Ég hef áhyggjur Björn Dagbjartsson skrifar 29. mars 2011 06:00 Fyrir langa löngu lærði ég hrafl úr kvæðinu „Vikivaki" eftir Guðmund Kamban. Í því er meðal annars þetta vísubrot:„Gegn svo mörgu semGuð þeim sendirmenn gera kvíðann að hlífkvíða oft því sem aldrei hendirog enda í kvíða sitt líf." Ég hef oft haft þetta yfir með sjálfum mér þegar ég hef verið áhyggjufullur út af einhverju. En stundum er eins og maður geti ekki varist því að hafa áhyggjur og ég hef áhyggjur út af ýmsu núna. - Ég hef áhyggjur af því að Icesave-frumvarpið kunni að vera fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl vegna lítillar kosningaþátttöku. - Ég hef áhyggjur af þeim lögfræðingasjónleik sem þá fer í gang með tilheyrandi töfrabrögðum. - Ég hef áhyggjur af því að þá munum við Íslendingar halda áfram að vera úti í kuldanum á fjármálamörkuðum heimsins þar sem enginn trúir því að við stöndum við skuldbindingar okkar. - Ég hef áhyggjur af því að þá muni fjölskyldur og vinahópar halda áfram að vera klofnir út af illvígum deilum um þetta ömurlega mál. - Ég hef áhyggjur af því að ritstjórinn sem skrifaði í Morgunblaðið þegar svokölluðum fjölmiðlalögum var vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu er nú einn ötulasti talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslna. - Ég hef áhyggjur af því þegar harðvítugustu andstæðingar forystu Sjálfstæðisflokksins eru þeir sem skrifa Morgunblaðið. - Ég hef áhyggjur af því þegar menn sem ég hef talið sæmilega skynsama kalla það að „standa í lappirnar" að kasta sér út í margra ára dómstólaþras með ófyrirsjánalegum afleiðingum. Innst inni veit ég að enginn getur aukið alin við hæð sína með áhyggjum. Ég á að trúa því að fólk mæti á kjörstað þann 9. apríl. Þó að ekki séu allir hrifnir af því að losa okkur við þetta nöturlega mál á þennan hátt þá er ég sannfærður um að mikill neirihluti manna vill vera laus við þá skelfilega innihaldslausu og oft á tíðum illskeyttu „Já—Nei" umræðu um þetta mál sem hér hefur riðið húsum undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir langa löngu lærði ég hrafl úr kvæðinu „Vikivaki" eftir Guðmund Kamban. Í því er meðal annars þetta vísubrot:„Gegn svo mörgu semGuð þeim sendirmenn gera kvíðann að hlífkvíða oft því sem aldrei hendirog enda í kvíða sitt líf." Ég hef oft haft þetta yfir með sjálfum mér þegar ég hef verið áhyggjufullur út af einhverju. En stundum er eins og maður geti ekki varist því að hafa áhyggjur og ég hef áhyggjur út af ýmsu núna. - Ég hef áhyggjur af því að Icesave-frumvarpið kunni að vera fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl vegna lítillar kosningaþátttöku. - Ég hef áhyggjur af þeim lögfræðingasjónleik sem þá fer í gang með tilheyrandi töfrabrögðum. - Ég hef áhyggjur af því að þá munum við Íslendingar halda áfram að vera úti í kuldanum á fjármálamörkuðum heimsins þar sem enginn trúir því að við stöndum við skuldbindingar okkar. - Ég hef áhyggjur af því að þá muni fjölskyldur og vinahópar halda áfram að vera klofnir út af illvígum deilum um þetta ömurlega mál. - Ég hef áhyggjur af því að ritstjórinn sem skrifaði í Morgunblaðið þegar svokölluðum fjölmiðlalögum var vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu er nú einn ötulasti talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslna. - Ég hef áhyggjur af því þegar harðvítugustu andstæðingar forystu Sjálfstæðisflokksins eru þeir sem skrifa Morgunblaðið. - Ég hef áhyggjur af því þegar menn sem ég hef talið sæmilega skynsama kalla það að „standa í lappirnar" að kasta sér út í margra ára dómstólaþras með ófyrirsjánalegum afleiðingum. Innst inni veit ég að enginn getur aukið alin við hæð sína með áhyggjum. Ég á að trúa því að fólk mæti á kjörstað þann 9. apríl. Þó að ekki séu allir hrifnir af því að losa okkur við þetta nöturlega mál á þennan hátt þá er ég sannfærður um að mikill neirihluti manna vill vera laus við þá skelfilega innihaldslausu og oft á tíðum illskeyttu „Já—Nei" umræðu um þetta mál sem hér hefur riðið húsum undanfarin ár.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar