Ástráður Haraldsson: Ábyrgð ráðherra Ástráður Haraldsson skrifar 28. apríl 2010 09:12 Á dögunum féll í héraðsdómi dómur í máli eins umsækjenda um dómarastöðu í norðaustur-amtinu. Sá taldi settan dómsmálaráðherra hafa brotið á sér með því að skipa síður hæfan umsækjanda í stöðuna. Niðurstaðan varð áfall fyrir dómsmálaráðherra og ríkið. Það er að vonum. Þetta tilvik er í hópi ömurlegustu dæma um misbeitingu opinbers valds hér á landi. Hitt vakti athygli að héraðsdómur taldi settan dómsmálaráðherra persónulega ábyrgan í málinu. Þetta er mikið áhorfsmál. Fram að þessu hafa þeir sem orðið hafa fyrir valdníðslu ráðherra getað stefnt ríkinu. Sumir jafnvel náð rétti sínum. Ríkið þá verið dæmt til að greiða þeim bætur. Staðan er svona: Við höfum hálfrar aldar gömul lög um ráðherraábyrgð, byggð á 14. gr. stjórnarskrár. Þar segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnsýslu sinni. Að lög skuli sett um ráðherraábyrgð. Að ákæruvald sé í höndum Alþingis og að Landsdómur dæmi þau mál. Þetta kerfi hefur að vísu aldrei virkað. Vafalaust er að í núgildandi fyrirkomulagi fellst að refsiábyrgð vegna embættisbrota verður ekki felld á þann sem gegnir eða gegnt hefur embætti ráðherra af öðrum en Landsdómi. Hið sama hafa ýmsir talið að ætti að gilda um skaðabótaábyrgð. Þessu hafnar héraðsdómur. Telur þá ábyrgð fara að almennum reglum. Einnig um aðild að málum. Þetta kann að vera fræðilega umdeilanlegt. Hitt sýnist augljóst; sé það misskilningur að persónuleg bótaábyrgð vegna embættisbrota fari ekki að kerfi ráðherraábyrgðarlaga verður að breyta því. Það er ómögulegt að þeir sem trúað er fyrir því að fara með ráðherravald þurfi að verja ákvarðanir sínar persónulegri bótaábyrgð andspænis þeim sem eru ósáttir við þær ákvarðanir. Ímyndum okkur að ráðherrar hrunstjórnarinnar hefðu staðið í lappirnar gagnvart bönkunum. Tekið á þeim til að verja hagsmuni þjóðarinnar. Áttu þeir þá að þurfa að sitja undir hótunum um persónulega skaðabótaábyrgð? Að formúu yrði varið til að siga á þá hjörð lögmanna? Má gera ráð fyrir að það hefði bætt frammistöðu þeirra? Endurskoðun ráðherraábyrgðarlaga er brýn. Það kerfi verður að virka. Lausnin er ekki sú að fá sérhagsmunaklíkunum í hendur ný tæki til að stýra ráðherrum. Hitt er líka brýnt; Á næstu árum munu ganga til dóms mörg mál sem á einn eða annan hátt munu fjalla um uppgjör vegna hrunsins. Þá reynir á að dómstólarnir standi í lappirnar. Einnig þeir fara með opinbert vald. Það er ekki þeirra hlutverk að berast með straumi almenningsálitsins. Reynslan sýnir hvað það er hættulegt þegar valdhafarnir falla í þá gryfju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Skoðun Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Á dögunum féll í héraðsdómi dómur í máli eins umsækjenda um dómarastöðu í norðaustur-amtinu. Sá taldi settan dómsmálaráðherra hafa brotið á sér með því að skipa síður hæfan umsækjanda í stöðuna. Niðurstaðan varð áfall fyrir dómsmálaráðherra og ríkið. Það er að vonum. Þetta tilvik er í hópi ömurlegustu dæma um misbeitingu opinbers valds hér á landi. Hitt vakti athygli að héraðsdómur taldi settan dómsmálaráðherra persónulega ábyrgan í málinu. Þetta er mikið áhorfsmál. Fram að þessu hafa þeir sem orðið hafa fyrir valdníðslu ráðherra getað stefnt ríkinu. Sumir jafnvel náð rétti sínum. Ríkið þá verið dæmt til að greiða þeim bætur. Staðan er svona: Við höfum hálfrar aldar gömul lög um ráðherraábyrgð, byggð á 14. gr. stjórnarskrár. Þar segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnsýslu sinni. Að lög skuli sett um ráðherraábyrgð. Að ákæruvald sé í höndum Alþingis og að Landsdómur dæmi þau mál. Þetta kerfi hefur að vísu aldrei virkað. Vafalaust er að í núgildandi fyrirkomulagi fellst að refsiábyrgð vegna embættisbrota verður ekki felld á þann sem gegnir eða gegnt hefur embætti ráðherra af öðrum en Landsdómi. Hið sama hafa ýmsir talið að ætti að gilda um skaðabótaábyrgð. Þessu hafnar héraðsdómur. Telur þá ábyrgð fara að almennum reglum. Einnig um aðild að málum. Þetta kann að vera fræðilega umdeilanlegt. Hitt sýnist augljóst; sé það misskilningur að persónuleg bótaábyrgð vegna embættisbrota fari ekki að kerfi ráðherraábyrgðarlaga verður að breyta því. Það er ómögulegt að þeir sem trúað er fyrir því að fara með ráðherravald þurfi að verja ákvarðanir sínar persónulegri bótaábyrgð andspænis þeim sem eru ósáttir við þær ákvarðanir. Ímyndum okkur að ráðherrar hrunstjórnarinnar hefðu staðið í lappirnar gagnvart bönkunum. Tekið á þeim til að verja hagsmuni þjóðarinnar. Áttu þeir þá að þurfa að sitja undir hótunum um persónulega skaðabótaábyrgð? Að formúu yrði varið til að siga á þá hjörð lögmanna? Má gera ráð fyrir að það hefði bætt frammistöðu þeirra? Endurskoðun ráðherraábyrgðarlaga er brýn. Það kerfi verður að virka. Lausnin er ekki sú að fá sérhagsmunaklíkunum í hendur ný tæki til að stýra ráðherrum. Hitt er líka brýnt; Á næstu árum munu ganga til dóms mörg mál sem á einn eða annan hátt munu fjalla um uppgjör vegna hrunsins. Þá reynir á að dómstólarnir standi í lappirnar. Einnig þeir fara með opinbert vald. Það er ekki þeirra hlutverk að berast með straumi almenningsálitsins. Reynslan sýnir hvað það er hættulegt þegar valdhafarnir falla í þá gryfju.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun