Moody's og lánshæfismat Íslands Kári Sigurðsson skrifar 5. apríl 2011 07:00 Moody's hefur gefið út umfjöllun um líkleg áhrif niðurstöðu úr Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslu á lánshæfismat íslenska ríkisins og er til hennar vitnað í fréttum af fjármögnun Landsvirkjunar. Úttektin er tvær blaðsíður. Fyrirtækið telur líklegt að lánshæfismat fari úr neikvæðu í stöðugt við samþykkt en verði fært niður ef lögum er hafnað. Hér verða rök fyrirtækisins ásamt mótrökum rakin í stuttu máli með það að markmiði að halda upplýstri umræðu. Fyrirtækið telur samþykkt samnings draga úr óvissu samanborið við dómstólaleið. Ekki er gerð grein fyrir óvissu í þessari úttekt. Þá er ekki fjallað um gjaldeyrisáhættu sem felst í núverandi samningum. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25%. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg. Í úttektinni er talið að samþykkt samnings skapi grundvöll fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Ekki er bent á að gengisáhætta í núverandi samningum gerir það að verkum að gengið þarf helst að vera í spennitreyju (þetta er skrifað fyrir tilkynningu um afnám hafta á föstudag). Núverandi Icesave-samningur er talinn vera betri en upprunalegur samningur. Ekki eru færð rök fyrir því af hverju upprunalegur samningur er viðeigandi viðmið. Talið er að samþykkt samnings opni dyr að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum án frekari skýringa. Aðgangur Íslands að alþjóðlegu fjármagni er ekki settur í sögulegt samhengi né í samhengi við alþjóðlegan lánsfjárvanda ríkja. Ef frá er talið tímabil óeðlilegrar lánsfjárbólu og stóriðjuframkvæmdir með sértækri lagasetningu þá hefur ekki verið mikið um erlenda fjárfesting á Íslandi. Ekki er ljóst hvort samþykkt samnings muni gjörbreyta þessari sögulegu stöðu. Fyrirtækið telur að ef samningi verður hafnað muni Norðurlönd og Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn (AGS) draga tilbaka vilyrði fyrir lánum. Þessi fullyrðing stangast á við fyrri reynslu. Lán frá AGS hafa þegar verið afgreidd óháð samþykkt Icesave. Moody's tekur fram að það séu margir aðrir þættir sem hafa áhrif á lánshæfismat Íslands. Líklegt verður að teljast að langtíma lánshæfismat Íslands byggist á vönduðum vinnubrögðum og hóflegri skuldsetningu. Það er því mikilvægt að vandað sé til verka við samþykkt hvers konar skuldbindingar og gengið úr skugga um að óvissuþættir eins og gengi krónunnar geti ekki leitt til þess að Icesave fari úr því að verða viðráðanlegur baggi yfir í kynslóðarskuldbindingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Moody's hefur gefið út umfjöllun um líkleg áhrif niðurstöðu úr Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslu á lánshæfismat íslenska ríkisins og er til hennar vitnað í fréttum af fjármögnun Landsvirkjunar. Úttektin er tvær blaðsíður. Fyrirtækið telur líklegt að lánshæfismat fari úr neikvæðu í stöðugt við samþykkt en verði fært niður ef lögum er hafnað. Hér verða rök fyrirtækisins ásamt mótrökum rakin í stuttu máli með það að markmiði að halda upplýstri umræðu. Fyrirtækið telur samþykkt samnings draga úr óvissu samanborið við dómstólaleið. Ekki er gerð grein fyrir óvissu í þessari úttekt. Þá er ekki fjallað um gjaldeyrisáhættu sem felst í núverandi samningum. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25%. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg. Í úttektinni er talið að samþykkt samnings skapi grundvöll fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Ekki er bent á að gengisáhætta í núverandi samningum gerir það að verkum að gengið þarf helst að vera í spennitreyju (þetta er skrifað fyrir tilkynningu um afnám hafta á föstudag). Núverandi Icesave-samningur er talinn vera betri en upprunalegur samningur. Ekki eru færð rök fyrir því af hverju upprunalegur samningur er viðeigandi viðmið. Talið er að samþykkt samnings opni dyr að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum án frekari skýringa. Aðgangur Íslands að alþjóðlegu fjármagni er ekki settur í sögulegt samhengi né í samhengi við alþjóðlegan lánsfjárvanda ríkja. Ef frá er talið tímabil óeðlilegrar lánsfjárbólu og stóriðjuframkvæmdir með sértækri lagasetningu þá hefur ekki verið mikið um erlenda fjárfesting á Íslandi. Ekki er ljóst hvort samþykkt samnings muni gjörbreyta þessari sögulegu stöðu. Fyrirtækið telur að ef samningi verður hafnað muni Norðurlönd og Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn (AGS) draga tilbaka vilyrði fyrir lánum. Þessi fullyrðing stangast á við fyrri reynslu. Lán frá AGS hafa þegar verið afgreidd óháð samþykkt Icesave. Moody's tekur fram að það séu margir aðrir þættir sem hafa áhrif á lánshæfismat Íslands. Líklegt verður að teljast að langtíma lánshæfismat Íslands byggist á vönduðum vinnubrögðum og hóflegri skuldsetningu. Það er því mikilvægt að vandað sé til verka við samþykkt hvers konar skuldbindingar og gengið úr skugga um að óvissuþættir eins og gengi krónunnar geti ekki leitt til þess að Icesave fari úr því að verða viðráðanlegur baggi yfir í kynslóðarskuldbindingu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun