Hvers vegna samþykkja Icesave? Jón Sigurðsson skrifar 25. mars 2011 00:01 Ýmsar missagnir eru uppi um Icesave-frumvarpið. Frumvarpið gerir alls ekki ráð fyrir því að allur kostnaðurinn falli á íslenskan almenning. Samningurinn fjallar um greiðslur Innstæðutryggingasjóðs á móti Bretum og Hollendingum annars vegar. Hins vegar fjallar hann um ábyrgð á því að ljúka málinu með greiðslum úr þrotabúi Landsbankans, og með viðbót ef þrotabúið mætir ekki öllum eftirstöðvum. Miðað er við hóflegar vaxtagreiðslur, og sérstök ákvæði tryggja greiðsludreifingu og hóflega greiðslubyrði ef þrotabúið skilar minna en menn gerðu ráð fyrir. Icesave-málið er viðskiptadeila með mótstæðum hagsmunum og réttindum. Álitamálið er skyldur Íslendinga varðandi lágmarks-innstæðutryggingu, m.a. eftir setningu neyðarlaganna. Talsverð áhætta er í málinu. En hún er ekki aðeins tengd samningi. Áhættan vex um allan helming ef samningi er hafnað. Það er fráleitt að halda að Íslendingar geti hunsað dómsniðurstöðu eftir á. Og þá verður alls ekki aðeins við Breta og Hollendinga eina að eiga. Allir vita að lagaleg skylda liggur ekki fyrir í þessu máli. Málið snýst ekki um að íslenska ríkið sé sekt um eitthvað, hvað þá þjóðin. En almennt búast menn við þátttöku Íslendinga í uppgjöri og fullnustu, einkum eftir viðræður í nóvember 2008 um svonefnd Brüssel-viðmið og eftir samþykkt Alþingis í desember það ár. Eftir þann aðdraganda verður ekki talið óeðlilegt að menn vænti þátttöku okkar. Sumir virðast trúa því að með neitun losni þjóðin einfaldlega við málið. En það er sama hvort menn samþykkja eða hafna - eða sitja heima. Málið verður ekki kosið burt. Kostnaðurinn hverfur ekki þótt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði höfnun. - Og samþykkt Icesave-frumvarpsins felur hreint ekki í sér að tilhæfulausri árás Breta haustið 2008 verði þar með gleymt. Það verða trúlega ekki fyrst og fremst Bretar eða Hollendingar sem snúast við höfnun Íslendinga, ef sú verður niðurstaðan. Áhrifin verða neikvæð í utanríkisviðskiptum og lánamálum og snerta öll greiðslukjör, lánamat og fjárfestingar um eitthvert skeið. Þetta hefur ekki gerst enn nema í litlum mæli þar eð viðræðum hefur ekki verið slitið. Auðvitað gremst fólki hvernig þetta mál hefur þróast, en stolt og þykkja eiga ekki við. Þetta er alls óskylt landhelgismálinu. Viðskipta- og greiðsludeilur af svipuðu tagi sem Icesave er hafa oft orðið milli nágrannaríkja og ævinlega er farsælast að ljúka þeim með samningum. Ef þjóðin hafnar frumvarpinu seinkar endurreisn atvinnulífsins og samdráttur, atvinnuleysi og stíf gjaldeyrishöft haldast lengur en ella. Yfirgnæfandi hagsmunir almennings og atvinnulífsins standa til þess að ljúka málinu sem allra fyrst með þessum samningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Jón Sigurðsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ýmsar missagnir eru uppi um Icesave-frumvarpið. Frumvarpið gerir alls ekki ráð fyrir því að allur kostnaðurinn falli á íslenskan almenning. Samningurinn fjallar um greiðslur Innstæðutryggingasjóðs á móti Bretum og Hollendingum annars vegar. Hins vegar fjallar hann um ábyrgð á því að ljúka málinu með greiðslum úr þrotabúi Landsbankans, og með viðbót ef þrotabúið mætir ekki öllum eftirstöðvum. Miðað er við hóflegar vaxtagreiðslur, og sérstök ákvæði tryggja greiðsludreifingu og hóflega greiðslubyrði ef þrotabúið skilar minna en menn gerðu ráð fyrir. Icesave-málið er viðskiptadeila með mótstæðum hagsmunum og réttindum. Álitamálið er skyldur Íslendinga varðandi lágmarks-innstæðutryggingu, m.a. eftir setningu neyðarlaganna. Talsverð áhætta er í málinu. En hún er ekki aðeins tengd samningi. Áhættan vex um allan helming ef samningi er hafnað. Það er fráleitt að halda að Íslendingar geti hunsað dómsniðurstöðu eftir á. Og þá verður alls ekki aðeins við Breta og Hollendinga eina að eiga. Allir vita að lagaleg skylda liggur ekki fyrir í þessu máli. Málið snýst ekki um að íslenska ríkið sé sekt um eitthvað, hvað þá þjóðin. En almennt búast menn við þátttöku Íslendinga í uppgjöri og fullnustu, einkum eftir viðræður í nóvember 2008 um svonefnd Brüssel-viðmið og eftir samþykkt Alþingis í desember það ár. Eftir þann aðdraganda verður ekki talið óeðlilegt að menn vænti þátttöku okkar. Sumir virðast trúa því að með neitun losni þjóðin einfaldlega við málið. En það er sama hvort menn samþykkja eða hafna - eða sitja heima. Málið verður ekki kosið burt. Kostnaðurinn hverfur ekki þótt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði höfnun. - Og samþykkt Icesave-frumvarpsins felur hreint ekki í sér að tilhæfulausri árás Breta haustið 2008 verði þar með gleymt. Það verða trúlega ekki fyrst og fremst Bretar eða Hollendingar sem snúast við höfnun Íslendinga, ef sú verður niðurstaðan. Áhrifin verða neikvæð í utanríkisviðskiptum og lánamálum og snerta öll greiðslukjör, lánamat og fjárfestingar um eitthvert skeið. Þetta hefur ekki gerst enn nema í litlum mæli þar eð viðræðum hefur ekki verið slitið. Auðvitað gremst fólki hvernig þetta mál hefur þróast, en stolt og þykkja eiga ekki við. Þetta er alls óskylt landhelgismálinu. Viðskipta- og greiðsludeilur af svipuðu tagi sem Icesave er hafa oft orðið milli nágrannaríkja og ævinlega er farsælast að ljúka þeim með samningum. Ef þjóðin hafnar frumvarpinu seinkar endurreisn atvinnulífsins og samdráttur, atvinnuleysi og stíf gjaldeyrishöft haldast lengur en ella. Yfirgnæfandi hagsmunir almennings og atvinnulífsins standa til þess að ljúka málinu sem allra fyrst með þessum samningi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar