Örlög smáblóma í írónískum heimi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. maí 2011 11:00 Bækur Skrælingjasýningin. Kristín Svava Tómasdóttir. Bjartur. Kristín Svava Tómasdóttir ruddist inn á ljóðasviðið með brauki og bramli árið 2007 þegar fyrsta ljóðabók hennar, Blótgælur, kom út. Henni var umsvifalaust skipað á bekk okkar efnulegustu ungskálda, enda átti þessi kjaftfori töffari sem ekkert var heilagt ágætlega heima þar. Skrælingjasýningin er rökrétt framhald af Blótgælum, þroskaðri ljóð og tónninn lágstemmdari þótt fyrrgreindur töffari sé aldrei langt undan. Tónninn er sleginn strax í upphafsorðum fyrsta ljóðs bókarinnar: „Krass! Búmm! Harmafregn! Stríð á okkar tímum!" og það stríð er ekki einungis háð á vígvöllum, það er háð innra með okkur hverju og einu, allan daginn alla daga og ekki von til að það endi í bráð: Sameinuð skríðum vér sundruð skrimtum vér og til hvers erum við hér ef ekki til að níða það sem er ranglega heilagt? (tímgast og rotna) ( bls. 11) Kristínu Svövu er enn ekkert heilagt. Hún yrkir um samskipti kynjanna, stríðsrekstur heiman og heima, skrifar bréf til herra Brown, skilur ekki hví Karli Blöndal berast aldrei bréf, gagnrýnir samfélagið og gerir grín að skáldaspírum og sjálfskipuðum réttlætisbaráttumönnum. En þótt húmorinn sé oftar en ekki hnífskarpur og nístandi liggja undir einhver djúpur tregi og þrá sem raska ró lesandans. Það er ógn í andrúmsloftinu og órói í hjörtunum, ástin aðeins tímabundin afþreying, öll landamæri lokuð og maður kannski ekki einu sinni manns gaman þegar allt kemur til alls: Þessar manneskjur sem villast inn í líf þitt stíga steypuna í æðum þér og hverfa svo aftur út í þýðingarleysið Hversu mörgum hefur maður ekki týnt og hversu innilega hefur manni ekki staðið á sama þegar allt kemur til alls (bls. 13) Seinni hluti bókarinnar kallast – Viðauki – Lyklar að túlkun 22 ljóða – syrpa handa kennurum. Þar eru „greind" 14 ljóð með tungutaki bókmenntafræðinnar á óborganlega skemmtilegan hátt. Lesandinn bókstaflega veltist um af hlátri og verður að viðurkenna að klisjusafnið hittir oftar en ekki beint í mark: Ljóðið er írónísk ádeila á yfirborðskenndan neysluheim póstmódernískrar menningarelítu sem telur sig taka upplýstar sjálfstæðar ákvarðanir en er ekki síður á valdi samfélagshugmyndanna en pöpullinn .... ( bls. 43) Í heild er Skrælingjasýningin án efa skemmtilegasta ljóðabók sem út hefur komið lengi, en um leið rær Kristín Svava á dýpri mið en áður og þótt kjaftshöggin séu kannski ekki eins beinskeytt og í Blótgælum er undiraldan sterkari og áhrifameiri. Niðurstaða: Skemmtilegasta ljóðabók sem út hefur komið lengi, en um leið hárbeitt og ögrandi samfélagsmynd sem sest að í minninu og vekur óróa. Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Skrælingjasýningin. Kristín Svava Tómasdóttir. Bjartur. Kristín Svava Tómasdóttir ruddist inn á ljóðasviðið með brauki og bramli árið 2007 þegar fyrsta ljóðabók hennar, Blótgælur, kom út. Henni var umsvifalaust skipað á bekk okkar efnulegustu ungskálda, enda átti þessi kjaftfori töffari sem ekkert var heilagt ágætlega heima þar. Skrælingjasýningin er rökrétt framhald af Blótgælum, þroskaðri ljóð og tónninn lágstemmdari þótt fyrrgreindur töffari sé aldrei langt undan. Tónninn er sleginn strax í upphafsorðum fyrsta ljóðs bókarinnar: „Krass! Búmm! Harmafregn! Stríð á okkar tímum!" og það stríð er ekki einungis háð á vígvöllum, það er háð innra með okkur hverju og einu, allan daginn alla daga og ekki von til að það endi í bráð: Sameinuð skríðum vér sundruð skrimtum vér og til hvers erum við hér ef ekki til að níða það sem er ranglega heilagt? (tímgast og rotna) ( bls. 11) Kristínu Svövu er enn ekkert heilagt. Hún yrkir um samskipti kynjanna, stríðsrekstur heiman og heima, skrifar bréf til herra Brown, skilur ekki hví Karli Blöndal berast aldrei bréf, gagnrýnir samfélagið og gerir grín að skáldaspírum og sjálfskipuðum réttlætisbaráttumönnum. En þótt húmorinn sé oftar en ekki hnífskarpur og nístandi liggja undir einhver djúpur tregi og þrá sem raska ró lesandans. Það er ógn í andrúmsloftinu og órói í hjörtunum, ástin aðeins tímabundin afþreying, öll landamæri lokuð og maður kannski ekki einu sinni manns gaman þegar allt kemur til alls: Þessar manneskjur sem villast inn í líf þitt stíga steypuna í æðum þér og hverfa svo aftur út í þýðingarleysið Hversu mörgum hefur maður ekki týnt og hversu innilega hefur manni ekki staðið á sama þegar allt kemur til alls (bls. 13) Seinni hluti bókarinnar kallast – Viðauki – Lyklar að túlkun 22 ljóða – syrpa handa kennurum. Þar eru „greind" 14 ljóð með tungutaki bókmenntafræðinnar á óborganlega skemmtilegan hátt. Lesandinn bókstaflega veltist um af hlátri og verður að viðurkenna að klisjusafnið hittir oftar en ekki beint í mark: Ljóðið er írónísk ádeila á yfirborðskenndan neysluheim póstmódernískrar menningarelítu sem telur sig taka upplýstar sjálfstæðar ákvarðanir en er ekki síður á valdi samfélagshugmyndanna en pöpullinn .... ( bls. 43) Í heild er Skrælingjasýningin án efa skemmtilegasta ljóðabók sem út hefur komið lengi, en um leið rær Kristín Svava á dýpri mið en áður og þótt kjaftshöggin séu kannski ekki eins beinskeytt og í Blótgælum er undiraldan sterkari og áhrifameiri. Niðurstaða: Skemmtilegasta ljóðabók sem út hefur komið lengi, en um leið hárbeitt og ögrandi samfélagsmynd sem sest að í minninu og vekur óróa.
Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira