Spennandi tækifæri 28. júní 2011 18:00 Herborg Eðvaldsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Þetta verður skemmtileg upplifun,“ segir Herborg Eðvaldsdóttir, einn þriggja nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík sem valdir voru í starfsnám í postulínsverksmiðjunni Kahla í Þýskalandi. Tilkynnt var um valið á alþjóðlegu sýningunni DMY í Berlín á dögunum, þar sem sjö nemendur skólans sýndu verk sín. „Við fáum fullan aðgang að verkstæðum, efnum og sérfræðingum verksmiðjunnar í þrjár vikur. Það hljómar ekki langur tími en ofnarnir eru öflugir og vinnuferlið gengur hraðar en hér,“ segir Herborg. Hún segir spennandi að fá að kynnast starfsemi svo stórrar verksmiðju og að starfsnámið geti opnað ýmsa möguleika í framtíðinni. Herborg sýndi samsettan blómavasa í Berlín. „Ég var orðin leið á að leita eftir vasa sem hentaði undir blómvendi. Ég gerði því vasa sem hægt er að stækka og minnka eða raða saman eins og skúlptúr. Eins er hægt að snúa stykkjunum við og nota sem kertastjaka,“ segir Herborg, sem sér sjálf um framleiðslu vasans. „Ég er að koma mér upp vinnuaðstöðu og kemst vonandi af stað í haust. Draumurinn er auðvitað að láta fjöldaframleiða hann.“ Nánar má kynna sér verk nemendanna á síðunni atriptothefactory.com. [email protected] Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Þetta verður skemmtileg upplifun,“ segir Herborg Eðvaldsdóttir, einn þriggja nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík sem valdir voru í starfsnám í postulínsverksmiðjunni Kahla í Þýskalandi. Tilkynnt var um valið á alþjóðlegu sýningunni DMY í Berlín á dögunum, þar sem sjö nemendur skólans sýndu verk sín. „Við fáum fullan aðgang að verkstæðum, efnum og sérfræðingum verksmiðjunnar í þrjár vikur. Það hljómar ekki langur tími en ofnarnir eru öflugir og vinnuferlið gengur hraðar en hér,“ segir Herborg. Hún segir spennandi að fá að kynnast starfsemi svo stórrar verksmiðju og að starfsnámið geti opnað ýmsa möguleika í framtíðinni. Herborg sýndi samsettan blómavasa í Berlín. „Ég var orðin leið á að leita eftir vasa sem hentaði undir blómvendi. Ég gerði því vasa sem hægt er að stækka og minnka eða raða saman eins og skúlptúr. Eins er hægt að snúa stykkjunum við og nota sem kertastjaka,“ segir Herborg, sem sér sjálf um framleiðslu vasans. „Ég er að koma mér upp vinnuaðstöðu og kemst vonandi af stað í haust. Draumurinn er auðvitað að láta fjöldaframleiða hann.“ Nánar má kynna sér verk nemendanna á síðunni atriptothefactory.com. [email protected]
Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira