Gleði og grátur í Gnarrenburg Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. nóvember 2010 08:00 Gnarr eftir Gauk Úlfarsson. Bíó / **** Gnarr Leikstjóri Gaukur Úlfarsson.Jón Gnarr var einu sinni nörd. Nú er hann borgarstjóri í Reykjavík. Kosningaslagur hans í vor er ógleymanlegur en aðferðir Jóns og Besta flokksins í baráttunni um borgina þóttu nýstárlegar og flestir töldu að um grínframboð væri að ræða. En Jón og félagar voru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna og ráða nú ríkjum í Reykjavík, sumum til gleði en öðrum til armæðu.Í heimildarmyndinni Gnarr fylgjumst við með Jóni frá því hann tilkynnir um framboð flokksins og alveg fram á sjálfan kjördaginn. Jón er afskaplega sjarmerandi maður og útgeislun hans virðist aukast með aldrinum. Hann á erfitt með að venjast lífi stjórnmálamannsins en virðist þó skemmta sér í félagsskap flokkssystkina sinna. Mest áberandi er Heiða Kristín, kosningastjóri flokksins og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra. Heiða skartar einu fegursta brosi höfuðborgarsvæðisins, og við sjáum nóg af því í myndinni enda er Jón ávallt á útopnu í brandaradeildinni.Þar liggur helsti styrkur myndarinnar. Jón er svo hrikalega fyndinn. Honum leiðist oft innan um mótframbjóðendur sína og virðist hafa afar lítið þol fyrir pólitísku karpi. Hann reynir að beina umræðunni í skemmtilegri áttir og tekst það að vissu leyti. Keppinautarnir virðast stundum fá sig fullsadda af fíflalátum Jóns, en þegar líða tekur á myndina er eins og lund þeirra léttist. Húmor og gleði Jóns er nefnilega svo bráðsmitandi.Það er óhætt að mæla með Gnarr fyrir stuðningsmenn Jóns en jafnvel enn frekar fyrir þá sem hafa engan húmor fyrir setu hans í borgarstjórastólnum. Myndin sýnir það glögglega að Jón var ekkert að grínast. Mér fannst þó koma kafli fyrir miðja mynd þar sem stytta-og-sleppa deildin hefði mátt láta betur til sín taka. En ég ætla ekki að kvarta yfir neinu öðru því myndin er stórskemmtileg og líkt og Suðu-Sigfús sagði eftirminnilega: Maður biður ekki um mikið meira.Niðurstaða: Fyndin mynd og vel gerð. Framhaldsmynd er óumflýjanleg. Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó / **** Gnarr Leikstjóri Gaukur Úlfarsson.Jón Gnarr var einu sinni nörd. Nú er hann borgarstjóri í Reykjavík. Kosningaslagur hans í vor er ógleymanlegur en aðferðir Jóns og Besta flokksins í baráttunni um borgina þóttu nýstárlegar og flestir töldu að um grínframboð væri að ræða. En Jón og félagar voru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna og ráða nú ríkjum í Reykjavík, sumum til gleði en öðrum til armæðu.Í heimildarmyndinni Gnarr fylgjumst við með Jóni frá því hann tilkynnir um framboð flokksins og alveg fram á sjálfan kjördaginn. Jón er afskaplega sjarmerandi maður og útgeislun hans virðist aukast með aldrinum. Hann á erfitt með að venjast lífi stjórnmálamannsins en virðist þó skemmta sér í félagsskap flokkssystkina sinna. Mest áberandi er Heiða Kristín, kosningastjóri flokksins og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra. Heiða skartar einu fegursta brosi höfuðborgarsvæðisins, og við sjáum nóg af því í myndinni enda er Jón ávallt á útopnu í brandaradeildinni.Þar liggur helsti styrkur myndarinnar. Jón er svo hrikalega fyndinn. Honum leiðist oft innan um mótframbjóðendur sína og virðist hafa afar lítið þol fyrir pólitísku karpi. Hann reynir að beina umræðunni í skemmtilegri áttir og tekst það að vissu leyti. Keppinautarnir virðast stundum fá sig fullsadda af fíflalátum Jóns, en þegar líða tekur á myndina er eins og lund þeirra léttist. Húmor og gleði Jóns er nefnilega svo bráðsmitandi.Það er óhætt að mæla með Gnarr fyrir stuðningsmenn Jóns en jafnvel enn frekar fyrir þá sem hafa engan húmor fyrir setu hans í borgarstjórastólnum. Myndin sýnir það glögglega að Jón var ekkert að grínast. Mér fannst þó koma kafli fyrir miðja mynd þar sem stytta-og-sleppa deildin hefði mátt láta betur til sín taka. En ég ætla ekki að kvarta yfir neinu öðru því myndin er stórskemmtileg og líkt og Suðu-Sigfús sagði eftirminnilega: Maður biður ekki um mikið meira.Niðurstaða: Fyndin mynd og vel gerð. Framhaldsmynd er óumflýjanleg.
Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira