Sterk stjórn eða veik? Svavar Gestsson skrifar 5. janúar 2011 06:00 Það er sagt að ríkisstjórnin sé veik. Hundrað sinnum hafa birst myndir af atkvæðaskjánum í þinginu sem sýnir þrjátíu og tvo og þrjátíu og einn. Þessar myndir líta út eins og fjárlögin hafi verið afgreidd með eins atkvæðis meirihluta. Og alls konar spóaleggir sem eru spurðir álits í fjölmiðlum tala eins og það sé kjarni málsins: Eins atkvæðis meirihluti. En þetta er rangt og aftur rangt: Fjárlögin voru afgreidd með þrjátíu og tveimur SAMHLJÓÐA atkvæðum. Þrjátíu og einn greiddi ekki atkvæði - þrjátíu og einn sat hjá. Þessi minnihluti nær ekki saman. Hann situr hjá um fjárlögin. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin hefur komið öllum sínum málum í gegnum þingið. Forsetinn breytti að vísu farvegi Icesave-málsins; um það mun undirritaður fjalla síðar. En ríkisstjórnin kom Icesave-málinu í gegnum þingið með venjulegum meirihluta. Það er kjarni þess máls. Hvað eftir annað hafa ríkisstjórnir staðið knappar en þessi ríkisstjórn sem nú situr. Stundum valt vantraust á einu atkvæði, stundum réð varaþingmaður úrslitum og tryggði stjórn meirihluta. Allar upphrópanirnar núna um tæpan þingmeirihluta eru ýktar og tilefnislausar. Ríkisstjórnin situr og það bendir ekkert til annars en hún sitji út kjörtímabilið; það eina sem gæti breytt því er stjórnarliðið sjálft. Að það gefist upp á lokasprettinum. Enginn stjórnarliði vill þó enn láta það um sig spyrjast að hann/hún hafi stytt líf þessarar ríkisstjórnar. Sá stjórnarliði sem gefst upp við verkefnin hefur enn ekki gefið sig fram. Verkefnin fram undan eru vissulega erfið, en léttari en áður. Það er styttra í land. Icesave-málið klárast. Matarbiðraðirnar verða að hverfa. Efnahagslífið þarf að rífa upp. Kjarasamningar þurfa að takast. Ríkisstjórn sem kemur öllum sínum málum í gegnum þingið á tveimur erfiðustu árum lýðveldisins er sterk ríkisstjórn. Hún verður hins vegar veik ef talsmenn hennar trúa því að stjórnin sé veik. Það er heldur ekki endilega til bóta að ráðherrarnir haldi áfram að líkja þingmönnum hins stjórnarflokksins við húsdýr. Annars lítur árið vel út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er sagt að ríkisstjórnin sé veik. Hundrað sinnum hafa birst myndir af atkvæðaskjánum í þinginu sem sýnir þrjátíu og tvo og þrjátíu og einn. Þessar myndir líta út eins og fjárlögin hafi verið afgreidd með eins atkvæðis meirihluta. Og alls konar spóaleggir sem eru spurðir álits í fjölmiðlum tala eins og það sé kjarni málsins: Eins atkvæðis meirihluti. En þetta er rangt og aftur rangt: Fjárlögin voru afgreidd með þrjátíu og tveimur SAMHLJÓÐA atkvæðum. Þrjátíu og einn greiddi ekki atkvæði - þrjátíu og einn sat hjá. Þessi minnihluti nær ekki saman. Hann situr hjá um fjárlögin. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin hefur komið öllum sínum málum í gegnum þingið. Forsetinn breytti að vísu farvegi Icesave-málsins; um það mun undirritaður fjalla síðar. En ríkisstjórnin kom Icesave-málinu í gegnum þingið með venjulegum meirihluta. Það er kjarni þess máls. Hvað eftir annað hafa ríkisstjórnir staðið knappar en þessi ríkisstjórn sem nú situr. Stundum valt vantraust á einu atkvæði, stundum réð varaþingmaður úrslitum og tryggði stjórn meirihluta. Allar upphrópanirnar núna um tæpan þingmeirihluta eru ýktar og tilefnislausar. Ríkisstjórnin situr og það bendir ekkert til annars en hún sitji út kjörtímabilið; það eina sem gæti breytt því er stjórnarliðið sjálft. Að það gefist upp á lokasprettinum. Enginn stjórnarliði vill þó enn láta það um sig spyrjast að hann/hún hafi stytt líf þessarar ríkisstjórnar. Sá stjórnarliði sem gefst upp við verkefnin hefur enn ekki gefið sig fram. Verkefnin fram undan eru vissulega erfið, en léttari en áður. Það er styttra í land. Icesave-málið klárast. Matarbiðraðirnar verða að hverfa. Efnahagslífið þarf að rífa upp. Kjarasamningar þurfa að takast. Ríkisstjórn sem kemur öllum sínum málum í gegnum þingið á tveimur erfiðustu árum lýðveldisins er sterk ríkisstjórn. Hún verður hins vegar veik ef talsmenn hennar trúa því að stjórnin sé veik. Það er heldur ekki endilega til bóta að ráðherrarnir haldi áfram að líkja þingmönnum hins stjórnarflokksins við húsdýr. Annars lítur árið vel út.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun