Gott eða slæmt? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 11. júní 2011 06:00 Ferðahelgin mikla, hvítasunnuhelgin, er gengin í garð með tilheyrandi ferðalögum landsmanna. Umferð um þjóðvegi landsins verður þó ef að líkum lætur ekki eins mikil og í fyrra, að minnsta kosti ekki ef hún verður í takti við þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu. Umferðin nú í maí var tíu prósentum minni en í maí í fyrra, sem er þrisvar sinnum meiri samdráttur á umferð en mest hefur áður orðið. Vegagerðin spáir því að níu prósentum færri bílum verði ekið um vegi landsins á þessu ári en í fyrra. Umferðartölurnar verða þá á pari við það sem þær voru árið 2005. Frá þessu var greint í fréttum á dögunum og flestir ef ekki allir sem tjáðu sig um efnið töldu samdrátt umferðar hin mestu ótíðindi. Það er auðvitað verulega leitt ef íslenskar fjölskyldur veigra sér við að halda til fundar við land sitt, náttúru og fjölskyldu í öðrum landshlutum vegna þess að eldsneytiskostnaður reynist of þungur. Tæplega fjórtán prósentum minni umferð fyrstu helgina í júní en um sömu helgi í fyrra bendir til að sú sé að einhverju leyti raunin. Sé rýnt í tölurnar kemur í ljós að samdráttur er meiri á laugardeginum en föstudegi og sunnudegi, sem bendir til að fólk leggi síður land undir fót í styttri helgarferðir. Fólk virðist sem sagt fremur hika við að skreppa um langan veg í stuttan tíma. Það er líka bagalegt ef verslun dregst saman í nágrannabyggðum höfuðborgarsvæðisins vegna fækkandi ferða höfuðborgarbúa út á land, eins og fram kom í fréttum á dögunum. Á hitt er þó að líta að umferð er ekki eingöngu frá höfuðborgarsvæðinu og út á land heldur líka á hinn veginn. Þannig má leiða að því líkur að verslun í heimabyggð úti á landi aukist eitthvað á móti færri íbúum af höfuðborgarsvæðinu sem þar versla. Tölur um umferð á vegum eru byggðar á talningu ökutækja, ekki farþega. Þótt líklegt sé að fækkun farartækja leiði til fækkunar fólks sem fer milli staða er sú fækkun ekki jafnmikil og fækkun ökutækjanna. Má ekki hugsa sér að fleiri noti almenningssamgöngur en áður og að færst hafi í vöxt að fólk sem fer milli byggðarlaga sameinist í bíla? Ekki eru það vondar fréttir. Færri ökutæki þýða hins vegar afdráttarlaust minni eldsneytisnotkun, sem aftur þýðir ekki bara minni útblástursmengun heldur einnig minni gjaldeyrisnotkun. Minni umferð um vegi stuðlar þannig beint að hagstæðari greiðslujöfnuði. Færri ökutæki þýða líka minna slit á vegum, sem þýðir ekki bara minni svifryksmengun heldur einnig minni kostnað við viðhald vega. Þá er ótalið að minni umferð dregur áreiðanlega úr umferðarslysum með öllu sem þeim tilheyrir, minni harmi og miska og minni kostnaði fyrir þá sem fyrir slysunum verða og samfélagið allt. Allar breytingar hafa bæði kosti og galla, auk þess sem breyting sem einum finnst vera til góðs getur öðrum þótt vera til tjóns. Fækkun bíla á vegum hefur þannig í för með sér tiltekna galla en um leið einnig kosti. Þannig er einnig um minnkandi umferð á vegum. Hún hefur nefnilega ýmsa kosti í för með sér, sem vega jafnvel þyngra en gallarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun
Ferðahelgin mikla, hvítasunnuhelgin, er gengin í garð með tilheyrandi ferðalögum landsmanna. Umferð um þjóðvegi landsins verður þó ef að líkum lætur ekki eins mikil og í fyrra, að minnsta kosti ekki ef hún verður í takti við þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu. Umferðin nú í maí var tíu prósentum minni en í maí í fyrra, sem er þrisvar sinnum meiri samdráttur á umferð en mest hefur áður orðið. Vegagerðin spáir því að níu prósentum færri bílum verði ekið um vegi landsins á þessu ári en í fyrra. Umferðartölurnar verða þá á pari við það sem þær voru árið 2005. Frá þessu var greint í fréttum á dögunum og flestir ef ekki allir sem tjáðu sig um efnið töldu samdrátt umferðar hin mestu ótíðindi. Það er auðvitað verulega leitt ef íslenskar fjölskyldur veigra sér við að halda til fundar við land sitt, náttúru og fjölskyldu í öðrum landshlutum vegna þess að eldsneytiskostnaður reynist of þungur. Tæplega fjórtán prósentum minni umferð fyrstu helgina í júní en um sömu helgi í fyrra bendir til að sú sé að einhverju leyti raunin. Sé rýnt í tölurnar kemur í ljós að samdráttur er meiri á laugardeginum en föstudegi og sunnudegi, sem bendir til að fólk leggi síður land undir fót í styttri helgarferðir. Fólk virðist sem sagt fremur hika við að skreppa um langan veg í stuttan tíma. Það er líka bagalegt ef verslun dregst saman í nágrannabyggðum höfuðborgarsvæðisins vegna fækkandi ferða höfuðborgarbúa út á land, eins og fram kom í fréttum á dögunum. Á hitt er þó að líta að umferð er ekki eingöngu frá höfuðborgarsvæðinu og út á land heldur líka á hinn veginn. Þannig má leiða að því líkur að verslun í heimabyggð úti á landi aukist eitthvað á móti færri íbúum af höfuðborgarsvæðinu sem þar versla. Tölur um umferð á vegum eru byggðar á talningu ökutækja, ekki farþega. Þótt líklegt sé að fækkun farartækja leiði til fækkunar fólks sem fer milli staða er sú fækkun ekki jafnmikil og fækkun ökutækjanna. Má ekki hugsa sér að fleiri noti almenningssamgöngur en áður og að færst hafi í vöxt að fólk sem fer milli byggðarlaga sameinist í bíla? Ekki eru það vondar fréttir. Færri ökutæki þýða hins vegar afdráttarlaust minni eldsneytisnotkun, sem aftur þýðir ekki bara minni útblástursmengun heldur einnig minni gjaldeyrisnotkun. Minni umferð um vegi stuðlar þannig beint að hagstæðari greiðslujöfnuði. Færri ökutæki þýða líka minna slit á vegum, sem þýðir ekki bara minni svifryksmengun heldur einnig minni kostnað við viðhald vega. Þá er ótalið að minni umferð dregur áreiðanlega úr umferðarslysum með öllu sem þeim tilheyrir, minni harmi og miska og minni kostnaði fyrir þá sem fyrir slysunum verða og samfélagið allt. Allar breytingar hafa bæði kosti og galla, auk þess sem breyting sem einum finnst vera til góðs getur öðrum þótt vera til tjóns. Fækkun bíla á vegum hefur þannig í för með sér tiltekna galla en um leið einnig kosti. Þannig er einnig um minnkandi umferð á vegum. Hún hefur nefnilega ýmsa kosti í för með sér, sem vega jafnvel þyngra en gallarnir.