Íslenskur Iggy Pop Trausti Júlíusson skrifar 29. júní 2011 11:00 Fyrsta plata Guðmundar Þóris Sigurðssonar er ekki frumleg en flott engu að síður. Tónlist. Platan Guðmundi með Guðmundi. Ég verð að viðurkenna að ég veit engin deili á Guðmundi Þóri Sigurðssyni, en eftir því sem ég kemst næst er Guðmundur hans fyrsta sólóplata. Á henni eru níu lög og textar eftir hann, en þau voru hljóðrituð hjá Benzín bræðrum í Sýrlandi í ágúst í fyrra. Guðmundur syngur lögin, en þeir Börkur og Daði Birgissynir. Stefán Már Magnússon, Kristinn S. Agnarsson og Björn Ingason sjá um hljóðfæraleikinn og Margrét Eir bakraddar. Tónlistin á plötunni er hrjúft og kraftmikið rokk. Rödd Guðmundar minnir töluvert á Iggy Pop og tónlistin er ekki ólík tónlist Iggys, t.d. í lögunum Show Me The Light, Fever og Safe on the Line, en það síðastnefnda er mjög Stooges-legt. Áhrifa gætir einnig frá öðrum stórmennum í rokksögunni. Guðmundur er ekki sérstaklega frumleg rokkplata, en hún er samt flott. Lagasmíðarnar eru ágætar, útsetningar, söngur og hljóðfæraleikur eru fyrsta flokks og hljómurinn er góður. Lögin eru flest kraftmikil, en sum þeirra hafa aðeins léttara og poppaðra yfirbragð, t.d. There Are You, Fever og Does it Feel Alright. Hljóðfæraleikararnir skila sínu allir vel, en eins og hæfir svona tónlist fá gítarleikararnir stærsta hlutverkið og þeir fara á kostum. Textarnir á plötunni eru á ensku og forsíðumyndin er tekin á járnbrautarstöð. Ekki mjög íslenskt, en kannski er skýringin sú að miðað við upplýsingar af netinu býr Guðmundur í Kanada. Á heildina litið er þessi fyrsta sólóplata Guðmundar Þóris Sigurðssonar fín rokkplata þó að hún brjóti ekki blað í rokksögunni. Niðurstaða: Ágæt rokkplata frá Guðmundi. Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Platan Guðmundi með Guðmundi. Ég verð að viðurkenna að ég veit engin deili á Guðmundi Þóri Sigurðssyni, en eftir því sem ég kemst næst er Guðmundur hans fyrsta sólóplata. Á henni eru níu lög og textar eftir hann, en þau voru hljóðrituð hjá Benzín bræðrum í Sýrlandi í ágúst í fyrra. Guðmundur syngur lögin, en þeir Börkur og Daði Birgissynir. Stefán Már Magnússon, Kristinn S. Agnarsson og Björn Ingason sjá um hljóðfæraleikinn og Margrét Eir bakraddar. Tónlistin á plötunni er hrjúft og kraftmikið rokk. Rödd Guðmundar minnir töluvert á Iggy Pop og tónlistin er ekki ólík tónlist Iggys, t.d. í lögunum Show Me The Light, Fever og Safe on the Line, en það síðastnefnda er mjög Stooges-legt. Áhrifa gætir einnig frá öðrum stórmennum í rokksögunni. Guðmundur er ekki sérstaklega frumleg rokkplata, en hún er samt flott. Lagasmíðarnar eru ágætar, útsetningar, söngur og hljóðfæraleikur eru fyrsta flokks og hljómurinn er góður. Lögin eru flest kraftmikil, en sum þeirra hafa aðeins léttara og poppaðra yfirbragð, t.d. There Are You, Fever og Does it Feel Alright. Hljóðfæraleikararnir skila sínu allir vel, en eins og hæfir svona tónlist fá gítarleikararnir stærsta hlutverkið og þeir fara á kostum. Textarnir á plötunni eru á ensku og forsíðumyndin er tekin á járnbrautarstöð. Ekki mjög íslenskt, en kannski er skýringin sú að miðað við upplýsingar af netinu býr Guðmundur í Kanada. Á heildina litið er þessi fyrsta sólóplata Guðmundar Þóris Sigurðssonar fín rokkplata þó að hún brjóti ekki blað í rokksögunni. Niðurstaða: Ágæt rokkplata frá Guðmundi.
Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira