Köflótt undir kleinurnar 5. júlí 2011 16:00 Ólöf Erla Bjarnadóttir leirkerasmiður sýnir nýja línu kökudiska á fæti í Kraumi. Fréttablaðið/Valli Rósótt og köflótt er heiti sýningar Ólafar Erlu Bjarnadóttur leirkerasmiðs sem stendur nú yfir í Kraumi. Sýningin er óður til húsfreyjunnar en Ólöf sýnir nýja línu kökudiska á fæti. „Ég er að upphefja kvennamenninguna í kringum bakkelsi, diskarnir eru óður til þeirra kvenna sem skreyttu kökur vel, rjómatertur með rósum og hnallþórur," segir Ólöf. „Ég fer ansi nálægt kökunum sjálfum og skreyti diskana hressilega svo þeir eru margir hverjir eins og tertur, úr hvítu postulíni með bleikum rósum. Það þarf ekkert að skreyta kökurnar sem fara á þessa diska." Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna sýnir Ólöf Erla einnig köflótta diska. Þeir eru ætlaðir hvunndags. „Köflóttu diskarnir henta vel undir kleinur eða flatbrauð. Þar vinn ég út frá köflótta borðdúknum og nota liti sem hægt er að vinna lag fyrir lag svo þeir verða mjög lifandi," útskýrir Ólöf Erla en von er á viðbót við línuna í framhaldinu. „Ég mun búa til köflótta bolla og diska til viðbótar við kökudiskana." Önnur áhugaverð keramiksýning er einnig í Kraumi en sjö nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík hafa stillt upp munum sem unnir voru fyrir postulínsverksmiðjuna Kahla. Vörurnar voru sýndar á DMY í Berlín í júní en þrír nemendur fengu í framhaldinu starfsnámssamning við verksmiðjuna. Sýning Ólafar Erlu stendur til 14. júlí en sýning nemenda Myndlistaskólans til 17. júlí. [email protected] Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Rósótt og köflótt er heiti sýningar Ólafar Erlu Bjarnadóttur leirkerasmiðs sem stendur nú yfir í Kraumi. Sýningin er óður til húsfreyjunnar en Ólöf sýnir nýja línu kökudiska á fæti. „Ég er að upphefja kvennamenninguna í kringum bakkelsi, diskarnir eru óður til þeirra kvenna sem skreyttu kökur vel, rjómatertur með rósum og hnallþórur," segir Ólöf. „Ég fer ansi nálægt kökunum sjálfum og skreyti diskana hressilega svo þeir eru margir hverjir eins og tertur, úr hvítu postulíni með bleikum rósum. Það þarf ekkert að skreyta kökurnar sem fara á þessa diska." Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna sýnir Ólöf Erla einnig köflótta diska. Þeir eru ætlaðir hvunndags. „Köflóttu diskarnir henta vel undir kleinur eða flatbrauð. Þar vinn ég út frá köflótta borðdúknum og nota liti sem hægt er að vinna lag fyrir lag svo þeir verða mjög lifandi," útskýrir Ólöf Erla en von er á viðbót við línuna í framhaldinu. „Ég mun búa til köflótta bolla og diska til viðbótar við kökudiskana." Önnur áhugaverð keramiksýning er einnig í Kraumi en sjö nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík hafa stillt upp munum sem unnir voru fyrir postulínsverksmiðjuna Kahla. Vörurnar voru sýndar á DMY í Berlín í júní en þrír nemendur fengu í framhaldinu starfsnámssamning við verksmiðjuna. Sýning Ólafar Erlu stendur til 14. júlí en sýning nemenda Myndlistaskólans til 17. júlí. [email protected]
Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið