Þeirra eigin orð II 26. ágúst 2010 06:00 Umræðan um hugsanlega aðild okkar Íslendinga að ESB er lífleg um þessar mundir. Hún hefur kallað á skoðun heimilda um þau málefni, sem hæst ber í rökræðunni. Ég sagði hér nýlega frá því, að mér hefði fundist bera dálítið á milli þess, sem fram kom í „Tengsl Íslands og Evrópusambandsins", skýrslu Evrópunefndarinnar frá 2007, og málflutningi sumra nefndarmanna undanfarna mánuði. Önnur heimild barst mér nýlega og vakti svipaðar hugrenningar. Björn Bjarnason skrifaði þetta á „Evrópuvaktina" 28. júní sl.: „Aðild Íslands að ESB þýðir, að Íslendingar afsala sér forræði á sjávarauðlindinni og gera atlögu að eigin landbúnaði. Fleiri náttúruauðlindir eru í húfi." Hann og fleiri hafa hamast á þessum hræðsluáróðri í greinum sínum þar og víðar. Við sem aðhyllumst samningaleiðina, höfum undrast skrif þeirra og aðeins hefur verið ýjað að því, að þeir hafi gerst málsvarar sérhagsmuna. Svo vel vill til, að Björn Bjarnason hefur ekki ætíð talað svona, jafnvel mótmælt skrifum Morgunblaðsins í þessa veru. Það gerði hann í grein 10. mars 1992. Síðan hefur það eitt breyst í sjávarútvegsstefnu ESB, þá EB, að hún hefur heldur færst nær stefnu okkar. Umrædd grein Björns er ritdómur hans um bókina „Hin sameiginlega sjávarútvegsstefna Evrópubandalagsins" eftir Ketil Sigurjónsson, útg. 1991, og er byggð á lokaritgerð hans fyrir embættispróf í lögfræði. Björn skrifar m.a.: „Þegar rætt er um Ísland og Evrópubandalagið (EB) er því gjarnan slegið fram, að umræður um aðild að EB muni óhjákvæmilega stranda á sjávarútvegsstefnu Evrópubandalagsins. Hún sé þess eðlis, að við Íslendingar getum aldrei sætt okkur við hana. Má segja, að þetta sé orðið að viðtekinni skoðun hér og með því að halda henni á lofti sé talið auðvelt að slá vopnin úr höndum þeirra, sem mæla með umræðum um aðild Íslands að bandalaginu, svo að ekki sé minnst á þá, sem gerðust svo djarfir að hvetja til slíkrar aðildar. Til að staðfesta réttmæti þessara fullyrðinga nægir að vitna til Reykjavíkur-bréfs Morgunblaðsins, sem birtist 8. mars sl., en þar segir meðal annars: „Þeir Íslendingar, sem kunna að telja tímabært að taka upp viðræður um beina aðild að EB vegna afstöðu annarra Norðurlandaþjóða verða að svara því, hvernig þeir ætla að komast í kringum sjávarútvegsstefnu Evrópubandalagsins, sem er eins andstæð hagsmunum okkar Íslendinga og hugsast getur."" Þarna er talað eins og Nei-mennirnir gera í dag, en svo er það Björn Bjarnason, sem segir: „Ef marka má niðurstöður rannsókna innan Háskóla Íslands er sjávarútvegsstefna EB ekki eins andstæð íslenskum hagsmunum og margir hafa ætlað. Þeir, sem vilja kynnast þessari stefnu EB og átta sig á því, hvernig framkvæmd hennar hefur verið háttað, geta auðveldlega glöggvað sig á því í þessu riti, sem eðli málsins samkvæmt er ritað frá lögfræðilegum sjónarhóli. Sjávarútvegsstefna EB byggist að sjálfsögðu á Rómarsáttmálanum, stjórnarskrá bandalagsins, eins og aðrir sameiginlegir réttargjörningar bandalagsþjóðanna. Sjávarútvegsstefnan er hins vegar ekki njörvuð niður með sama hætti og aðrar mikilvægar og stefnumarkandi ákvarðanir um atvinnuvegi bandalagsþjóðanna. Á það ekki síst rætur að rekja til þess, að upphaflega voru það meginlandsþjóðir Evrópu, sem stofnuðu EB, og þær voru ekkert sérstaklega með hugann við sjávarútveg. Þetta breyttist þegar áhugi vaknaði í Danmörku og Bretlandi á aðild að EB og til undirbúnings henni var hafist handa við að móta hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu á árinu 1970. Varð stefnan ekki til í þeirri mynd, sem við þekkjum hana, fyrr en 1983." Björn bendir enn fremur á, að undir lok bókar sinnar lítur Ketill Sigurjónsson á sjávarútvegsstefnu EB frá sjónarhóli Íslendings og veltir því fyrir sér, hvernig staðan væri, ef Ísland ætti aðild að EB. Ketill nefnir þar t.d., að fiskveiðistjórnun hafi tekist betur á Íslandsmiðum en innan EB-lögsögunnar. Innan EB sé nú forgangsverkefni að bæta eftirlit með fiskveiðum og auka hagkvæmni í útgerð. Loks fengi Ísland verulega fjárstyrki til eftirlits á Íslandsmiðum og væntanlega einnig til að byggja upp atvinnuvegi samkvæmt byggðastefnu EB. Að lokum segir Björn: „Ástæða er til að minna á þá staðreynd, að við útfærslu landhelginnar hafa Íslendingar ætíð byggt á vísindalegum rökum og skírskotun til alþjóðaréttar. Að baki stefnumörkunar á þeim vettvangi lá fræðilegt álit til styrktar hinum pólitísku ákvörðunum. Sé ætlunin að hefja frekari viðræður við EB-ríki um íslenska sjávarútvegshagsmuni verður málstaður Íslands að byggjast á fræðilegum grunni og víðtækri þekkingu á EB-rétti og framkvæmd hans. Hann klykkir svo út með því að segja: „Í ritgerð Ketils Sigurjónssonar er að finna svör við því, hvernig Íslendingar kynnu að geta gætt mikilvægustu hagsmuna sinna í aðildarviðræðum við Evrópubandalagið." Ég er svo innilega sammála Birni, í þessum ritdómi hans. En jafnframt undrast ég mjög hans eigin orð í dag, þau sem ég vitnaði til hér að upphafi: „Aðild Íslands að ESB þýðir, að Íslendingar afsala sér forræði á sjávarauðlindinni og gera atlögu að eigin landbúnaði. Fleiri náttúruauðlindir eru í húfi." Og ég spyr enn: Af hverju má ekki reyna samninga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um hugsanlega aðild okkar Íslendinga að ESB er lífleg um þessar mundir. Hún hefur kallað á skoðun heimilda um þau málefni, sem hæst ber í rökræðunni. Ég sagði hér nýlega frá því, að mér hefði fundist bera dálítið á milli þess, sem fram kom í „Tengsl Íslands og Evrópusambandsins", skýrslu Evrópunefndarinnar frá 2007, og málflutningi sumra nefndarmanna undanfarna mánuði. Önnur heimild barst mér nýlega og vakti svipaðar hugrenningar. Björn Bjarnason skrifaði þetta á „Evrópuvaktina" 28. júní sl.: „Aðild Íslands að ESB þýðir, að Íslendingar afsala sér forræði á sjávarauðlindinni og gera atlögu að eigin landbúnaði. Fleiri náttúruauðlindir eru í húfi." Hann og fleiri hafa hamast á þessum hræðsluáróðri í greinum sínum þar og víðar. Við sem aðhyllumst samningaleiðina, höfum undrast skrif þeirra og aðeins hefur verið ýjað að því, að þeir hafi gerst málsvarar sérhagsmuna. Svo vel vill til, að Björn Bjarnason hefur ekki ætíð talað svona, jafnvel mótmælt skrifum Morgunblaðsins í þessa veru. Það gerði hann í grein 10. mars 1992. Síðan hefur það eitt breyst í sjávarútvegsstefnu ESB, þá EB, að hún hefur heldur færst nær stefnu okkar. Umrædd grein Björns er ritdómur hans um bókina „Hin sameiginlega sjávarútvegsstefna Evrópubandalagsins" eftir Ketil Sigurjónsson, útg. 1991, og er byggð á lokaritgerð hans fyrir embættispróf í lögfræði. Björn skrifar m.a.: „Þegar rætt er um Ísland og Evrópubandalagið (EB) er því gjarnan slegið fram, að umræður um aðild að EB muni óhjákvæmilega stranda á sjávarútvegsstefnu Evrópubandalagsins. Hún sé þess eðlis, að við Íslendingar getum aldrei sætt okkur við hana. Má segja, að þetta sé orðið að viðtekinni skoðun hér og með því að halda henni á lofti sé talið auðvelt að slá vopnin úr höndum þeirra, sem mæla með umræðum um aðild Íslands að bandalaginu, svo að ekki sé minnst á þá, sem gerðust svo djarfir að hvetja til slíkrar aðildar. Til að staðfesta réttmæti þessara fullyrðinga nægir að vitna til Reykjavíkur-bréfs Morgunblaðsins, sem birtist 8. mars sl., en þar segir meðal annars: „Þeir Íslendingar, sem kunna að telja tímabært að taka upp viðræður um beina aðild að EB vegna afstöðu annarra Norðurlandaþjóða verða að svara því, hvernig þeir ætla að komast í kringum sjávarútvegsstefnu Evrópubandalagsins, sem er eins andstæð hagsmunum okkar Íslendinga og hugsast getur."" Þarna er talað eins og Nei-mennirnir gera í dag, en svo er það Björn Bjarnason, sem segir: „Ef marka má niðurstöður rannsókna innan Háskóla Íslands er sjávarútvegsstefna EB ekki eins andstæð íslenskum hagsmunum og margir hafa ætlað. Þeir, sem vilja kynnast þessari stefnu EB og átta sig á því, hvernig framkvæmd hennar hefur verið háttað, geta auðveldlega glöggvað sig á því í þessu riti, sem eðli málsins samkvæmt er ritað frá lögfræðilegum sjónarhóli. Sjávarútvegsstefna EB byggist að sjálfsögðu á Rómarsáttmálanum, stjórnarskrá bandalagsins, eins og aðrir sameiginlegir réttargjörningar bandalagsþjóðanna. Sjávarútvegsstefnan er hins vegar ekki njörvuð niður með sama hætti og aðrar mikilvægar og stefnumarkandi ákvarðanir um atvinnuvegi bandalagsþjóðanna. Á það ekki síst rætur að rekja til þess, að upphaflega voru það meginlandsþjóðir Evrópu, sem stofnuðu EB, og þær voru ekkert sérstaklega með hugann við sjávarútveg. Þetta breyttist þegar áhugi vaknaði í Danmörku og Bretlandi á aðild að EB og til undirbúnings henni var hafist handa við að móta hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu á árinu 1970. Varð stefnan ekki til í þeirri mynd, sem við þekkjum hana, fyrr en 1983." Björn bendir enn fremur á, að undir lok bókar sinnar lítur Ketill Sigurjónsson á sjávarútvegsstefnu EB frá sjónarhóli Íslendings og veltir því fyrir sér, hvernig staðan væri, ef Ísland ætti aðild að EB. Ketill nefnir þar t.d., að fiskveiðistjórnun hafi tekist betur á Íslandsmiðum en innan EB-lögsögunnar. Innan EB sé nú forgangsverkefni að bæta eftirlit með fiskveiðum og auka hagkvæmni í útgerð. Loks fengi Ísland verulega fjárstyrki til eftirlits á Íslandsmiðum og væntanlega einnig til að byggja upp atvinnuvegi samkvæmt byggðastefnu EB. Að lokum segir Björn: „Ástæða er til að minna á þá staðreynd, að við útfærslu landhelginnar hafa Íslendingar ætíð byggt á vísindalegum rökum og skírskotun til alþjóðaréttar. Að baki stefnumörkunar á þeim vettvangi lá fræðilegt álit til styrktar hinum pólitísku ákvörðunum. Sé ætlunin að hefja frekari viðræður við EB-ríki um íslenska sjávarútvegshagsmuni verður málstaður Íslands að byggjast á fræðilegum grunni og víðtækri þekkingu á EB-rétti og framkvæmd hans. Hann klykkir svo út með því að segja: „Í ritgerð Ketils Sigurjónssonar er að finna svör við því, hvernig Íslendingar kynnu að geta gætt mikilvægustu hagsmuna sinna í aðildarviðræðum við Evrópubandalagið." Ég er svo innilega sammála Birni, í þessum ritdómi hans. En jafnframt undrast ég mjög hans eigin orð í dag, þau sem ég vitnaði til hér að upphafi: „Aðild Íslands að ESB þýðir, að Íslendingar afsala sér forræði á sjávarauðlindinni og gera atlögu að eigin landbúnaði. Fleiri náttúruauðlindir eru í húfi." Og ég spyr enn: Af hverju má ekki reyna samninga?
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun