Naomi Campbell hannar gallabuxnalínu 29. júní 2011 21:00 Ofurfyrirsætan hefur tekið að sér að hanna gallabuxnalínu fyrir ítalska tískumerkið Fiorucci. Nordicphotos/Getty Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur verið fengin til að hanna gallabuxnalínu fyrir ítalska tískumerkið Fiorucci. Sögur herma að línan verði frumsýnd á herratískuvikunni í Mílanó sem fram fer um þessar mundir. Fiorucci náði miklum vinsældum á áttunda áratugnum en vinsældir fyrirtækisins hafa dalað síðan þá og mun þetta vera liður í því að blása svolitlu lífi í merkið. Fiorucci var nýverið keypt af ítalska fyrirtækinu Ittierre sem rekur meðal annars tískuhúsin Balmain og Galliano. Mörgum kann þó að þykja undarlegt að Fiorucci hafi valið Campbell til starfsins þar sem fyrirsætan klæðist sárasjaldan gallabuxum. Enn er ekki vitað hvort línan verður á herra eða hvort hún verður fáanleg utan Ítalíu. Campbell reyndi síðast fyrir sér sem hönnuður árið 2008 þegar hún hannaði línu fyrir brasilískt fatamerki. Sú lína var aðeins seld í Brasilíu og vakti ekki mikla athygli. Það verður því forvitnilegt að sjá afrakstur samstarfs Campbell og Fiorucci. -sm Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur verið fengin til að hanna gallabuxnalínu fyrir ítalska tískumerkið Fiorucci. Sögur herma að línan verði frumsýnd á herratískuvikunni í Mílanó sem fram fer um þessar mundir. Fiorucci náði miklum vinsældum á áttunda áratugnum en vinsældir fyrirtækisins hafa dalað síðan þá og mun þetta vera liður í því að blása svolitlu lífi í merkið. Fiorucci var nýverið keypt af ítalska fyrirtækinu Ittierre sem rekur meðal annars tískuhúsin Balmain og Galliano. Mörgum kann þó að þykja undarlegt að Fiorucci hafi valið Campbell til starfsins þar sem fyrirsætan klæðist sárasjaldan gallabuxum. Enn er ekki vitað hvort línan verður á herra eða hvort hún verður fáanleg utan Ítalíu. Campbell reyndi síðast fyrir sér sem hönnuður árið 2008 þegar hún hannaði línu fyrir brasilískt fatamerki. Sú lína var aðeins seld í Brasilíu og vakti ekki mikla athygli. Það verður því forvitnilegt að sjá afrakstur samstarfs Campbell og Fiorucci. -sm
Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira