Hornreka á Króknum Bergsteinn Sigurðsson skrifar 13. janúar 2011 11:44 Kvikmyndir Rokland Handrit og leikstjórn: Marteinn Þórsson. Byggt á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar. Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir. Eftir tíu ára háspekilegt slark í Þýskalandi snýr Böðvar H. Steingrímsson, Böddi, heim til Sauðárkróks, stútfullur af biturð yfir hlutskipti sínu í samfélagi sem elur á heimsku og aumingjaskap en kann ekki að meta andleg valmenni á borð við hann sjálfan. Í upphafi frásagnar er Böddi búinn að missa kennarastöðuna við fjölbrautaskólann eftir að hafa stefnt nemanda í voða í skólaferðlagi. Hann býr hjá sjónvarpsfíklinum móður sinni og fær útrás fyrir gremjuna á blogginu. Lífið tekur hins vegar u-beygju eftir að Bödda verður á að barna bæjardræsuna Döggu á einhverju næturgöltrinu. En þrátt fyrir viðleitni til að hefja einhvers konar "eðlilegt líf" nær Böddi aldrei fótfestu og röð harmrænna atburða leiðir til þess að hann ríður af stað til Reykjavíkur, staðráðinn í að hefja byltingu. Það þarf ekki að undra að Marteinn Þórsson hafi viljað gera kvikmynd eftir Roklandi Hallgríms Helgasonar. Bókin leiftrar af kímni og frásagnargleði, beittri samfélagsrýni og magnaðri persónusköpun. Böddi grípur lesandann kverkataki strax á fyrstu síðu og dregur hann inn í rokið. Ballaðan af Bödda skilar sér hins vegar því miður ekki almennilega á hvíta tjaldið sem skrifast fyrst og fremst á gloppótt handrit. Marteinn sýnir bókinni vissulega mikla trúfestu, stór partur samtalanna er til dæmis beint úr bókinni. Hann sleppir hins vegar grundvallaratriðum sem veikja persónusköpunina. Það er til dæmis ekkert vikið að forsögu Bödda, sem gerir að verkum að áhorfandinn veit ekki alveg af hverju hann er svona upp á kant við alla. Þetta hefði mátt leysa með því að leggja meiri áherslu á bloggsíðuna sem liggur því miður tiltölulega óbætt hjá garð; gera hana jafnvel að rauðum þræði í gegnum myndina, því þar er Böddi í essinu sínu; afhjúpar sínar bestu og verstu hliðar í samfélagslegum eldmessum, sem þrátt fyrir beiskjuna og hrokann höfðu líka sinn brodd. Þessa vídd vantar Bíó-Bödda og virkar því stundum eins og innistæðulaust meinhorn með brostna skáldadrauma. Ég sakna líka forsögu Döggu, barnsmóður Bödda, sem kom þó reyndar ekki að jafn mikilli sök og í tilfelli hans. Þá eru sumar breytingar sem gerðar eru á sögunni ekki til bóta, til dæmis á persónu Láru Maríu, sem Böddi þráir, þar sem þeim er í rauninni ekki fylgt eftir. Í bókinni er Böddi í sjálfu sér ekki ástfanginn af Láru sjálfri heldur af upphafinni hugmynd um hana sem djúpt þenkjandi og óflekkaðri stúlku sem sé honum samboðin. Einn vendipunktur bókarinnar er þegar Böddi laumast inn í herbergi til hennar og það rennur upp fyrir honum að Lára er bara plebbaleg "vídeómeri" og ekki laus við "flekki". Í myndinni er Lára hins vegar aldrei sýnd í dýrðarljómanum sem Böddi baðar hana í; þvert á móti er hún kófdrukkin þegar hún er kynnt til sögunnar og útbær á blíðu sína. Við vitum því í sjálfu sér ekki hvað Böddi sér við hana - nema við höfum lesið bókina. Þrátt fyrir þessa breytingu heldur handritshöfundurinn hins vegar inni atriðinu í herbergi Láru svo til óbreyttu. En í samhengi myndarinnar er sú sena í sjálfu sér orðin tilgangslaus þar sem hún rífur ekki niður neinar hugmyndir sem áhorfendur hafa gert sér um Láru. Þetta er eitt dæmi af nokkrum um hvernig myndin reynir að slíta sig frá upprunalega verkinu og standa á eigin fótum en tekur ekki skrefið alla leið. Afleiðingin er sú að kvikmyndaaðlögunin stendur ekki sem sjálfstætt verk heldur reiðir sig á að áhorfendur hafi lesið bókina til að fylla upp í eyðurnar. Hafi þeir ekki gert það er ég hræddur um að hún virki hreinlega sundurlaus. Framvindan er slitrótt, vantar snerpu og á köflum samhengi til að hrakandi sálarástandi Bödda komist til skila á sannfærandi hátt. Hvað er það til dæmis sem rekur Bödda ríðandi á hesti suður til Reykjavíkur? Hvaða byltingu er hann að tala um? Hvers vegna er þessi reiðtúr hans fréttaefni? Að þessu sögðu er rétt að taka fram að Rokland ber Marteini Þórssyni talsvert betra vitni sem leikstjóra en handritshöfundi. Útlit myndarinnar er flott, leikarar skila sínu upp til hópa með prýði, sér í lagi Ólafur Darri, og það eru vissulega sprettir inn á milli sem vel má njóta. En heilt á litið skildi þessi mynd þann sem þetta skrifar eftir ósnortinn. Sem er synd og skömmin því Rokland hafði allt til að bera til að verða frábær kvikmynd. Niðurstaða: Gloppótt handrit hleypir loftinu úr Roklandi og kemur í veg fyrir að það fari á flug. Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kvikmyndir Rokland Handrit og leikstjórn: Marteinn Þórsson. Byggt á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar. Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir. Eftir tíu ára háspekilegt slark í Þýskalandi snýr Böðvar H. Steingrímsson, Böddi, heim til Sauðárkróks, stútfullur af biturð yfir hlutskipti sínu í samfélagi sem elur á heimsku og aumingjaskap en kann ekki að meta andleg valmenni á borð við hann sjálfan. Í upphafi frásagnar er Böddi búinn að missa kennarastöðuna við fjölbrautaskólann eftir að hafa stefnt nemanda í voða í skólaferðlagi. Hann býr hjá sjónvarpsfíklinum móður sinni og fær útrás fyrir gremjuna á blogginu. Lífið tekur hins vegar u-beygju eftir að Bödda verður á að barna bæjardræsuna Döggu á einhverju næturgöltrinu. En þrátt fyrir viðleitni til að hefja einhvers konar "eðlilegt líf" nær Böddi aldrei fótfestu og röð harmrænna atburða leiðir til þess að hann ríður af stað til Reykjavíkur, staðráðinn í að hefja byltingu. Það þarf ekki að undra að Marteinn Þórsson hafi viljað gera kvikmynd eftir Roklandi Hallgríms Helgasonar. Bókin leiftrar af kímni og frásagnargleði, beittri samfélagsrýni og magnaðri persónusköpun. Böddi grípur lesandann kverkataki strax á fyrstu síðu og dregur hann inn í rokið. Ballaðan af Bödda skilar sér hins vegar því miður ekki almennilega á hvíta tjaldið sem skrifast fyrst og fremst á gloppótt handrit. Marteinn sýnir bókinni vissulega mikla trúfestu, stór partur samtalanna er til dæmis beint úr bókinni. Hann sleppir hins vegar grundvallaratriðum sem veikja persónusköpunina. Það er til dæmis ekkert vikið að forsögu Bödda, sem gerir að verkum að áhorfandinn veit ekki alveg af hverju hann er svona upp á kant við alla. Þetta hefði mátt leysa með því að leggja meiri áherslu á bloggsíðuna sem liggur því miður tiltölulega óbætt hjá garð; gera hana jafnvel að rauðum þræði í gegnum myndina, því þar er Böddi í essinu sínu; afhjúpar sínar bestu og verstu hliðar í samfélagslegum eldmessum, sem þrátt fyrir beiskjuna og hrokann höfðu líka sinn brodd. Þessa vídd vantar Bíó-Bödda og virkar því stundum eins og innistæðulaust meinhorn með brostna skáldadrauma. Ég sakna líka forsögu Döggu, barnsmóður Bödda, sem kom þó reyndar ekki að jafn mikilli sök og í tilfelli hans. Þá eru sumar breytingar sem gerðar eru á sögunni ekki til bóta, til dæmis á persónu Láru Maríu, sem Böddi þráir, þar sem þeim er í rauninni ekki fylgt eftir. Í bókinni er Böddi í sjálfu sér ekki ástfanginn af Láru sjálfri heldur af upphafinni hugmynd um hana sem djúpt þenkjandi og óflekkaðri stúlku sem sé honum samboðin. Einn vendipunktur bókarinnar er þegar Böddi laumast inn í herbergi til hennar og það rennur upp fyrir honum að Lára er bara plebbaleg "vídeómeri" og ekki laus við "flekki". Í myndinni er Lára hins vegar aldrei sýnd í dýrðarljómanum sem Böddi baðar hana í; þvert á móti er hún kófdrukkin þegar hún er kynnt til sögunnar og útbær á blíðu sína. Við vitum því í sjálfu sér ekki hvað Böddi sér við hana - nema við höfum lesið bókina. Þrátt fyrir þessa breytingu heldur handritshöfundurinn hins vegar inni atriðinu í herbergi Láru svo til óbreyttu. En í samhengi myndarinnar er sú sena í sjálfu sér orðin tilgangslaus þar sem hún rífur ekki niður neinar hugmyndir sem áhorfendur hafa gert sér um Láru. Þetta er eitt dæmi af nokkrum um hvernig myndin reynir að slíta sig frá upprunalega verkinu og standa á eigin fótum en tekur ekki skrefið alla leið. Afleiðingin er sú að kvikmyndaaðlögunin stendur ekki sem sjálfstætt verk heldur reiðir sig á að áhorfendur hafi lesið bókina til að fylla upp í eyðurnar. Hafi þeir ekki gert það er ég hræddur um að hún virki hreinlega sundurlaus. Framvindan er slitrótt, vantar snerpu og á köflum samhengi til að hrakandi sálarástandi Bödda komist til skila á sannfærandi hátt. Hvað er það til dæmis sem rekur Bödda ríðandi á hesti suður til Reykjavíkur? Hvaða byltingu er hann að tala um? Hvers vegna er þessi reiðtúr hans fréttaefni? Að þessu sögðu er rétt að taka fram að Rokland ber Marteini Þórssyni talsvert betra vitni sem leikstjóra en handritshöfundi. Útlit myndarinnar er flott, leikarar skila sínu upp til hópa með prýði, sér í lagi Ólafur Darri, og það eru vissulega sprettir inn á milli sem vel má njóta. En heilt á litið skildi þessi mynd þann sem þetta skrifar eftir ósnortinn. Sem er synd og skömmin því Rokland hafði allt til að bera til að verða frábær kvikmynd. Niðurstaða: Gloppótt handrit hleypir loftinu úr Roklandi og kemur í veg fyrir að það fari á flug.
Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið