Hatur punktur is Svavar Gestsson skrifar 28. febrúar 2011 09:00 Hatursumræðan í íslenskum stjórnmálum er skelfileg. Að einhverju leyti á þetta sér skýringar í hruninu. Þar eru erfiðar ástæður vonbrigða og reiði. En hrunið mega menn samt ekki nota til þess að afsaka ofbeldistóninn í umræðunni. Hatrið einkennir sum blaðaskrif um þessar mundir, jafnvel heilu útvarpsstöðvarnar og sjónvarpsþættina að sögn að ekki sé minnst á bloggskólpið. Þetta er alvarlegt vegna þess að þjóðin þarf að finna farsæla niðurstöðu með samtölum en ekki öskrum. Þetta er brýnna nú eftir hrunið en nokkru sinni fyrr. Málaflokkarnir sem þurfa heiðarlega opna og íhugula umræðu eru hvarvetna. Einn er stjórnskipun landsins sem er í mikilli óvissu um þessar mundir. Vilji er til að sameina hugina til endurbóta, en hverjar eiga endurbæturnar að verða? Til að vita það þarf fólk að tala saman. Það þarf að finna leið sem sameinar hina nýju möguleika lýðræðisins á fésbókunum og internetinu því sem er óhjákvæmilegt til að tryggja skýrar og markvissar niðurstöður umræðunnar. Það þarf að skapa frelsi til þess að tala og gera tillögur en líka frelsi til að komast að niðurstöðum. Samfélag verður aldrei leitt til farsældar öðru vísi en með niðurstöðum eftir eðlileg og opin skoðanaskipti. Annars endar umræðan í tómagangi og vonbrigðum. Nú virðist loksins samstaða um að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur sem við mörg okkar höfum barist fyrir áratugum saman. Þjóðin virðist vilja að þau mál verði ekki í höndunum á einum manni og þessi eini maður segist reyndar vera þreyttur á því að hafa svona ferlega mikla ábyrgð. Annar málaflokkur sem þarf að ræða vel eru atvinnumál. Þar virðast sumir halda að eina lausnin sé fólgin í því að byggja sem flest álver. Þó liggur fyrir að það hentar ekki orkulindum okkar. Þá er að horfast í augu við það. Hatursumræða um einstaklinga skapar ekki atvinnu. Þeir sem þekkja atvinnuleysi sjálfir eða úr fjölskyldum sínum vita að það er alvarlegt og sárt fyrir þá sem því hafa kynnst. Það leysir ekki vanda þeirra að rækta hatrið. Nú vill svo til að umræðan um atvinnumál virðist opnari fyrir samstöðu um þessar mundir en nokkru sinni fyrr. Það eru ekki lengur alvarlegar deilur um einkaeign eða félagslega eign á fyrirtækjunum. Það eru ekki deilur um útlent eða innlent eignarhald. Það er deilt um það hvort þjóðin á að eiga auðlindirnar eða ekki en um það eru reyndar flestir sammála þegar betur er að gáð að þjóðin á að ráða yfir auðlindunum sem eigandi þeirra. Það eru engar alvarlegar deilur um að auðlindanýtingin eigi að vera sjálfbær – eða er það? Það er því engin ástæða til annars en að ætla að samstaða eigi að geta skapast um atvinnustefnuna enda sé auðlindanýtingin sjálfbær. Atvinnuleysið er ljótasta birtingarmynd auðvaldsþjóðfélagsins. Allir eiga rétt á atvinnu. Auk þess birtist í atvinnuleysinu fráleit sóun. Ekki á atvinnuleysisbótum heldur á arðinum af vinnuafli þeirra sem ekki fá vinnu. Þriðji málaflokkurinn sem deilt er um eru umhverfis- og auðlindamál. Svo virðist sem margir séu beinlínis andvígir því að ræða þann málaflokk öðruvísi en með stóryrðum um einstaklinga. Allt tryllist þegar reynt er að fá skorið úr lagaóvissu fyrir Hæstarétti. Ekki má gagnrýna það að stórfyrirtæki í orkuframleiðslu borgi fyrir óviðkomandi verkefni eins og gsm-síma og vegi. Greinilegt er reyndar að þeir sem reiðast eru sumir vanir því að ráða og reiðast af því að þeir ráða ekki lengur. En það er lýðræðisleg niðurstaða og þá er að vinna út frá því. Hatursræktun leysir heldur ekki þeirra vanda. Þeir sem vilja fara vel með umhverfið eru að hugsa um barnabörnin sín. Viljum við það ekki öll? Þannig ber allt að þeim brunni að við eigum að geta náð samstöðu um þau stóru mál sem hér hafa verið nefnd án þess að opna fyrir hatursflóðin. Auðvitað eru ekki allir sammála. Auðvitað eru einhverjir sem vilja rækta hatrið af gömlum vana. En væri þá kannski sterkur leikur að þeir hinir sömu opnuðu sína eigin flóðgátt, eins konar sameiginlegt holræsi, nýjan vef: hatur.is? Því ekki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hatursumræðan í íslenskum stjórnmálum er skelfileg. Að einhverju leyti á þetta sér skýringar í hruninu. Þar eru erfiðar ástæður vonbrigða og reiði. En hrunið mega menn samt ekki nota til þess að afsaka ofbeldistóninn í umræðunni. Hatrið einkennir sum blaðaskrif um þessar mundir, jafnvel heilu útvarpsstöðvarnar og sjónvarpsþættina að sögn að ekki sé minnst á bloggskólpið. Þetta er alvarlegt vegna þess að þjóðin þarf að finna farsæla niðurstöðu með samtölum en ekki öskrum. Þetta er brýnna nú eftir hrunið en nokkru sinni fyrr. Málaflokkarnir sem þurfa heiðarlega opna og íhugula umræðu eru hvarvetna. Einn er stjórnskipun landsins sem er í mikilli óvissu um þessar mundir. Vilji er til að sameina hugina til endurbóta, en hverjar eiga endurbæturnar að verða? Til að vita það þarf fólk að tala saman. Það þarf að finna leið sem sameinar hina nýju möguleika lýðræðisins á fésbókunum og internetinu því sem er óhjákvæmilegt til að tryggja skýrar og markvissar niðurstöður umræðunnar. Það þarf að skapa frelsi til þess að tala og gera tillögur en líka frelsi til að komast að niðurstöðum. Samfélag verður aldrei leitt til farsældar öðru vísi en með niðurstöðum eftir eðlileg og opin skoðanaskipti. Annars endar umræðan í tómagangi og vonbrigðum. Nú virðist loksins samstaða um að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur sem við mörg okkar höfum barist fyrir áratugum saman. Þjóðin virðist vilja að þau mál verði ekki í höndunum á einum manni og þessi eini maður segist reyndar vera þreyttur á því að hafa svona ferlega mikla ábyrgð. Annar málaflokkur sem þarf að ræða vel eru atvinnumál. Þar virðast sumir halda að eina lausnin sé fólgin í því að byggja sem flest álver. Þó liggur fyrir að það hentar ekki orkulindum okkar. Þá er að horfast í augu við það. Hatursumræða um einstaklinga skapar ekki atvinnu. Þeir sem þekkja atvinnuleysi sjálfir eða úr fjölskyldum sínum vita að það er alvarlegt og sárt fyrir þá sem því hafa kynnst. Það leysir ekki vanda þeirra að rækta hatrið. Nú vill svo til að umræðan um atvinnumál virðist opnari fyrir samstöðu um þessar mundir en nokkru sinni fyrr. Það eru ekki lengur alvarlegar deilur um einkaeign eða félagslega eign á fyrirtækjunum. Það eru ekki deilur um útlent eða innlent eignarhald. Það er deilt um það hvort þjóðin á að eiga auðlindirnar eða ekki en um það eru reyndar flestir sammála þegar betur er að gáð að þjóðin á að ráða yfir auðlindunum sem eigandi þeirra. Það eru engar alvarlegar deilur um að auðlindanýtingin eigi að vera sjálfbær – eða er það? Það er því engin ástæða til annars en að ætla að samstaða eigi að geta skapast um atvinnustefnuna enda sé auðlindanýtingin sjálfbær. Atvinnuleysið er ljótasta birtingarmynd auðvaldsþjóðfélagsins. Allir eiga rétt á atvinnu. Auk þess birtist í atvinnuleysinu fráleit sóun. Ekki á atvinnuleysisbótum heldur á arðinum af vinnuafli þeirra sem ekki fá vinnu. Þriðji málaflokkurinn sem deilt er um eru umhverfis- og auðlindamál. Svo virðist sem margir séu beinlínis andvígir því að ræða þann málaflokk öðruvísi en með stóryrðum um einstaklinga. Allt tryllist þegar reynt er að fá skorið úr lagaóvissu fyrir Hæstarétti. Ekki má gagnrýna það að stórfyrirtæki í orkuframleiðslu borgi fyrir óviðkomandi verkefni eins og gsm-síma og vegi. Greinilegt er reyndar að þeir sem reiðast eru sumir vanir því að ráða og reiðast af því að þeir ráða ekki lengur. En það er lýðræðisleg niðurstaða og þá er að vinna út frá því. Hatursræktun leysir heldur ekki þeirra vanda. Þeir sem vilja fara vel með umhverfið eru að hugsa um barnabörnin sín. Viljum við það ekki öll? Þannig ber allt að þeim brunni að við eigum að geta náð samstöðu um þau stóru mál sem hér hafa verið nefnd án þess að opna fyrir hatursflóðin. Auðvitað eru ekki allir sammála. Auðvitað eru einhverjir sem vilja rækta hatrið af gömlum vana. En væri þá kannski sterkur leikur að þeir hinir sömu opnuðu sína eigin flóðgátt, eins konar sameiginlegt holræsi, nýjan vef: hatur.is? Því ekki?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun