Telur líkur á hóflegri vaxtalækkun fyrir páskana 31. mars 2011 12:12 Greining Íslandsbanka telur að nokkrar líkur séu á hóflegri vaxtalækkun hjá Seðlabankanum í aðdraganda páskanna. Vísibendingu um slíkt sé að finna í síðustu fundargerð Peningastefnunefndar sem birt var í gær. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að þótt óbreyttir vextir væru niðurstaðan við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans fyrir hálfum mánuði síðan var síður en svo einhugur um þá ákvörðun að víkja frá vaxtalækkunarferli sem þá hafði staðið samfellt frá síðasta ársfjórðungi 2009. Samkvæmt nýbirtri fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans af vaxtaákvörðunarfundi hennar þann 15. mars síðastliðinn vildu tveir nefndarmenn af fimm lækka stýrivexti um 25 punkta. Tillaga Seðlabankastjóra um óbreytta vexti var hins vegar samþykkt með fjórum atkvæðum, þar sem annar þessara tveggja féllst á hana með semingi. Fimmti nefndarmaðurinn greiddi atkvæði gegn tillögunni um óbreytta vexti vegna áframhaldandi veikrar stöðu þjóðarbúsins og skorts á hvers kyns verðbólguþrýstingi innanlands. Samkvæmt fundargerðinni töldu nefndarmenn að nýjustu gögn um framvindu efnahagsmála, verðbólgu og gengisþróun gæfu nokkuð misvísandi leiðsögn um hvort þörf væri á að breyta aðhaldi peningastefnunnar. Auk þess horfðu þeir til óvissu vegna Icesave þjóðaratkvæðagreiðslu og óbirtrar áætlunar um gjaldeyrishöft, sem gæfi tilefni til sérstakrar aðgæslu. Áætlunin hefur nú litið dagsins ljós og má ljóst vera af henni að talsvert er enn í að aflétting almennra gjaldeyrishafta hefjist af einhverjum krafti. Þá verður komin niðurstaða í Icesave-kosningunni fyrir næstu vaxtaákvörðun, sem verður þann 20. apríl næstkomandi. „Í ljósi ofangreindrar niðurstöðu má velta vöngum yfir því hvort fleiri meðlimir peningastefnunefndarinnar snúist á sveif með tvímenningunum framangreindu í dymbilvikunni. Við teljum í öllu falli að fundargerðin sé vísbending um að nokkrar líkur séu á hóflegri vaxtalækkun í aðdraganda páskanna,“ segir í Morgunkorninu. Icesave Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Greining Íslandsbanka telur að nokkrar líkur séu á hóflegri vaxtalækkun hjá Seðlabankanum í aðdraganda páskanna. Vísibendingu um slíkt sé að finna í síðustu fundargerð Peningastefnunefndar sem birt var í gær. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að þótt óbreyttir vextir væru niðurstaðan við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans fyrir hálfum mánuði síðan var síður en svo einhugur um þá ákvörðun að víkja frá vaxtalækkunarferli sem þá hafði staðið samfellt frá síðasta ársfjórðungi 2009. Samkvæmt nýbirtri fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans af vaxtaákvörðunarfundi hennar þann 15. mars síðastliðinn vildu tveir nefndarmenn af fimm lækka stýrivexti um 25 punkta. Tillaga Seðlabankastjóra um óbreytta vexti var hins vegar samþykkt með fjórum atkvæðum, þar sem annar þessara tveggja féllst á hana með semingi. Fimmti nefndarmaðurinn greiddi atkvæði gegn tillögunni um óbreytta vexti vegna áframhaldandi veikrar stöðu þjóðarbúsins og skorts á hvers kyns verðbólguþrýstingi innanlands. Samkvæmt fundargerðinni töldu nefndarmenn að nýjustu gögn um framvindu efnahagsmála, verðbólgu og gengisþróun gæfu nokkuð misvísandi leiðsögn um hvort þörf væri á að breyta aðhaldi peningastefnunnar. Auk þess horfðu þeir til óvissu vegna Icesave þjóðaratkvæðagreiðslu og óbirtrar áætlunar um gjaldeyrishöft, sem gæfi tilefni til sérstakrar aðgæslu. Áætlunin hefur nú litið dagsins ljós og má ljóst vera af henni að talsvert er enn í að aflétting almennra gjaldeyrishafta hefjist af einhverjum krafti. Þá verður komin niðurstaða í Icesave-kosningunni fyrir næstu vaxtaákvörðun, sem verður þann 20. apríl næstkomandi. „Í ljósi ofangreindrar niðurstöðu má velta vöngum yfir því hvort fleiri meðlimir peningastefnunefndarinnar snúist á sveif með tvímenningunum framangreindu í dymbilvikunni. Við teljum í öllu falli að fundargerðin sé vísbending um að nokkrar líkur séu á hóflegri vaxtalækkun í aðdraganda páskanna,“ segir í Morgunkorninu.
Icesave Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira