Ávallt gleður glámurinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 You Will Meet a Tall Dark Stranger eftir Woody Allen. Bíó *** You Will Meet a Tall Dark Stranger Leikstjóri: Woody Allen. Aðalhlutverk: Gemma Jones, Anthony Hopkins, Naomi Watts, Josh Brolin, Freida Pinto, Antonio Banderas. Woody Allen gerir kvikmynd á hverju ári. Það hefur ekki klikkað síðan árið 1981. Þá var ég ársgamall. Þetta er ótrúleg „framleiðni" en óhjákvæmilega er árangurinn ekki alltaf fullkominn þegar menn vinna svona hratt. Og nú er nýjasta afurð gleraugnaglámsins umdeilda komin í kvikmyndahús. Hin nýfráskilda Helena er fastakúnni spákonu sem segir henni ávallt það sem hún vill heyra. Fyrrverandi eiginmaðurinn er svo þjakaður af fiðringnum gráa að hann trúlofast ungri vændiskonu. Dóttirin lætur sig dreyma um ástarævintýri með yfirmanninum. Atvinnulausi tengdasonurinn bíður eftir listrænni andagift til þess að geta klárað skáldsögu en þokkafulla nágrannakonan á hug hans allan. Þetta er nokkuð hefðbundin söguflétta að hætti Woody Allen. Margar persónur, mörg vandamál og existentialískri spurningu varpað fram í lokin. Hvaðan komum við? Hvert förum við? Er fáfræði blessun? Já, eða bara það sem honum er hugleikið hverju sinni. Woody Allen trúir ekki á hið yfirnáttúrulega, sama hvaða nafni það kallast. Það verður augljósara með hverri myndinni sem hann gerir. Stundum er boðskapurinn einlægur og fyndinn, en stundum ber hann yfirbragð þvingunar og pirrings. Í þetta skiptið tókst vel til. You Will Meet a Tall Dark Stranger er fyndin og heiðarleg. Ekki frábær, en betri en síðasta. Ég bíð spenntur eftir næstu. Niðurstaða: Súpa dagsins, að hætti hússins. Bætir, hressir og kætir. Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó *** You Will Meet a Tall Dark Stranger Leikstjóri: Woody Allen. Aðalhlutverk: Gemma Jones, Anthony Hopkins, Naomi Watts, Josh Brolin, Freida Pinto, Antonio Banderas. Woody Allen gerir kvikmynd á hverju ári. Það hefur ekki klikkað síðan árið 1981. Þá var ég ársgamall. Þetta er ótrúleg „framleiðni" en óhjákvæmilega er árangurinn ekki alltaf fullkominn þegar menn vinna svona hratt. Og nú er nýjasta afurð gleraugnaglámsins umdeilda komin í kvikmyndahús. Hin nýfráskilda Helena er fastakúnni spákonu sem segir henni ávallt það sem hún vill heyra. Fyrrverandi eiginmaðurinn er svo þjakaður af fiðringnum gráa að hann trúlofast ungri vændiskonu. Dóttirin lætur sig dreyma um ástarævintýri með yfirmanninum. Atvinnulausi tengdasonurinn bíður eftir listrænni andagift til þess að geta klárað skáldsögu en þokkafulla nágrannakonan á hug hans allan. Þetta er nokkuð hefðbundin söguflétta að hætti Woody Allen. Margar persónur, mörg vandamál og existentialískri spurningu varpað fram í lokin. Hvaðan komum við? Hvert förum við? Er fáfræði blessun? Já, eða bara það sem honum er hugleikið hverju sinni. Woody Allen trúir ekki á hið yfirnáttúrulega, sama hvaða nafni það kallast. Það verður augljósara með hverri myndinni sem hann gerir. Stundum er boðskapurinn einlægur og fyndinn, en stundum ber hann yfirbragð þvingunar og pirrings. Í þetta skiptið tókst vel til. You Will Meet a Tall Dark Stranger er fyndin og heiðarleg. Ekki frábær, en betri en síðasta. Ég bíð spenntur eftir næstu. Niðurstaða: Súpa dagsins, að hætti hússins. Bætir, hressir og kætir.
Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira