Varnir gegn gerræði Þorvaldur Gylfason skrifar 26. maí 2011 08:00 Árin fram að hruni einkenndust af auknu gerræði af hálfu helztu handhafa framkvæmdarvaldsins. Gerræðið komst í hámæli, þegar þeir vinirnir leiddu Ísland út í stríð í Írak án þess að spyrja kóng eða prest; þeir voru kóngurinn og presturinn. Þeir höfðu áður afhent einkavinum sínum Landsbankann og Búnaðarbankann með hörmulegum afleiðingum, sem enn sér ekki fyrir endann á. Gerræðið af hálfu framkvæmdarvaldsins afhjúpaði djúpar sprungur í stjórnskipaninni, þar eð skilvirk þrígreining valds hefði átt að standa í vegi þvílíkrar valdstjórnar. Varnirnar brugðust. „Leggjum þá bara niður“Þegar Þjóðhagsstofnun undir hæfri stjórn Þórðar Friðjónssonar gaf ekki nógu glansandi mynd af hagstjórninni, var stofnunin lögð niður með þeim rökum meðal annars, að hagdeildir bankanna dygðu til að vinna verkin. Þessi röksemd var fráleit, þar eð hagdeildir bankanna lögðu sig í framkróka við að fegra myndina af efnahagslífinu til að hífa upp verðið á hlutabréfum í bönkunum og þóknast eigendum þeirra. Þegar Samkeppniseftirlitið heimsótti skrifstofur olíufélaganna til að afla gagna um meint samráð þeirra, var stofnunin lögð niður og önnur sett á laggirnar í hennar stað undir meðfærilegri yfirstjórn. Þegar misskipting jókst hröðum skrefum eftir 1993 fyrir tilstilli stjórnvalda, sem dældu fé úr vasa fólks með lágar tekjur og miðlungstekjur til hátekjufólks, lét Hagstofa Íslands undir höfuð leggjast að kortleggja vandann eins og henni bar. Nærtækasta skýringin á vanrækslu Hagstofunnar er, að yfirmenn hennar sáu í hendi sér, að hún gæti hæglega farið sömu leið og Þjóðhagsstofnun og Samkeppniseftirlitið, svo það var eins gott að hlýða. Hér birtist íslenzk valdhlýðni í hnotskurn. Þessir nýliðnu atburðir hafa ekki enn vakið þá eftirtekt í útlöndum sem vert væri. Í því ljósi þarf að skoða þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hafa að engu ítrekaðar óskir erlendis frá um, að lögð sé fram löggilt ensk þýðing á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem ástandi stjórnsýslunnar er lýst í þaula. Þeim mun ánægjulegra er, að nú er til löggilt ensk þýðing á úrskurði Hæstaréttar Íslands um kosninguna til stjórnlagaþings í nóvember 2010, og verður þýðingin fljótlega birt opinberlega og send meðal annars erlendum dómstólum, fjölmiðlum og fræðimönnum, svo að þeir geti glöggvað sig á málatilbúnaði Hæstaréttar. Varnargarðar í stjórnarskráÍ ljósi alls þessa, sem að framan greinir, er að minni hyggju nauðsynlegt að setja ákvæði í stjórnarskrána til varnar fimm eða sex stofnunum ríkisins til að girða fyrir hættuna á, að Alþingi leggi þær niður. Við þurfum ákvæði um Hagstofu Íslands. Hefði það verið til staðar, hefði Hagstofan haft minni ástæðu en ella til að vanrækja kortlagningu aukinnar misskiptingar í landinu. Þetta skiptir máli ekki aðeins vegna þess, að rétt skal vera rétt, heldur einnig vegna hins, að sagan sýnir, að aukin misskipting er algengur fyrirboði fjármálakreppu. Þögn Hagstofunnar um þróun tekjuskiptingarinnar slökkti á mikilvægu viðvörunarljósi. Ríkisendurskoðun hefur síðustu ár birt þarfar upplýsingar til dæmis um einkavæðingu bankanna og fjármál stjórnmálaflokkanna, upplýsingar, sem margir stjórnmálamenn vildu helzt halda leyndum líkt og áður, ef þeir gætu. Þess vegna þarf stjórnarskráin að halda verndarhendi yfir Ríkisendurskoðun. Fjármálaeftirlitið hefur frá hruni sent 66 erindi til sérstaks saksóknara vegna meints misferlis í bönkunum fyrir hrun. Fjöldi manna á af þeim sökum málsókn yfir höfði sér. Vegna náins samneytis bankanna við stjórnmálamenn og flokka myndu margir flokksmenn miklu heldur vilja halda Fjármálaeftirlitinu sofandi eins og fyrir hrun. Þess vegna þarf stjórnarskráin að halda vakandi verndarhendi yfir Fjármálaeftirlitinu. Samkeppniseftirlitið ógnar með líku lagi stjórnmálahagsmunum, sé því vel stjórnað, þar eð of náin tengsl stjórnmála og viðskiptalífs hafa um langt skeið verið ein dýpsta meinsemd samfélagsins. Þess vegna þarf stjórnarskráin að halda verndarhendi yfir Samkeppniseftirlitinu. Umboðsmaður Alþingis hjálpar fjölda fólks að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum og þarfnast því verndar í stjórnarskrá. Til álita kæmi einnig að setja nýtt ákvæði í stjórnarskrá um endurreisn Þjóðhagsstofnunar, úr því að Alþingi hefur ekki enn gert það á eigin spýtur. Málið er brýnt vegna þess, að hagskýrslugerð hefur farið aftur frá hruni. Fjármálaráðuneytið hefur til dæmis ekki gefið út Þjóðarbúskapinn frá 2009, en það rit var lengi lykilheimild um ástand og horfur efnahagslífsins. Þess vegna auk annars er rík ástæða til að endurreisa Þjóðhagsstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun
Árin fram að hruni einkenndust af auknu gerræði af hálfu helztu handhafa framkvæmdarvaldsins. Gerræðið komst í hámæli, þegar þeir vinirnir leiddu Ísland út í stríð í Írak án þess að spyrja kóng eða prest; þeir voru kóngurinn og presturinn. Þeir höfðu áður afhent einkavinum sínum Landsbankann og Búnaðarbankann með hörmulegum afleiðingum, sem enn sér ekki fyrir endann á. Gerræðið af hálfu framkvæmdarvaldsins afhjúpaði djúpar sprungur í stjórnskipaninni, þar eð skilvirk þrígreining valds hefði átt að standa í vegi þvílíkrar valdstjórnar. Varnirnar brugðust. „Leggjum þá bara niður“Þegar Þjóðhagsstofnun undir hæfri stjórn Þórðar Friðjónssonar gaf ekki nógu glansandi mynd af hagstjórninni, var stofnunin lögð niður með þeim rökum meðal annars, að hagdeildir bankanna dygðu til að vinna verkin. Þessi röksemd var fráleit, þar eð hagdeildir bankanna lögðu sig í framkróka við að fegra myndina af efnahagslífinu til að hífa upp verðið á hlutabréfum í bönkunum og þóknast eigendum þeirra. Þegar Samkeppniseftirlitið heimsótti skrifstofur olíufélaganna til að afla gagna um meint samráð þeirra, var stofnunin lögð niður og önnur sett á laggirnar í hennar stað undir meðfærilegri yfirstjórn. Þegar misskipting jókst hröðum skrefum eftir 1993 fyrir tilstilli stjórnvalda, sem dældu fé úr vasa fólks með lágar tekjur og miðlungstekjur til hátekjufólks, lét Hagstofa Íslands undir höfuð leggjast að kortleggja vandann eins og henni bar. Nærtækasta skýringin á vanrækslu Hagstofunnar er, að yfirmenn hennar sáu í hendi sér, að hún gæti hæglega farið sömu leið og Þjóðhagsstofnun og Samkeppniseftirlitið, svo það var eins gott að hlýða. Hér birtist íslenzk valdhlýðni í hnotskurn. Þessir nýliðnu atburðir hafa ekki enn vakið þá eftirtekt í útlöndum sem vert væri. Í því ljósi þarf að skoða þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hafa að engu ítrekaðar óskir erlendis frá um, að lögð sé fram löggilt ensk þýðing á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem ástandi stjórnsýslunnar er lýst í þaula. Þeim mun ánægjulegra er, að nú er til löggilt ensk þýðing á úrskurði Hæstaréttar Íslands um kosninguna til stjórnlagaþings í nóvember 2010, og verður þýðingin fljótlega birt opinberlega og send meðal annars erlendum dómstólum, fjölmiðlum og fræðimönnum, svo að þeir geti glöggvað sig á málatilbúnaði Hæstaréttar. Varnargarðar í stjórnarskráÍ ljósi alls þessa, sem að framan greinir, er að minni hyggju nauðsynlegt að setja ákvæði í stjórnarskrána til varnar fimm eða sex stofnunum ríkisins til að girða fyrir hættuna á, að Alþingi leggi þær niður. Við þurfum ákvæði um Hagstofu Íslands. Hefði það verið til staðar, hefði Hagstofan haft minni ástæðu en ella til að vanrækja kortlagningu aukinnar misskiptingar í landinu. Þetta skiptir máli ekki aðeins vegna þess, að rétt skal vera rétt, heldur einnig vegna hins, að sagan sýnir, að aukin misskipting er algengur fyrirboði fjármálakreppu. Þögn Hagstofunnar um þróun tekjuskiptingarinnar slökkti á mikilvægu viðvörunarljósi. Ríkisendurskoðun hefur síðustu ár birt þarfar upplýsingar til dæmis um einkavæðingu bankanna og fjármál stjórnmálaflokkanna, upplýsingar, sem margir stjórnmálamenn vildu helzt halda leyndum líkt og áður, ef þeir gætu. Þess vegna þarf stjórnarskráin að halda verndarhendi yfir Ríkisendurskoðun. Fjármálaeftirlitið hefur frá hruni sent 66 erindi til sérstaks saksóknara vegna meints misferlis í bönkunum fyrir hrun. Fjöldi manna á af þeim sökum málsókn yfir höfði sér. Vegna náins samneytis bankanna við stjórnmálamenn og flokka myndu margir flokksmenn miklu heldur vilja halda Fjármálaeftirlitinu sofandi eins og fyrir hrun. Þess vegna þarf stjórnarskráin að halda vakandi verndarhendi yfir Fjármálaeftirlitinu. Samkeppniseftirlitið ógnar með líku lagi stjórnmálahagsmunum, sé því vel stjórnað, þar eð of náin tengsl stjórnmála og viðskiptalífs hafa um langt skeið verið ein dýpsta meinsemd samfélagsins. Þess vegna þarf stjórnarskráin að halda verndarhendi yfir Samkeppniseftirlitinu. Umboðsmaður Alþingis hjálpar fjölda fólks að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum og þarfnast því verndar í stjórnarskrá. Til álita kæmi einnig að setja nýtt ákvæði í stjórnarskrá um endurreisn Þjóðhagsstofnunar, úr því að Alþingi hefur ekki enn gert það á eigin spýtur. Málið er brýnt vegna þess, að hagskýrslugerð hefur farið aftur frá hruni. Fjármálaráðuneytið hefur til dæmis ekki gefið út Þjóðarbúskapinn frá 2009, en það rit var lengi lykilheimild um ástand og horfur efnahagslífsins. Þess vegna auk annars er rík ástæða til að endurreisa Þjóðhagsstofnun.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun