Skynsemin ræður Magnús Orri Schram skrifar 31. mars 2011 06:00 Ef þjóðin segir nei í kosningunum 9. apríl er verið að vísa Icesave til dómstóla. Fyrir dómstólum verður líklega erfiðast fyrir íslenska ríkið að komast framhjá svokallaðri mismunun á grundvelli þjóðernis en við fall bankanna 2008 voru innstæður í innlendum útibúum tryggðar að fullu á meðan innstæður í erlendum útibúum nutu engrar tryggingar. Þetta er að mati eftirlitsstofnunar með EES-samningnum óbein mismunun á grundvelli þjóðernis og því brot á samningnum. Skiptar skoðanir eru um þetta atriði meðal íslenskra lögmanna en þeir hæstaréttarlögmenn sem hvað harðast börðust gegn fyrri samningi telja að áhætta og kostnaður sé nú í slíku lágmarki að það sé mun meiri áhætta fólgin í dómsmáli en því að semja. Seðlabanki Íslands telur að nei í þjóðaratkvæði um Icesave þýði veikara gengi, lægri kaupmátt og meiri verðbólgu. Fyrir liggur að afleiðingar á lánshæfi, aðgengi að fjármálamörkuðum og vaxtakjör gætu orðið alvarlegar fyrir Íslendinga. Þá gæti Ísland staðið uppi með dóm um greiðsluskyldu án fyrirliggjandi samnings um vexti, endurgreiðslur eða önnur kjör en ljóst er að sambærilegir eða lægri vextir verða vart í boði. Með þverpólitískri samninganefnd tókst að lágmarka og festa niður eins og kostur er alla helstu kostnaðar- og áhættuþætti. Vextir eru í lágmarki, höfuðstóll miðast aðeins við lágmarkstryggingu, engin ríkisábyrgð kemur til fyrr en þrotabú Landsbankans hefur gengið upp í skuldbindingar Tryggingasjóðsins, efnahagslegir og lagalegir fyrirvara vegna stóráfalla eru til staðar og greiðslutími bæði vaxta og uppgjörs er miðað við þarfir og getu Íslands. Fari málið fyrir dómstóla eru allir þessir þættir úr höndum okkar Íslendinga svo óvissan um endanlegan kostnað og kjör er margfalt meiri. Íslendingar eiga að meta eigin hagsmuni og taka þá ákvörðun sem er skynsamlegust fyrir hagsmuni efnahags- og atvinnulífs til skemmri og lengri tíma. Við þær aðstæður þarf að vega og meta kostnað og áhættu af fyrirliggjandi samningi á móti áhættu og mögulegum kostnaði við áframhaldandi átök og dómsmál. Það er ekki tilviljun að aukinn meirihluti þingmanna og þeir sérfræðingar sem unnu sleitulaust að lausn á þverpólitískum grunni mæla eindregið með samningum frekar en dómstólaleið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ef þjóðin segir nei í kosningunum 9. apríl er verið að vísa Icesave til dómstóla. Fyrir dómstólum verður líklega erfiðast fyrir íslenska ríkið að komast framhjá svokallaðri mismunun á grundvelli þjóðernis en við fall bankanna 2008 voru innstæður í innlendum útibúum tryggðar að fullu á meðan innstæður í erlendum útibúum nutu engrar tryggingar. Þetta er að mati eftirlitsstofnunar með EES-samningnum óbein mismunun á grundvelli þjóðernis og því brot á samningnum. Skiptar skoðanir eru um þetta atriði meðal íslenskra lögmanna en þeir hæstaréttarlögmenn sem hvað harðast börðust gegn fyrri samningi telja að áhætta og kostnaður sé nú í slíku lágmarki að það sé mun meiri áhætta fólgin í dómsmáli en því að semja. Seðlabanki Íslands telur að nei í þjóðaratkvæði um Icesave þýði veikara gengi, lægri kaupmátt og meiri verðbólgu. Fyrir liggur að afleiðingar á lánshæfi, aðgengi að fjármálamörkuðum og vaxtakjör gætu orðið alvarlegar fyrir Íslendinga. Þá gæti Ísland staðið uppi með dóm um greiðsluskyldu án fyrirliggjandi samnings um vexti, endurgreiðslur eða önnur kjör en ljóst er að sambærilegir eða lægri vextir verða vart í boði. Með þverpólitískri samninganefnd tókst að lágmarka og festa niður eins og kostur er alla helstu kostnaðar- og áhættuþætti. Vextir eru í lágmarki, höfuðstóll miðast aðeins við lágmarkstryggingu, engin ríkisábyrgð kemur til fyrr en þrotabú Landsbankans hefur gengið upp í skuldbindingar Tryggingasjóðsins, efnahagslegir og lagalegir fyrirvara vegna stóráfalla eru til staðar og greiðslutími bæði vaxta og uppgjörs er miðað við þarfir og getu Íslands. Fari málið fyrir dómstóla eru allir þessir þættir úr höndum okkar Íslendinga svo óvissan um endanlegan kostnað og kjör er margfalt meiri. Íslendingar eiga að meta eigin hagsmuni og taka þá ákvörðun sem er skynsamlegust fyrir hagsmuni efnahags- og atvinnulífs til skemmri og lengri tíma. Við þær aðstæður þarf að vega og meta kostnað og áhættu af fyrirliggjandi samningi á móti áhættu og mögulegum kostnaði við áframhaldandi átök og dómsmál. Það er ekki tilviljun að aukinn meirihluti þingmanna og þeir sérfræðingar sem unnu sleitulaust að lausn á þverpólitískum grunni mæla eindregið með samningum frekar en dómstólaleið.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun