Lífið

Eurovision: SIGURVEGARI grafið í hring Heru - myndir

Ellý Ármanns skrifar
„Sigurvegari" er letrað með rúnum á hringinn sem Ingi gerði handa Heru fyrir Eurovision. MYNDir/elly@365.is
„Sigurvegari" er letrað með rúnum á hringinn sem Ingi gerði handa Heru fyrir Eurovision. MYNDir/[email protected]
„Já þetta er hringurinn sem Ingi hjá Sign gerði fyrir mig," svarar Hera spurð út í hringinn sem hún verður með annaðkvöld þegar hún flytur framlag Íslendinga, lagið Je ne sais quoi, á úrslitakvöldinu í Eurovisionkeppninni.

„Þetta er hringurinn sem ég er með á sviðinu," útskýrir Hera.

„Og aftan á hringinn var hann búinn að grafa rúnir sem að mynda táknið „sigurvegari" og svo eru þrjú lítil hjörtu."

„Svona skartgripir kosta mörg hundruð þúsund krónur og hann er búinn að vera alveg óborganlegur í að aðstoða okkur."
Eru rúnirnar þín hugmynd? „Nei. Hann fékk að sjá mynd af kjólnum og hringurinn er svona í anda kjólsins, svolítið svona mjúkur og fallegur og rúnirnar eru algjörlega hans framlag í þetta."

Er mikilvægt að fá aðstoð eins og alla þessa skartgripi? „Það skiptir öllu máli. Svona skartgripir kosta mörg hundruð þúsund krónur og hann er búinn að vera alveg óborganlegur í að aðstoða okkur. Hann lét mig fá eyrnalokka fyrir allar bakraddir og skart," segir Hera Björk áður en hún er rokin í næsta viðtal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.