinur þolenda kynferðisbrota og um leið besti stuðningur sem brotamaður getur fengið til þess að halda athæfi sínu áfram. Þöggun og meðvirkni hefur jafnvel orðið til þess að brotamenn hafa náð að halda uppteknum hætti í sama umhverfinu ár eftir ár. Lýsing tveggja einstaklinga sem komið hafa að starfi íþróttafélaga hvort með sínum hætti hér í blaðinu í gær á því hvernig foreldra- og iðkendasamfélög íþróttafélaganna snerust gegn þeim þegar þau beittu sér fyrir brottrekstri íþróttaþjálfara sem misbuðu nemendum sínum eru lýsandi fyrir þá meðvirkni og þöggun sem iðulega hefur átt sér stað í kringum kynferðisbrot. Í stað þess að horfa á brotið og þann sem fyrir því verður blossar upp meðvirkni með gerandanum. Atvik sem þessi hafa vitanlega ekki bara komið upp í íþróttastarfi og alls ekki eingöngu í Hafnarfirði þótt greint hafi verið frá málum sem tengjast íþróttafélögum þar í bæ. Kynferðisbrotamál geta komið upp, og hafa komið upp, í alls konar æskulýðs- og skólastarfi og dæmin úr Hafnarfirði undirstrika aðeins nauðsyn þess að skoða þessi mál annars staðar, og ekki aðeins kynferðisbrot heldur einnig annars konar ofbeldi sem á sér stað á börnum í starfi þar sem þau eiga að vera óhult. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hefur sett á laggirnar nefnd til að móta starfsreglur um viðbrögð við einelti og kynferðisbrotum. Þetta ætti að vera öðrum fordæmi. Það er löngu tímabært að börnum og unglingum sem verða fyrir kynferðisbrotum og öðru ofbeldi, andlegu og líkamlegu, í íþrótta-, æskulýðs- og skólastarfi sé búinn farvegur vegna brotanna. Ekki er síður mikilvægt að sá farvegur leiði til þess að þeir sem brotlegir gerist hverfi sem fyrst frá störfum sínum með börnum. Umburðarlyndi samfélagsins gagnvart hvers kyns kynferðisbrotum og annars konar misnotkun á börnum og ungmennum hefur sem betur fer farið minnkandi. Þeir sem eldri eru muna eflaust eftir ýmsum óþægilegum atburðum úr æsku sinni, til dæmis í skóla, sem þeir hafa á fullorðinsárum áttað sig á að var ekkert nema brot gagnvart börnum, ofbeldisbrot eða blygðunarsemisbrot. En það er ekki nóg að átta sig. Það þarf líka að bregðast við. Það getur vissulega verið verulega óþægilegt að þurfa að horfast í augu við mann sem maður þekkir af góðu einu og bera á hann kynferðisbrot. En þá ber í fyrsta lagi að hafa í huga að líf og hagur þolenda, stúlkna og drengja sem eiga rétt á sakleysi barnæskunnar, verður alltaf að vera í forgangi og svo hitt að kynferðisbrot eru lögbrot.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun